AC/DC var stofnuð 1973 af skoskum strákum í Ástralíu. Malcolm Young var á þessum tíma forsprakki hljómsveitarinnar. Söngvari sveitarinnar hét Dave Evans og bassaleikari hét Mark Evans(söngvari og bassaleikari voru ekki bræður). Malcolm leitaði til bróður síns Angus Young, sem var þá prentari hjá klámblaði, þegar þeim vantaði aðalgítarleikara. Angus ákvað að ganga til liðs við sveitina. Angud var töluvert yngri en hinir meðlimirnir og þurfti alltaf að koma strax á gigg eftir skóla og í staðinn fyrir að skipta um föt kom hann fram í skólabúningnum, hinir meðlimirnir tóku vel í það og það varð að hans vörumerki að klæðast skólabúning á sviði.
Næst vöntuðu Angus og Malcolm nafn á hljómsveitina, systir þeirra stakk uppá AC/DC, það stóð upp aftan á saumavélinni hennar. George Young, bróðir bræðrana varð umboðsmaðurinn þeirra. Þeir redduðu sér svo trommaranum Phil Rudd og bílstjóranum Bon Scott. Bon hafði veriðí mörgum hljómsveitum áður og gefið út smáskífu 1969. Hann söng með AC/DC þegar þeir sátu í baksætinu á bílnum hans. Oftar en einu sinni mætti Dave Evans ekki á gigg og þá kom Bon Scott í staðin fyrir Dave, þetta endaði með því að Dave var rekinn og Bon kom í hans stað. Bon hafði óbeit á fjölmiðlum og mönnum sem unnu hjá útgáfufyrirtækjum.
Nú fóru AC/DC að reyna að redda sér útgáfusamning og gáfu út plötunar High Voltage og TNT í ástralíu. Þegar AC/DC vildu gefa út sína fyrstu alþjóðlegu plötu tóku þeir bestu lögin af High Voltage og TNT og settu það saman í eina plötu sem fékk nafnið High Voltage.Svo fóru þeir í sína fyrstu tónleikferð en það var Lock Up Your Daugthers tónleikaferðin. Frægustu löginn á High Voltage voru It's A Long Way To The Top(If You Wanna Rock N Roll), TNT, She's Got Balls og The Jack. AC/DC urðu frekar frægir fyrir High Voltage í Bandaríkjunum en í Evrópu fékk platan enga athygli. She's Got Balls var samið um konuna hans Angus en hún var altaf að væla í honum að semja lag um sig, svo Angus byrjaði á laginu She's Got Balls og svo hjálpaði Malcolm honum með restina.
AC/DC áttu en óútgefið efni sem þeir höfðu gefið út í Átralíu. Þeir settu það efni á plötuna sem kom út á sama ári og High Voltage, 1976. Sú plata fékk heitið ‘74 Jailbreak og innihélt fimm lög, frægustu lög plötunar voru Jailbreak og Show Business. Næsta platan þeirra varð sú besta og mest selda til þessa, Dirty Deeds Done Dirt Cheap. En einsog vanalega seldist hún samasem ekkert í Evrópu.En platan innihélt lög einsog Big Balls, Rocker, Ride On, Dirty Deeds Done Dirt Cheap og Love At First Feel. Þessi plata var sömuleiðis gefinn útí Ástralíu og AC/DC voru taldnir klikkaðasta Grúppan í Ameríku. Angus, Bon og Malcolm voru ekki alveg ánægði með bassaleikaran Mark Evans svo þeir létu hann fjúka og fengu Cliff Williams í staðinn.
Næsta plata AC/DC varð ekkert verri og innihélt lög sem eru löngu orðinn sígild AC/DC lög, Dog Eat Dog, Whole Lotta Rosie, Let There Be Rock, Hell Ain’t A Bad Place To Be og Bad Boy Boogie. AC/DC voru orðnir ein frægasta hljómsveit Ameríku en foreldrar krakkana sem hlustuðu á AC/DC þoldu þá ekki. AC/DC var semsagt ein mesta rokkgrúppa síns tíma og er ein mets rokkgrúppa sögunar jafnvel. Þegar AC/DC tóku upp sína næstu plötu höfðu þeir í huga að gera aðdáendur þeirra hrifnari og næla í fleiri aðdáendur. Platan fékk nafnið Powerage en það var útaf því að Malcolm og Angus voru að ræða á hvaða öld þeir lifðu, ekki var steinöld eða ísöld, en kannski kraftöld(Powerage).
Næsta tónleikaferðalag AC/DC gerðu áhorfendur hrifnari en nokkru sinni. Nú vildi útgáfufyrirtækið EPIC að AC/DC gerðu tónleikaplötu. AC/DC gerðu það og þá kom The Jack út, ásamt mörgum öðrum lögum. Nema The Jack var kominn með nýjan og klúrari texta að hætti Bon Scott. Nafnið kom frá annari hljómsveit sem náði enganveginn til áhorfandana og Malcolm og Bon sáu þessa tónleika og eftir nokkur lög sagði söngvarinn “Hvað viljiði? Andskotans blóð?” eða “What Do You Want fuckin' blood?” og þaðan fengu AC/DC nafn á sína fyrstu tónleikaplötu If You Want Blood(You've Got It) og nokkurn veginn var það satt því Bon gekk alblóðugur útaf þessum tónleikum einsog mörgum öðrum.
Næsta plata AC/DC varð þeirra mesta hingað til, Highway To Hell. Hún seldist gríðarlega bæði í Evrópu og Ameríku. Highway To Hell, sem var titilag plötunar, fjallaði um tónleikaferðalög. AC/DC voru orðnir mjög þreyttir á þessum tónleikaferðalögum. Platan innihélt, ásamt Highway To Hell, Touch Too Much, Night Prowler, Girl's Got A Rythm og Walk All Over You. Tilþess að fagna útgáfu Highway To Hell og gríðarlegu sölu hennar fóru nokkrir meðlimir AC/DC Phil Rudd, Malcolm Young og Bon Scott á fillerí. Um nóttina sótti félagi Bon's Bon og náði að draga hann útí bíl blindfullan. Á leiðinni heim fór Bon í brennivínsdauða og vinur hann gat ekki dregið Bon inn og lét hann bara sofa í bílnum. Morgunin eftir þegar vinur hans kom að sækja hann var Bon látinn. Bon hafði kafnað í eigin ælu.
AC/DC voru í sjokki eftir þetta og spáðu í hvort þeir ættu að hætta, hvort einhve gæti tekið við að Bon. Reyndar hafði Bon Scott nefnt söngvaran Brian Johnson á nafn einhvern tíman og AC/DC spurðu hann hvort hann vildi taka við af Bon Scott, Brian þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um og AC/DC fóru að æfa nýtt efni stuttu seinna. Næsta plata AC/DC og fyrsta plata Brian Johnson varðð svo besta plata AC/DC fyrr eða síðar og hún var tileinkuð Bon og lagið You Shook Me All Nigh Long var líka tileinkuð honum.
Áhorfendur tóku ekki illa í Brian Johnson og AC/DC hélduvinsældum sínum og gáfu út næstu plötu sína For Those About To Rock. For Those About To Rock fékk ekki síðri athygli en Back In Black. Nú voru vörumerki AC/DC Risabjöllur og Fallbyssur. Að fara átónleika með AC/DC var einsog að fara á eithvað “rosashow” því að hafa Risabjöllu og Fallbyssur á tónleikum gera “showið” bara flott. En þetta gerði AC/DC mjög erfitt fyrir, að ferðast með þetta allt. ÞAnnig að fyrir næstu plötu AC/DC vildu þeir ekki hafa neitt svona. Næsta plata varð Flick Of The Switch og ekki fékk hún síðri dóma en Back In Black og For Those About To Rock.
Næsta plata AC/DC varð Fly On The Wall og AC/DC voru ekki nógu ánægðir með hana og sögðu við hefðum geta gert betur en aðdáednur sögðu meira svona. Næsta plata AC/DC plata varð “soundtrack” fyrir Stephen King, sem var AC/DC aðdáandi og bað Angus og Malcolm umað gera músík fyir myndina sína Maximun Overdrive. Útkomann varð Who Made Who. Þeir notuðu gömul lög einsog You Shook Me All Night Long og Ride On. Svo samdi Malcolm lögin D.T. og Chase The Ace og tóku þau upp á Bahamaeyjum.
Blow Up Your Video var til Mtv einsog Malcolm orðaði það “Þetta var okkar leið til að segja, til fjandans með Mtv”. Platan fékk samt ekki góða dóma en það var eitt lag sem fékk mjögmikla athygli og það var Heatseeker. Á þessu tímabili hætti Phil Rudd í bandinu og í staðinn fengu AC/DC trommaran Chris Slade. Næsta plata AC/DC varð eitt af mörgum meistaraverkum þeirra, The Razors Edge. Þá fengu þeir nýtt “hit”, Thunderstruck. Svo spiluðu AC/DC á tónleikum í Donnington. Svo virtist að Brian hafði gleymt passanum einhverstaðar til að komast uppá svið og þá komst hann ekki inn því öryggisvörðurinn leyfði honum það ekki. Malcolm tók eftir þessu og sagði “Þetta er allt í lagi, hann er í bandinu” og “öryggisvörðurinn svaraði ”aldrei getur þú haldið kjafti og hann henti MAlcolm út líka.
Svo voru næstu tvær plötur AC/DC Ballbreaker og Stiff Upper Lip og út kom box sem innihélt gamlar upptökur með Bon Scott og boxið fékk heitið Bonfire en það ætlaði Bon Scott að skíra sólóplötuna sína. AC/DC eru en þann dag í dag að og það sem einkennir þá er klikkuð sviðsframkoma og þol á sviði. Nýlega kom út DVD með AC/DC og fékk það nafnið Famili Jewels.