Í þessari grein ætla ég að skrifa um uppáhaldstónlistarmanninn minn; Tom Jones. Það var “Heidursmadur” sem sendi um kork sem stóð í að það vantaði umræður um sólósöngvara eins og t.d. Tom Jones, Kenny Rogers og Roy Orbison. Þá ákvað ég að senda inn eina grein, því það er rétt að það vantar umræður um sólósöngvara á þessu áhugamáli.
Thomas Jones Woodward (sem við þekkjum sem Tom Jones) fæddist 7. júní árið 1940 í Pontypridd í Suður-Wales. Þegar hann var 16 ára, hætti hann í miðskóla og ári seinna var hann giftur og með barn. Á milli þess sem hann vann í kolanámu, söng hann, sér til skemmtunar, á ýmsum skemmtistöðum í Wales. Ferill hans virtist ekki lofa neitt sérlega góðu, hann kom fram með ýmsum “local groups”; þar á meðal “The Playboys”. Á þessum byrjunardögum var hann yfirleitt trommari í hljómsveitinni, en ekki söngvari.
Tom Jones sló næstum því í gegn árið 1963, þegar hann byrjaði að nota nafnið “Tommy Scott”. Hann stofnaði sína eigin hljómsveit; The Senators. Þeir tóku upp lög fyrir EMI, og komu oft fram í frægum, breskum sjónvarpsþáttum.
Fyrsta bragðið af sönnum árangri kom fram þegar Tom hitti umboðsmann sinn, Gordon Mills, í einhverjum klúbbi í heimabæ sínum árið 1964. Gordon breytti nafni hans í Tom Jones, hann tók það úr “big hit” myndinni “Albert Finney and Susannah York”. Tom tók upp fyrsta lagið sitt, CHILLS AND FEVER/BREATHLESS árið 1964, en það sló bara einfaldlega ekki í gegn. Árið 1965 varð sagan öðruvísi.
Það ár, stofnaði hann nýja hljómsveit; The Squires (sem spiluðu “live” með honum alveg í gegnum 7. áratuginn), sem slógu í gegn báðu megin við Atlantshafið með lögum eins og IT'S NOT UNUSAL, WHAT'S NEW PUSSYCAT og WITH THESE HANDS. Í árslok var Tom Jones orðinn heimsfrægur. Hann vann Grammy-verðlaunin árið 1965, sem besti byrjandinn.
Nokkrum vikum seinna var hann á svið í Wembley, sem innihélt bæði The Beatles og Rolling Stones. Tom hefur haft þannig félgagsskap síðan. Það skiptir ekki máli hvort að lögin eru beint úr Nashville, líkt og FUNNY FAMILIAR FOGOTTEN FEELINGS, eða Bond blaster eins og THUNDERBALL, niðurstaðan er einfaldlega Tom Jones, og alltaf auðþekkjanleg.
Þegar GREEN GREEN GRASS OF HOME kom út í Bretlandi, árið 1966, hringdi Elvis Presley aftur og aftur í útvarpsstöðvar og bað þær um að spila lagið. Janis Joplin segist hafa orðið orðlaus þegar hún heyrði fyrst Tom Jones syngja. Listinn af því fræga fólki sem hefur, í gegnum árin, orðið orðlaust þegar það heyrði fyrst í Tom Jones, er næstum því endalaus. Hann var (og er enn) alltaf “raunchy”. Það skipti ekki máli hvort hann söng bara einfaldlega rokk eða country-tónlist, það varð alltaf einhvernveginn “dead sexy”. Næstum því X-rated. IT'S NOT UNUSAL var einfaldlega sagt vera “too hot” af útvarpsstöðinni Radio One.
Tíminn viðrist ekki skipta máli. Á meðan aðrir hafa vikið úr sjón, hefur Tom Jones alltaf verið einu skrefi á undan, og alltaf í sambandi við þá tónlist sem er í tísku þann daginn.
Þegar það var tilkynnt á níunda áratugnum, að Tom ætti að “covera” gamal Prince-lag, voru sumir sem héldu að hann myndi ef til vill reyna of mikið að vera “trendy”. En kraftmikla túlkun hans á KISS var sögð vera einstök. Sumir sögðu meira að segja að hans útgáfa af laginu væri betri en sú upprunalega.
Tom Jones hefur oft komið fram í þáttum, þar á meðal THE SIMPSONS, THE FRESH PRINCE OF BEL AIR og hans eigin þætti IT'S TOM JONES. Hann lék líka í MARCH ATTACKS, árið 1996. Hann söng lykillagið í THE FULL MONTY.
Um aldamótin var ‘Röddin’ þar til að heilsa nýrri öld með því að gefa út pötuna RELOAD, sem innihélt stórsmellinn SEXBOMB. En gat 62 ára gamall maður sungið um að vera kynbomba án þess að vera fáránlegur? Svarið kom þegar hann flutti lagið í The top of pops:
“The kids sang it back right at me. I guess they didn't find it ridicoluos.”
Það sýnir að unga kynslóðin hrífst alveg jafnmikið af Tom Jones og þeir eldri gera.
—
Tom Jones hefur aldrei fundist hann vera svona frábær. Enn þann dag í dag segir hann:
“I'm nobody really. I'm only a singer. But I love singing. And they pay me for doing what I love most”.