Frank Zappa, the story of. Jæja, þá er enn kominn tími til að skrifa nýja grein og eins og svo oft áður hef ég ákveðið að skrifa grein um sögu tónlistarmanns og sá sem varð fyrir valinu í þetta skiptið var Frank Zappa.

Frank Zappa fæddist í Baltimore 21. des. 1940. en flutti tíu ára að aldri til Kalíforníu vegna starfs sem pabbi hanns tók. Þess má til gamans geta að það starf var við að prófa hinar ýmsustu eitruðu gastegundir fyrir herinn. Hann byrjaði tónlistarferil sinn sem trommari í fjölda mismunandi bílskúrsbanda eins og t.d. The Black-Outs. Hann var einnig í stuttan tíma í lúðrasveit skólans en var svo rekinn úr henni fyrir að reykja í búningnum.
Zappa sagði alltaf allt sitt líf að smekkur hans fyrir tónlist hafi breyst árið 1954 þegar hann las grein í blaðinu Look um plötuna “The Complete Works of Edgar Varese, Vol One”. Þegar hann loksins eignaðist eintak af plötunni vildu foreldrar hans ekki leyfa honum að spila hana en hann náði með erfiðis munum að fá þau til að leyfa honum að spila plötuna inní herberginu sínu í gegnum headphona.
Zappa byrjaði fyrst að fikta eitthvað við að semja sína eigin tónlist á fyrsta ári í menntaskóla og var svo farin að composa heilu sinfóníurnar ári seinna. Hann byrjaði nú samt ekki að semja rokk fyrr en snemma á tvítugsaldrinum. Hæfileiki hans til að semja tónlist var fyrst uppgötvaður þegar hann fékk að semja tónlist fyrir b-myndirnar, “Run Home Slow”, sem gerð var af enskukennaranum hans og svo “The Worlds Greatest Sinner”. En fyrir þá seinni setti hann saman 52-búta sinfoníu.
En Zappa hafði einnig gamað af því að hafa áhorfendur og það var augljóslega ekki að gerast meðan hann var að sulla í einverju sinfónínu kjaftæði, svo hann byrjaði að flytja sig hægt og rólega yfir í rokkið. Tónlist hans fór svo fljótt að koma fram í ýmsum hljómsveitum sem hann stofnaði líkt og The Muthers, Soul Giants og Captain Glasspack and His Magic Mufflers. Hann spilaði einnig í popp óperunni “I Was a Teenage Maltshop” sem var leikstýrt af gömlum skólafélaga hans Don Van Vliet, sem seinna varð þekktur sem Captain Beefheart. Ekki löngu eftir það var nafninu Captain Glasspack and His Magic Mufflers breytt í The Mothers á sjálfan mæðradaginn árið 1964. “Of Invention” partinum var síðan bætt við stuttu seinna plötufyrirtækinu MGM.
Jafnvel á miðjum sjöunda áratugnum voru The Mother of Invention “underground” hljómsveit sem enn átti eftir að kynnast vinsældunum. Árið 1966 gáfu þeir út sína fyrstu plötu og fékk hún nafnið, “Freak Out”.
The Mothers fylgdu þeirri plötu eftir með ekki síðri plötu, “Absolutely Free”. Þess má til gamans geta að lag af þeirri plötu, “Plastic People” varð nokkurskonar þjóðsöngur í tékkneska undergroundinu. Annað vinsælt lag af þeirri plötu, lagið “We´re only in it for the Money” varð aðallega vinsælt meðal hippa í Bandaríkjunum sem voru að sjálfsögðu þeirra aðal aðdáendur.
Nú var stefnan sett á að slá í gegn í Mið-Ameríku og þeir gerðu það með lögum eins og “Brown Shoes don´t make it” og “Who are the Brain Police?”.
Nú hoppum við nokkra mánuði fram í tímann, nánar tiltekið sex, og tölum um að Zappa aðalhöfuð hljómsveitarinnar, var farinn að verða mjög pirraður og sýndi það sig í árið 1968 í laginu “Cruisin with Ruben and the Jets” þar sem The Mother sýndu hverskonar egóistar þeir voru, og þá sérstakleg Zappa. Plötusala með Mæðranna fór einnig lækkandi og live tónlist fór versnandi og áhorfendum fækkuðu. Rokk maestroið, þ.e.a.s. Zappa var heldur ekki ánægður með það hvað þeir voru farnir að græða lítið. Þar var auðvitað ekkert lítið í daglegu tali en samt nokkuð minna en þeir voru að fá eftir fyrstu tvær plöturnar. Ég varð þreyttur á að spila fyrir fólk sem klappar af röngum ástæðum, sagði Zappa eitt sinn í viðtali. Hann fór svo frá hljómsveitinni árið 1970, tímabundið að minnsta kosti og byrjaði að túra undir sínu eigin nafni.
Þó að Zappa hataði fólk sem sagði að hann hafi samið sína bestu tónlist með The Mothers þá var hann þegar hér er komið við sögu nokkuð sammála þeim.
Hann reif svo upp úr þeim hugsanahætti og gaf út plötuna “Road Ladies”, en þetta var árið 1970. Sú plata fékk ekki góða dóma hjá aðdáendum hans og missti hann nokkra með henni. Á eftir þeirri plötu fylgdu lög eins og “Dinah-Moe Humm”, sem er um konu sem sagðist ekki geta fengið fullnægingu, eins gáfulega og það hljómar, “Illinois Enema Bandit”(sönn saga) og eitt af mínum uppáhalds Zappa lögum, “Don´t eat the yellow snow”, sem var gefið út árið 1974.
Þetta síðastnefnda átti svo eftir að verða fyrsti topp-tíu singullinn sem Zappa gaf frá sér. Nokkrir af öðrum smellum Zappa sem hljóma u.þ.b. jafn heimskulega eru, annað af upáhalds Zappa lögunum mínum, “Dancin Fool”, sem gefið var út 1979 og “Valley Girl”, 1982. Það síðarnefnda innihélt söng frá 14 ára dóttir hans, Moon. Nöfn hinna barna hans eru vægast sagt jafn furðuleg en þau heita Dweezil, Ahmet Rodan og Diva. Zappa var alltaf viss um að þau minndu koma sér í vandræði út af eftirnafni sínu.
Burtséð frá því var hans eigin nafn nú orðið alræmt í tónlistarsögunni og var Frank Zappa oft talinn brautryðjandi í stafrænni upttökutækkni. Hann var skólabókardæmi um það sem maður stefnir á að verða ef maður er tónlistarmaður.
Nú var kominn sá tími þar sem plötufyrirtæki voru farinn að gefa viðskiptavinum sínum meira sjálfstæði og sýndi það sig hjá tónlistarmönnum eins og Alice Cooper, Captain Beefheart, GTO´s, Tim Buckley og svo Frank Zappa en þeir eru allir taldir vera brautryðjendur í hinum ýmsustu fögum.
Zappa, sem oft var vanmetinn sem gítarleikari gaf svo út live plötuna “Shut Up and Play Your Guitar”, sem jók aðeins virðinguna sem hann fékk fyrir að vera eins góður gítarleikari og hann var þrátt fyrir að hafi aldrei verið litið á hann sem heimsklassa gítarleikara og brautryðjanda í gítarleik, sem hann var.
Hann eyddi mikið svo af síðustu átta árunum að stjórna endurútgáfum á gömlum plötum.
Tel ég það nú nokkuð óþarft að vera með einhverjar frekari málalengingar með því að segja frá einhverjum leiðinlegum verðlaunum og sinfóníum og því hef ákveðið að enda þessa grein í þessum orðum.
Ójá, fyrir þá sem ekki vita það þá dó Frank Zappa árið 1993.

Takk fyrir lesturinn.

Heimildaskrá:
Hotshotdigital.com
Wikipedia.org