John Alec Entwistle sem er örugglega mest þekktastur fyrir að vera bassaleikarin rokkgrúppunar The Who fæddist 9. Október 1944, í Chiswick í englandi og á sama afmælisdag og góður félagi hans, John Lennon. John Entwistle gekk í sama skóla og Pete Townshend stofnandi The High Numbers(sem varð seinna The Who). John Entwistle gekk í band Pete's þegar þeir voru 16-17 ára kom Roger Daltrey í bandið sem gítarleikarin núme tvö og söngvari. Roger nenndi ekki að læra á gítarinn og ákvað að gerast einungis söngvari. John fannst alltaf bassin vera aðalhljóðfærið í hljómsveitum og vildi sýna heiminum að bassinn væri mesta og besta hljóðfæri í heimi.
The High Numbers vantaði nú trommara og nýtt nafn annað en The High Numbers. Þeir héldu áheyrnarprufur og trommarinn knári Keith Moon varð valinn. Nafnið The Who var líka valið. John notaði sína miklu hæfni á bassan til góðs, þó hann hafi farið í tónlistarskóla hjálpaði sú menntun honum ekkert, hann fór þangað og lærði á Píanó og trompet. John fór mest fram í hljóðfæraleik af The Who. Eftir fyrstu smáskífu The Who sem kom út 1965(I Cant Explain) var hann orðin svo rosalega fær á hljóðfærið að honum fannst hann of góður fyrir The Who og vildi yfirgefa bandið en hann var með þeim á næstu smáskífu þeirra Anyway, Anyhow, Anywhere.
John ætlaði að yfirgefa The Who seint árið 1965 en Pete samdi lag sem John gat ekki hafnað að spila My Generation, John tók laginu sem áskorun. Hlustiði bara á allan bassan í laginu, hvað John er fær á hljóðfærið. Fyrsta breiðskífa The Who kom síðan út, The Who Sings My Generation. John ætlaði náttúrulega að hætta aftur en Pete samdi lag með bassasólói, Substitute.
Boris The Spider var allra fyrsta lag John's, skrýtið að hann gerði það ekki flóknara en það er. John gifti sig heldur aldrei, né eignaðist kærustu heldur flakkaði hann á milli grúuppíana. Hann var mikið á eiturlyfjum og notaði þau alveg þangað til hann dó(Þau drógu hann til dauða). John sagði altaf um Keith “ Hann elskar Trommunar sínar svo mikið að það er sjúklegt”. En ef við tölum um John sem lagahöfund er hann alveg jafn góður og Townshend þó svo Townshend semur meira. Lög eftir John einsog The Whiskey Man og My Wife(sem er uppáhalds Entwistle lagið mitt) eru öll sömul snilldarverk og alveg jafn góð og mörg lög Pete's.
Þarsem Entwistle samdi ekki mikið efni fyrir Who er að því hann notaði allt sitt efni á sólóplötum, reyndar hjálpaði hann Pete með mörg lög á Tommy.
Fyrsta sólóplata John's Smash Your Head Against The Wall(1971), er örugglega hans besta plata. Reyndar hef ég ekki heyrt þær allar en þessi er mjög góð. Næsta plata hans hét Whistle Rhymes(1972) og síðan Rigor Mortis Sets(1973). Næsta plata hans Too Late The Hero kom ekki út fyrr en 1980.
Keith Moon og hann urðu mjög góðir félagar. En Keith dó því miður 1978. Seinasta Who lag Keith's var Who Are You, en þar er bassinn hjá John mjög öflugur í byrjun lagsins. Svo næstu tvö seinustu albúm the Who Face Dances og Its Hard urðu til þess að Farewell Tour var gerður 1982 og The Who kvöddu með stæl ef svo má segja, því þeir komu aftur saman 1989 og svo aftur 1996, einu ári eftir að The Best Of John Entwistle kom út. 1997 átti að koma út albúm sem meðal annars Godfrey Townshend og Gordon Cotton spiluðu á. kom ekki út fyrr en 1999 og þá fór John í tónleikaferðalag árið 2002, en hann dó því miður 57 ára að aldri, eftir tónleika númer tvö. Hann fannst látinn í hótelherbergiinu sínu. Dánarorsök voru of stór skammtur af kókaíni sem varð til þess að hjarta hans stoppaði.
Tónlist John's hefur lifað og á eftir að lifa, sérstaklega músík The Who. Þessi grein er tileinkuð John Entwistle(9 Oktober 1944 - 27 Júní 2002)