Dusty Springfield Mary Isabel Catherine Bernadette O'Brien fæddist 16. apríl 1939 í Hampstead, London, og var mikill aðdáandi Peggy Lee, alveg frá unga aldri.

Hennar fyrsta fagmannslega tónlistarreynsla var með hljómsveitinni Lana Sisters, bresk hljómsveit sem Mary Isabel gekkst til liðs við árið 1958 og gerði nokkur lög með þeim á næstu tveimur árum. Árið 1960 stofnaði hún, ásamt bróður sínum, hljómsveitina The Springfields, sem var “folk trio”. Mary Isabel breytti nafni sínu í Dusty Springfield, eftir að hafa stofnað The Springfields, sem varð vinsæl í Bretlandi með lögum eins og “Breakaway”, “Bambino” og stórsmellinum þeirra “The Island of Dreams”. Árið 1962 urðu the Springfields vinsæl í Bandaríkjunum með laginu “Silver Threads and Golden Needles”. Í tónleikaferð um Bandaríkin fóru the Springfields til Nashville, Tennesse og Dusty varð svo heilluð af Motown-hljómnum sem hún heyrði þar, sérstaklega stelpnaböndunum, að hún hætti í The Springfields til þess að láta reyna á sóló-feril í soul-tónlist.

Hennar fyrsta lag var “I only Want to Be with You”, sem sló í gegn bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Því var fylgt með röðum af klassískum og vinsælum lögum, þar á meðal “Wishin' and Hoping”, “Anyone who Had a Heart”, “I just Don't know What to Do with Myself”, “Stay Awhile” og “All cried Out”. Dusty gerði fjölda Bacharhad-David-lögum, til dæmis “The Look of Love” (úr myndinni Casino Royale (1967) sem var tilnefnt til Academy-verðlauna). Hún gaf líka út fullt af klassískum lögum; “Losing You”, Your Hurtin' Kind of Love“, ”In the Middle of Nowhere“ og einu vinsælasta lagi sem hún hefur gert ”You don't Have to Say you Love me“, sem hefur verið coverað af mörgum tónlistarmönnum, þar á meðal Tom Jones.

Árið 1964, var Dusty ein af stærstu sóló-artistum þeirra tíma. Hún bjó til vesen þegar hún neitaði að flytja tónlist sína fyrir hóp af fólki í Suður-Afríku. Dusty var oft ”featuring“ tónlistarmaður á bresku tónlistarsýningunni Ready Steady Go, producer-að af Vicki Wickham, sem varð seinna umboðsmaður hennar. Vegna áhuga hennar á motown-tónlist var Dusty valin til að vera kynnir á The Sound of Motown, sem kynnti breta fyrir motown- og amerískri soul-tónlist.

A Brand New Me (1970) varð ekki vinsæl plata, ein af þeim fysrtu til að vera framleidd af Gamble and Huff-framleiðslu fyrirtækinu, sem fékk miklu meiri velgengni í R&B geiranum. Næstu þriðju plötur hennar á eftir A Brand New Me urðu heldur ekki vinsælar. Næsta plata hennar See All Her Faces (1972), sem var gefin út í Bretlandi, fylgdi sama mynstri og hinar fjórar. Hún gaf plötuna Comeo út árið 1973. Dusty var óhrædd manneskja og talaði í opinberlegum viðtölum um tvíkynhneigð sína snemma á áttunda áratugnum.

Hún hélt áfram að gefa út vel gagnrýndar, en óvinsælar plötur í gegnum 8. áratuginn fyrir United Artists Record-útgáfufyrirtækið, meðal annars
It Begins Again (1978) og Living Without Your Love (1979). Á þessum tíma sló Dusty engan veginn í gegn og vék fljótt úr augnsýn fólks. Hún endaði þetta tímabil með því að gefa út tvö lokalög fyrir breska útgáfufyrirtækið Mercury Records. Hún var tilneydd til þess að gefa út eitthvað í sama stílnum og gerði hana vinsæla, lögin ”Baby Blue“, diskólag sem komst inn á topp 70 og ”Your Love Still Brings Me to My Knees“.

Óvinsældum Dusty lauk loksins árið 1987, þegar hljómsveitin Pet Shop Boys, sem voru aðdáendur hennar, báðu hana um að vera með þeim í lagi sem þeir voru að gera. Árangursríka lagið, dúett sem hét ”What Have I Done to Deserve This?“, slóg mjög rækilega í gegn. Lagið varð vinsælt um allan heim og uku áhuga fólks á tónlist hennar. Dusty varð mjög ánægð með þennan árangur sinn og gaf út plötuna (sem voru reyndar þá orðnar að geisladiskum) Reputation, sem fór í fyrsta sæti á alla sölulista heims. Platan var skrifuð og framleidd af Pet Shop Boys og fleiri mönnum, þar á meðal Dan Hartman. Hún var svo beðin um að syngja ”lagið“ í myndinni Scandal, sem var um breska, pólitíska hneykslið, betur þekkt sem The Profomu Affair. Lagið ”Nothing Has Been Proved" vakti líka vinsældir um allan heim.

Dusty Springfield var greind með brjóstakrabbamein fljótt eftir að hún gaf út A Very Fine Love árið 1994. Krabbameinið hvarf, en nokkrum árum seinna kom það aftur. Dusty tapaði baráttu sinni við sjúkdóminn í mars árið 1999, þá 59 ára að aldri, aðeins 10 dögum áður en henni var veitt innganga inn í The Rock and Roll Hall of Fame. Sama dag og hún lést, fékk hún OBE-orðuna (Order to the British Empire) fyrir þjónustu sína við tónlist.

Hvíl í friði, Dusty Springfield.