Eftir gríðarlegar vinsældir og þvílíka byltingu á sjötta áratugnum döluðu vinsældir hans mikið eftir að hann kom frá hernum og fór að einbeita sér alfarið að Hollywood, sem gekk engan veginn upp.
Árið 1967 var sjálfstraustið hjá honum í lágmarki og hann vissi hreinlega ekki lengur hvort hann ætti yfir höfuð eitthvert erindi í skemmtannaheiminn, nú þegar allar þessar stóru hljómsveitir tröllriðu allri Ameríku.
En hann ákvað að takast á við bransann á ný og árið 1968 sló hann í gegn með tónleikaþáttunum Comeback Special.
1969
En stærsta áskorunin lá handan við hornið í Las Vegas, live tónleikar í fyrsta skipti í 8 ár.
Elvis var stressaðri en nokkru sinni fyrr og hafði hann ekki gleymt þeim súra bita þegar Las Vegas hafnaði honum árið 1956 og hafði hann þá eftir sér að hann myndi aldrei spila aftur í því krummaskuði, en ekki reyndist hann nú sannspár í þeim efnum þar sem helmingur tónleika hans fóru fram þar á seinni árunum.
Hann sló öll aðsóknarmet í Vegas með 57 uppseldum tónleikum á tímabilinu 31. júlý - 28. ágúst.
Fram til 1973 héldu vinsældir hans áfram að stigmagnast og allt virtist ganga upp, meðal annars tvær tónleika/heimilda myndir, þær That´s The Way It Is (1970) og Elvis On Tour (1972) sem féllu í góðan jarðveg og vann sú síðarnefnda Golden Globe verðlaunin fyrir besta heimildamyndin.
Á Hawaii hinn 14. janúar 1973 hélt Elvis sína umfangsmestu tónleika sem yrði sjónvarpaður í beinni til tæplega eins og hálfs milljarðs manna.
Eftir vel heppnaða tónleika fór Elvis rakleiðis upp í hótelherbergið sitt og svaf í samfleytan sólarhring.
Eftir sex mánaða puð og 15 kíló fokin fyrir þennan atburð átti hann nú alveg skilið smáhvíld.
1973-77
Eftir þessa velgengni dembdi hann sér í ruglið á ný og hrundi eins og spilaborg.
Peningabraskarinn umboðsmaður hans var farinn að taka eftir því að plöturnuar voru hættar að seljast og Elvis hafði ekki átt lag nr. 1 á bandaríska billboard listanum síðan Suspicous Minds árið 1969.
Peningarnir voru þar sem tónleikarnir voru og keyrði hann Elvis því út á þeim og var hann að halda að meðaltali 150 tónleika á ári, sem er ekki auðvelt þegar þú innbyrðir álíka mikið af eiturlyfjum og fæðu (og það er nú ekki eins og hann hafi borðað eitthvað lítið síðustu árin).
Undir lokin var þetta svo bara komið út í linnulaust kynsvall og sukk sem endaði svo með því hann lést á baðherbergi sínu hinn 16. ágúst 1977, hugsanlega vegna of stórs skammts en það hefur aldrei verið staðfest, alla vega sagðist hann bara ætla að lesa og dó hann með bókina The Sientific Search of The Face of Jesus Christ, en hann var alla tíð mjög trúaður.
Ég vona að þetta muni auka áhuga ykkar á manninum og að þið fáið enn og aftur góða mynd af því hvernig ruglið getur eyðilagt hvaða sómamann sem er.
“ 'Til we meet you again, may God bless you. Adios.”