Tull tengdir rætur sínar við breska blús meistara sjöunda áratugarins. Ian Anderson (f. 10 ágúst, 1947) flutti til Blackburn þegar hann var 12 ára . Fyrsta hljómsveitin hans hét “The Blades”, nefnt eftir klúbbi um James Bond, með Michael Stephens á gítar, Jeffrey Hammond-Hammond (f. 30 júlí 1946) á bassa og John Evans (f. 28 mars 1948) á hljómborð, þeir spiluðu blöndu af djasslegum blús og soul dans tónlist á “the northen club district” Árið 1965 breyttu þeir nafni hljómsveitarinnar í “The John Evan Band (Evan hafði látið s-ið aftast í eftirnafni sínu fjúka samkvæmt ráði Jeffrey Hammond-Hammond) en seinna breyttist nafnið í John Evan Smash. Í lok ársins 1967 hafði Glenn Cornick (f. 24 apríl 1947) komið í stað Hammond-Hammond á bassa. Hljómsveitin flutti til Luton til að komast nær London, miðju breska blúsiðnaðarsins, og hljómsveitin byrjaði að falla í sundur, þegar Anderson og Cornick hittu gítarleikarann/söngvarann Mick Abrahams (f. 7 apríl 1943) og trommarann Clive Bunker (f. 12 desember 1946) sem höfðu áður spilað saman í “The Toggery Five” en voru núna meðlimir blúsbands sem hét “McGregors Engine”.
Í desember árið 1967 ákváðu þeir fjórir(Abrahams, Bunker, Anderson og Cornick) að stofna hljómsveit saman. Þeir byrjuðu á því að spila tvo tónleika á viku, prófandi ný nöfn, þar á meðal “Navy Blue” og “Bag of Blues”. Eitt nafnana sem þeir notuðu var “Jethro Tull”, fengið að láni frá átjándu aldar bónda/uppfinnigarmanni, sannaði sig sem vinsælt og minnisstætt, og það hélst. Í byrjun ársins 1968 gáfu þeir út lagið “Sunshine Day” sem var gefið út af “MGM records” en þar var nafn hljómsveitarinnar vitlaust, eða “Jethro Toe”. Lagið varð ekki vinsælt, en hljómsveitin byrjaði samt að spila reglulega á “the Marquee Club” í London og urðu mjög vinsælir.
Seint að vori árið 1968, komu umboðsmennirnir Terry Ellis og Chris Wright (sem seinna stofnaði “Chrysalis records”) fyrst með þá hugmynd um að Anderson ætti að hætta flautuleiknum, og leyfa Mick Abrahams að taka miðju sviðsins. Á sama tíma voru mikið af blús áhugamönnum sem tóku blásturshljóðfæri bara ekki í mál, sérstaklega ekki flautu. Abrahams var ákafur blúsáhugamaður sem “ædolæsaði” breska blús goðið “Alexis Korner”, og hann var að reyna að ýta hljómsveitinni í átt að meiri venjulegum blús, sem setti hann og gítarinn hans fremst. Eins og það kom út , höfðu þeir báðir rétt fyrir sér. Skynsemi Abrahams í blús var óaðfinnanleg, en bresku aðdáendur blúsins gátu ekki lyft Jethro Tull hærra en að vera skemmtiatriði á klúbbum. Framkoma Andersons á sviði, hoppandi um í illaförnum frakka og standandi á einum fæti á meðan hann spilaði á flautuna, og notkun hans á folk, djass og blús, gáfu hljómsveitinni möguleika á fleiri aðdáendum og mjög þarfa umfjöllun hjá fjölmiðlum.
Þeir opnuðu tónleika fyrir “Pink Floyd” 29 júní árið 1968, á fyrstu ókeypis rokk hátíð í Hyde Park í London, og í ágúst áttu þeir “Sunbury Jazz & Blues” hátíðina. Í lok sumarsins, voru þeir komnir með upptökusamning hjá “Island Records”. Fyrsta platan var gefin út í nóvember. Nú var Anderson allsráðandi á sviði, og í enda mánaðarsins hætti Abrahams í hljómsveitinni. Hljómsveitin fór í gegnum tvo eins fljóta í hljómsveitina og úr henni, framtíðar gítarleikari “Black Sabbath” Tony Iommy (sem var í Tull í viku, nógu lengi til að koma fram á “Rolling Stones Rock N’ Roll Circus) og Davy O’List, fyrrum gítarleikari “The Nice”. En loksins kom Martin Barre (f. 17 nóvember 1946) fyrrum arkitektúrsnemi, í leitirnar og var valinn sem staðgengill Abrahams.
Það var ekki fyrr en í Apríl 1969 þegar “This Way” var gefin út í Bandaríkjunum.
Kaldhæðnislega, fyrsta litla alda Amerískra aðdáenda Jethro voru að hlusta á hljómsveit sem hafði núþegar skipt stórlega um hljóm – í Maí 1969. Fyrsta upptaka Barre með hljómsveitinni, “Living In The Past” lenti í þriðja sæti á breska topp listanum. Hljómsveitin spilaði á mörgum hátíðum þetta sumar, þar á meðal “Newport Jazz Festival”. Næsta platan þeirra, “Stand Up” þar sem allt efnið var samið af Ian Anderson (nema “Bourre” sem var samið af Johann Sebastian Bach), komst í fyrsta sæti í Englandi mánuði eftir að hún var gefin út. Stand Up var líka með fyrsta sinfoníu laginu eftir Jethro Tull – “Reasons For Waiting” þar sem sinfoníustjóri var David Palmer, maður sem útskrifaðist úr “The Royal Acadamy of Music”
“Sweet Dream” sem var gefið út í nóvember, fór upp i sjöunda sæti í Englandi, og var fyrsta útgáfa hljómsveitarinnar frá plötufyrirtækinu sem Wright og Ellis höfði stofnað, eða “Chrysalis records”. Næsta “singelið” þeirra, “The With’s Promise” komst i fjórða sæti í Englandi. Næsta plata hljómsveitarinnar, “Benefit” , merkti það að þeir myndu ekki aftur gefa frá sér blús lög, og einnig að vinur Andersons um mikinn tíma og fyrrum hljómsveitar meðlimur John Evan kom í hljómsveitina. Benefit lenti í þriðja sæti í Englandi, en það sem skipti meira máli var að hún lenti í 11 sæti í Bandaríkjunum, og lögin, þar á meðal “Nothing Easy” og “Sossity, You Are A Woman” urðu aðalatriði í sviðsframkomu hjá Jethro. Snemma í júlí 1970, spilaði hljómsveitin með Jimi Hendrix, B.B King og Johnny Winter á “The Atlanta Pop Festival” í Byron, Georgia fyrir framan 200.000 manns.
Byrði betri