Linda Eastman-McCartney Linda McCartney, eiginkona fyrrverandi Bítilsins Paul McCartney, tapaði baráttunni við brjóstakrabbamein í Arizona, þann 17. apríl 1998. Linda hafði átt í baráttu við krabbamein síðan árið 1995. Því var trúað og haldið fram að meðferðin við krabbameininu myndi hafa mikil áhrif, en í mars 1998 kom í ljós að krabbameinið hafði dreift sér yfir í lifrina.
——

Linda McCartney kynnist Paul McCartney í gengum starf hennar, sem var að mynda rokkhljómsveitir, snemma á 7. áratugnum. Vinnu hennar var mikið hrósað og gefin út á landsvísu. Árið 1992 gaf hún út safnið Linda McCartney's sixties-Portrait of an Era. Eftir að Bítlarnir hættu hljóðritaði og ferðaðist Linda með hljómsveit Paul, The Wings í gegnum 8. áratuginn og byrjun 9. áratugarins. McCartney-fjölskyldan urðu umtalaðar grænmetisætur sem unnu að góðum málstað fyrir umhverfið á níunda áratugnum.

Fyrir utan vinnu sína sem ljósmyndari, var Linda hljómborðsleikari og bakraddasöngkona í tveimur af “eftir-Bítlana”-hljómsveitum Pauls; Wings og hinni ónefndu hljómsveit sem tour-aði árið 1989 og 1993. Hún var mikill stuðnigsmaður dýraverndunarsamtaka og grænmetisæta, og hún, seint á áttunda áratugnum, breytti ástríðu sinni í iðnað. Hún gaf út tvær kokkabækur; “Linda McCartney's Home Cooking” árið 1989 og “Linda's Kitchen” árið 1996, og hún kom með línu af frosnum grænmetisréttum árið 1991.

En 29 ára hjónaband McCartney-hjónanna var mjög stöðugt og heilbrigt þrátt fyrir að vera hluti af stjörnu-heiminum, sem þeim tókst þó að loka sig nánast frá, en þau dvöldu langtímum saman á býli þeirra í West Sussex, í Englandi. Þau eyddu aldrei nótt frá hvort öðru, fyrir utan þessa 10 daga sem Paul McCartney eyddi í fangelsi í Tókýó eftir að hafa verið handtekinn með maríjúana; en reynsla þeirra af þessum aðskilnaði var ein af þeim ástæðum fyrir því að Linda fór alltaf með Paul í allar tónleikaferðir.

Og Paul, höfundur margra fallegustu ástarlaga allra tíma, hefur marg sinnis sagt í viðtölum að öll hans ástarlög, sem voru samin eftir 1968, hafi verið um Lindu. Þessi lög innihalda allt frá “Maybe I'm Amazed” og “The lovely Linda” á hans fyrstu plötu eftir Bítlana og til “Flaming Pie”, sem er hans nýlegasta lag um Lindu, en það kom út árið 1997.

Paul var samt ekki sá fyrsti til að semja lag/lög um Lindu, faðir hennar; Lee Eastman, var skemmtanabransa-lögfræðingur í New York og einn af viðskiptavinum hans, Jack Lawrence, samdi lagið “Linda” um hana árið 1947, þegar hún var að 6 ára. Buddy Clark sló rækilega í gegn með “Linda” seinna á því ári, og það var seinna coverað af Perry Como and Jan and Dean.

Linda skrifaði líka sjálf nokkur lög, þar á meðal reggae-lagið “Seaside woman”, sem hún og Paul gáfu út sem “single” árið 1977 undir nafninu Suzy and the Red Stripes, og “The Whit coated man”, sem hún samdi með Cörlu Lane og gaf út (einnig undir nafninu Suzy and the Red Stripes) á dýraréttinda-styrktar plötunni “Animal Magnetism” árið 1994.

Hún var fædd Linda Louise Eastman þann 24. september 1941, og ólst upp í Scarsdale. Linda var ekki, eins og hún benti oft á, ættingi Eastman-fjölskyldunnar (sem átti Eastman-kodak ljósmyndaveldið). Reyndar hafði faðir hennar breytt nafni sínu í Eastman úr Epstein.

Linda var nemandi í Sarah Lawrence-menntaskólanum, en flutti síðar til Arizona og gekk í háskóla þar.

Á þeim tíma sem Linda Eastman var nemi þar, lést móðir hennar í flugslysi. Linda var yfirbuguð að sorg og leitaði sér huggunar hjá manni að nafni Melvin. Hún giftist honum og eignaðist skömmu síðar dóttur sína, Heather. Samt endist hjónaband hennar og Melvin ekki lengi. Linda sagði: "When he [Melvin] graduated, he wanted to go to Africa. I said, ‘Look, if I don’t get on with you here, I'm not going to Africa with you. I won't get on with you there.“'

Þegar hún ”svaraði“ hjónabandi sínu sagði hún: ”My mother died in a plane crash, and I got married. It was a mistake.“ Skilnaður þeirra var að samþykki þeirra beggja.

Fljótt eftir skilnaðinn flutti Linda aftur til New York og fór að vinna hjá Town and Country tímaritinu. Ferill hennar fékk fljótt velgengni þegar hún ljósmyndaði The Rolling Stones á snekkju í Hudson-ánni. Linda varð fljótt vel þekktur og vinsæll ljósmyndari vegna einstöku ljósmynda hennar af vinsælum hljómsveitum.
Á meðan ljósmyndastarfsferli stóð deitaði hún marga fræga menn, þar á meðal Jimi Hnedrix, Mick Jagger, Jim Morrison og Eric Burdon.

Í Austurríki árið 1965 ljósmyndaði hún fysrt Bítlana, en hún hitti þá ekki fyrr en árið 1967, í London, þegar hún myndaði hljómsveitirnar The Animals og Traffic. Eitt kvöldið fór hún með Chas Chandler á næturklúbb sem hét Bag O'Nails, þar sem hún hitti Paul McCartney í fyrsta sinn.

Seinna meir hitti hún Paul aftur í New York, en Paul hafði farið þangað á blaðamannafund. Linda gaf Paul símanúmerið sitt, og nokkrum dögum seinna hringdi Paul í hana og þau hittust aftur í íbúð Nat Weiss. Paul fór, að lokum, aftur til London, en fór mánuði seinna til Los Angeles, því þar hafði hann annað tækifæri til að hitta Lindu. Þau eyddu viku saman, áður en Linda fór aftur til New York og Paul fór aftur til London. Svo, einhverjum mánuðum seinna, bauð Paul Lindu til London.

Linda sagði: ”I came over and we lived together for a while, neither of us talked about marriage, we just loved each other and lived together. We liked each other a lot, so being conventional people, one day I thought: okay, let's get married, we love each other, let's make it definite.“

Þann 12. mars 1969 klukkan 09:45 giftist Paul McCartney Lindu Eastman. Mike McCartney, bróðir Paul, átti að vera svaramaðurinn, honum seinkaði þó um klukkutíma vegna tafar á lestinni frá Liverpool.

Hvorki John Lennon, Ringo Starr eða George Harrison voru viðstaddir við giftinguna, þetta var á þeim tíma sem Bítlarnir voru að liðast í sundur.

Fjölskyldulífið var mjög mikilvægt fyrir Lindu og Paul. Á meðan hjónabandi þeirra stóð ólu þau upp fjögur börn: Mary, (1969), Stellu (1971), James Louis (1977) og Heather. Börnin voru alin upp í Skotlandi, þar sem að Linda og Paul vildu halda þeim frá sviðsljósinu.

Eins og áður kom fram, var Linda greind með brjóstakrabbamein árið 1995. Í viðtali um erfiða baráttu Lindu við krabbamein sagði Paul að hún væri ”jákvæðasta manneskjan á jörðinni“. Þegar hann var spurður hvernig hjónabandið hefði getað enst svona lengi sagði hann: ”I guess it's because we just adore each other“.

Árið 1997 var Paul McCartney sleginn riddaraorðunni og Linda varð Lady Linda McCartney.

Linda hélt áfram að fara í meðferðir við brjóstakrabbameini, og árið 1998 hafði krabbmeinið dreift sér yfir í lifrina, og hún lést á býli McCartney-fjölskyldunnar í Arizona þann 19. apríl árið 1998, með bæði Paul og börnin þeirra sér við hlið.

”The blessing was that the end came quickly and she didn't suffer,“ sagði Paul.

Hann sagði seinna: ”As a mother, she was the best. We always said that all we wanted for the kids was that they would grow up to have good hearts, and they have."

Blessuð sé minning hennar.