Ég ætla hér að fjalla um mína uppáhalds plötu með Led Zeppelin
Platan inniheldur lög á borðið við Immigrant Song lagið sem þeir sömdu um Ísland. Á plötunni er svo mitt uppáhalds Zeppelin lag Since I've Been Loving You ásamt Celebration Day og fleiri góðum.
Platan byrjar á laginu Immigrant Song sem fjallar um Ísland eins og ég kom fram á áðan
We come from the land of the ice and snow,
from the midnight sun where the hot springs blow eins og þeir sungu.
Lagið er kraftmikið og flott, hefði það verið mikið lengra myndi ég efast um skemmtanagildið.
Friends er annað lag plötunnar. Það er mjög skemmtilegt kassagítarlag. Það er mjög gaman að heyra í bongo trommunum. Söngur Plant hressir mjög mikið uppá lagið.
Þriðja lagið á plötunni mun vera hið magnaða lag Celebration Day. Lagið byrjar á einkennandi gítarspili sem helst út allt lagið. Trommuleikur Bonham er mjög áhugaverður. Sólóið hans Page er svo geysilega flott.
Svo er komið að blús smellnum fræga Since I've Been Loving You. Ég gæti haft þetta lag á fóninum í standslaust í heilan mánuð án þess að fá leið. En þarna sýnir Jimy page út hverju hann er gerður með snilldar gítarleik. Ef við berum þetta lag saman við Stairway To Heaven þá finnst mér þetta lag vera mun betra enn það bara smekksatriði.
Fimmta lag plötunnar er Out On the Tiles það er mjög kraftmikið. Mjög vel trommað.
Svo mér geðveikt töff þegar skipta um takt í laginu í endann.
Gallows Pole kemur svo á eftir þessu lagi. Kassagítar lag. Lag byrjar mjög rólega en svo fara leikar að hressast. Alltaf gaman að heyra í banjóinu og trommunum í miðju lagi.
Tangerine er sjötta lag plötunnar. Það er mjög flott lag. Jimy Page tekur kassa gítarinn og spilar af alkunnri snilli. Söngur plant er mjög flottur. Svo er mjög flott þegar Bonham bættir trommunum inn. Það er gaman að sjá hversu vel þeir útfæra lagið.
Eitt af mínum uppáhalds Zeppelin lögum.
Út úr þessu öllu saman kemur næsta lag That's the Way sem er enn eitt kassagítar lagið.
Ég þurfti nokkrar hlutsannir í viðbót til að mynda mér almennilega afstöðu. Lagið er rólegt.. þar sem page og plant eru í aðalhlutverki. Mér finnst alltaf eins og þeir séu að tala saman í þessu lagi. Ég veit samt ekki af hverju.
Svo er komið að einu kjúlaðasta lagi sem ég hef heyrt í Bron-Y-Aur Stomp. Það enn eitt lagið þar sem þeir spila á kassagítar. Lagið byrjar á flottu gítarspili svo bætast öll hljóðfærin við trommurnar og söngurinn. Söngur plant kemur mér í gott stuð.
Reyndar endurgáfu þeir þetta lag á Physical Graffiti enn þá er það ekki spilað á kassagítar.
Það sem rekur lestina er Hats Off To (Roy) Harper. Gítarleikur og söngur í endann og ekki af verri endanum. Mér finnst alltaf þegar ég heyri bara í gítar og söng að gítarleikarinn og söngvarinn séu að tala saman.
Overall: Frábær plata. Mjög vel unninn. Svo er alltaf gaman að heyri í einhverju öðru heldur enn bara rafmagni. Eins og heyrist í sumum laganna. Platan verður líka alltaf betri og betri með hverri hlustun sem er kostur.
svo mæli ég með að fólki kíki mjög vel á þessa plötu ásamt hinum Zeppelin.
www.bit.ly/1ehIm17