ELVIS 1954-1958 Tónlistarferill Elvis byrjaði fyrir alvöru árið 1954 þegar hann steig inn í Sun Records, upptökuver í Memphis. Hann var búinn að vera mikið inn í tónlist og syngjandi mest megnis af ævi hans, svo fékk hann gítar í afmælisgjöf á ellefta afmælisdegi sínum og var hann orðinn alveg prýðilegur á hann en ekkert meira en það.
Mesta afrek hans í tónlistarheiminum hingað til var að vinna annað sæti í hæfileikakeppni á barnadegi í Mississippi-Alabama hátíð, þegar hann var 10 ára árið 1945. Hann var klæddur í kúrekaföt og stóð á stól til að ná upp í hljóðnemann og söng lagið Old Shep.
En þegar hann steig í Sun Records áttu hlutirnir eftir að breytast, hann raulaði nokkur lög á borð við “That´s all right (mama)” og “Blue moon of Kentucky” og eftir að hafa sungið í dágóðan tíma leist fólkinu ágætlega á þetta og sagði hann “Well, I don´t sound like Nobody”.

19. júlý 1954 var “That´s all right (mama)”. gefið út og seldi 20.000 eintök eins og skot og Elvis var orðinn ágætlega stór í Memphis.

1954-1955

Þennan tíma var Elvis spilandi víðsvegar um Bandaríkin, mikið í Texas og oft í útvarpssendum tónleikum að nafni “Louisiana Hayride”.

Í apríl 1955 var nafnið Elvis búið að vaxa jafnt og þétt í Bandaríkjunm og var búið að draga athygli umboðsmanns að nafni Col. Tom Parker sem var einmitt nýbúinn að vera rekinn frá Eddy Arnold söngvara.
Elvis og Tom Parker náðu samkomulagi við fyrstu kynni og var samið þannig að Tom myndi fá 25% af tekjum hans Elvis, sú tala átti samt fljótlega eftir að hækka upp í 50.
Þótt mönnum líki misvel við Tom Parker er varla hægt að neita því að hann var með gífurlegt “Show buisness sense” og hann vissi alveg hvernig átti að markaðsetja Elvis Presley.

1956 “The Blastoff”

Árið 1956 var Elvis orðinn einn af allra stærstu skemmtikröftum í heimi, lög á borð við “Heartbreak Hotel”, “Blue Shuede Shoes”, “Hound Dog” og fleiri gerðu allt stjörnuvitlaust í Ameríku. Hann stækkaði ört við sig með því að spila í sjónvarpsþáttum eins og “The Ed Sullivan Show” og “The Milton Berle Show” og fékk viðurnefnið “Elvis the Pelvis” fyrir mjaðmahnykki sína sem gerðu fullorðna fókið æft af reiði og var því aðeins sýndur efri búkurinn í næstu þáttum.
Einnig gaf hann út fyrstu plötuna sína sem hét því feikna frumlega nafni “Elvis Presley” 13. mars á hinu umtalaða ári.
Svo byrjaði Hollywood ferill hans á þessu ári með myndinni “Love Me Tender”. og hlaut hún býsna góðar undirtektir.

1957 Toppnum náð

1957 var Elvis tvímælalaust orðinn sá stærsti í geiranum og gerði allt vitlaust bæði á tónlistarsviðinu og kvikmyndarsviðinu
Myndir hans þær “Jailhouse Rock” og “Loving You” fengu mjög góða aðsókn og er sú fyrri af mörgum talin besta kvikmynd hans.
Lögin “All shook up”, “Jailhouse Rock”, “Treat Me Nice” og fleiri gerðu góða hluti og var Elvis orðinn “Sex symbol” Ameríku og var talinn mjög spillandi fyrir æskuna, sem Elvis gat ekki skilið og lét þessi orð meðal annars út úr munni sér “I don't like being called Elvis The Pelvis. That's gotta be one of the most childish expressions I've ever heard coming from an adult.”
Í desember 1957 kom svo örlagarík tilkynning “Uncle Sam knocked on the door” eða herkvaðning.

1958 “Goodbye sweet Graceland”

Herinn gaf Elvis tveggja mánaða frest til að klára fjórðu mynd hans “King Creole” sem Elvis sagði svo seinna meir að væri eina “boðlega myndin hans”.
Elvis var mjög áhyggjufullur um það að fara í herinn og hann hafði val en umboðsmaðurinn hans ráðlagði honum að fara í herinn og sagðist ætla að sjá um það að halda nafninu hans gangandi og sagði líka að þetta myndi auka virðingu hans hjá þeim fullorðnu og myndi gera hann að hinni ekta amerísku fyrirmyndarímynd.

Herinn átti eftir að breyta Elvis heilmikið og missti hann móður sína þegar hann var í hernum og var það heldur betur mikill missir þar sem Elvis var hinn mesti mömmustrákur og átti hún alltaf þátt í öllum ákvörðunum hans.
Í hernum kynntist Elvis svo ýmislegu svo sem pillunum sem síðar áttu eftir að draga hann til dauða en einnig verðandi eiginkonu hans Priscilla Beulie.
“ 'Til we meet you again, may God bless you. Adios.”