Jimi Hendrix sagan Hluti 1 Árið 1942, 27 . nóvember fæddist Johnny Allen Hendrix í Seattle, Washington. Seinna var nafni hans breytt í James Marshall Hendrix sem varð að einum mesta gítarsnillingi sem hefur stigið á jörðina.

Á sínum fyrstu árum æskunnar var hann aðallega alinn upp af mömmu sinni á meðan pabbi hans var að berjast í Kóreu. Mamma hans, Lucille var aðeins 15 ára þegar hún kynntist Al Hendrix ( föður Jimis) og 16 ára þegar hún fæddi James. Síðan fæddu þau þrjú önnur börn Leon, Joseph og Cathy Ira.

Al og Lucille Hendrix skildu og stuttu seinna dó Lucille þegar Jimi var aðeins 15 ára gamall.

Jimi langaði alltaf að spila á gítar því að fyrirmynd hans var kóngur rokksins, Elvis Presley. Þegar Jimi var 15 ára gaf pabbi hans ukilele með aðeins einum streng og svo stuttu eftir það gaf hann honum ódýran kassagítar. Þá gekk Jimi í sína fyrstu hljómsveit , The Velvetons og spilaði á kassagítar þar. Þegar Jimi fær rafmagnsgítar frá föður sínum gengur hann í aðra hljómsveit “Rocking Kings” sem verður seinna að “Thomas & the Tomcats”. Þegar Jimi var um 17 ára aldur gat hann spilað næstum allt á gítar.

Árið 1960 hættir Jimi í skóla án þess að útskrifast og gengur í herinn. Aðeins 17 ára gamall var hann í bandaríska fallhlífahernum en meiddist svo og var látin hætta í hernum.

Jimi stofnaði nokkrar hljómsveitir með herfélaga sínum Billy Cox eins og “The King Kasuals”. Eftir það var hann á tónlistarferðalagi með mörgum þekktum tónlistarmönnum eins og “The Isley brothers”, “Little Richard” við að spila á “bakraddar” gítar.

Svo árið 1966 stofnaði hann sína eigin hljómsveit “Rainflowers” en varð svo að “Jimmy James and the Blues Flames”.

Linda Keith, kærasta Keith Richards, sá Hendrix spila í Manhattan og fékk Andrew Oldham til að líta á hann. Oldham var ekki sáttur og þá náði Linda í Chas Chandler, bassaleikara í “Animals”,
. Chandler er mjög hrifinn af Jimi og flýgur með hann til London og sama kvöldið spilar Jimi í fyrsta skiptið opinberlega í London.

1966 var The Jimi Hendrix Expereince stofnuð með Jimi sem söngvara og gítarleikara, Noel Redding á bassanum og Mitch Mitchell á trommunum.

ég ætla að hafa ævisögu Jimi Hendrix í tvemur pörtum því að þetta er löng saga.