Ég ætla að gera smá grein um einn uppáhalds tónlistarmann minn, Bob Marley.
Robert Nesta Marley, betur þekktur sem Bob Marley fæddist 6. febrúar 1945 í Nine Miles, Saint Ann, Jamaica. Hann hitti faðir sinn aðeins einu sinni og var alinn upp af móður sinni í trench-town hverfi í Kingston.
Bob stofnaði reggea hljómsveitina The Wailers með Bunny Livinston og Peter McIntosh. Þessir tónlistarmenn urðu báðir vinsælir sólóartistar eftir að The Wailers hættu árið 1974. Samt sem áður hélt Bob Marley áfram með nafnið Bob Marley and the Wailers með I Threes sem sungu bakraddir.
Bob Marley gerði samning við Chris Blackwell’s Island Records 1971 og gaf þaðan út lagið No Woman No Cry sem gerði hann fyrst frægann. Árið 1976 var Bob Marley skotinn ásamt umboðsmanni sínum Don Taylor og eiginkonu sinni Ritu. Þau voru skotinn í herbergi Bob í 56 Hope Road hótelinu tvemur dögum áður en Bob átti að syngja á kosingartónleikum fyrir forsætisráðherra Jamaíku. Bob meiddist lítið og fékk aðeins skot í í handlegginn og bringu en Don Taylor var illa særður eftir að hafa labbað óvart inn í skothríðina og fékk skot í fótinn og búkinn. Rita var skotinn í hausinn en jafnaði sig um nóttina á spítalanum og lifði af. Talið var að þau voru skotinn af einhverjum mótmælendum sem voru ósáttir við forsætisráðherrann. Lögreglan fann aldrei byssumennina en Bob sagði síðar að han hefði “talað” við þá á götum Kingston.
Bob Marley varð frægur í USA fyrir plötuna sína Rastaman Vibration. Hann fór frá Jamaíku til Englands 1976 til að taka upp Exodus, Kaya og Survival. Síðustu tónleikar hans fóru fram í Stanley Theater í Pittsburgh 23. september 1980.
Bob Marley meiddist á stóru hægri tánni í fótboltaleik í júlí 1977 og sárið gréri aldrei. Tánöglin datt síðan af í öðrum fótboltaleik og þá var hann kominn með húðkrabbamein (malignant melanoma) sem kom undir tánöglina hans. Honum var ráðlagt af læknum að láta fjarlægja tánna en hann áleit það sem sind. Hann hélt líka að ef hann missti tánna gæti hann ekki dansað jafnvel og hann gerði. Krabbameinið breiddist út í lungun og magann og var Bob orðinn mjög veikur. Hann féll niður þegar hann var að skokka í Central Park í New York og gat ekki haldið áfram með tónleika sína í Madison Square Garden. Marley fór þá til Munchen til að leita læknishjálpar og fékk hjálp hjá lækninum Josef Issels í nokkra mánuði.
Nokkrum mánuðum fyrir dauða sinn lét Bob Marley skíra sig í Ethiopian Orthodox Church trúna og tók upp nafnið Berhane Selassie. Mánuði fyrir dauða sinn var hann verðlaunaður Jamaican Order of Merit orðu. Bob eða Berhane vildi eyða síðustu dögum sínum í Jamaíku en varð of veikur í fluginu frá Þýskalandi og þurfti að lenda í Miami. Bob Marley lést í Ceders of Lebanon sjúkrahúsinu í Miami 11. maí 1981. Hann er grafinn í Nine Miles í fæðingarborg sinni með Gibson gítarinn sinn, maríjúana og biblíu.
Robert Nesta Marley skildi eftir sig eiginkonu og 12 börn.
Takk fyrir mig, Lalli2…………………………………………………………………………………………..
Heimildir: http://en.wikipedia.org/wiki/Bob_Marley#Early_life