Jim Morrison Part 2 hér er framhaldið af fyrri greinini

Á virkum dögum var hann í skólanum eins og allir aðrir en um helgar fór hann til Venice Beach til að skrifa ljóð. Ljóðin sem hann skrifaði þarna voru seinna sett saman í hefti sem hetir The Lords and The New Creatures. Á ströndini lá hann líka og las Jung og Dylan Thomas. Það var þarna þegar hann byrjaði fyrst að fikta við eiturlyf ( aðallega marijuana). Á ströndini kynntist hann einnig Ray Manzerek og þeir ákváðu að stofna The Doors. Jim útskrifast árið 1965 úr UCLA með Bachelors gráðu í Kvikmyndalist, og byrjaði að einbeita sér að tónlistinni í The Doors. Á sama ári byrjuðu The Doors að ferðast um í leit af vinnu og spiluðu á hvaða bar sem gaf leyfi. Jim kynntist Pamelu Courson á þessu ferðalagi þeirra og hún er ein af tveim mikilvægustu konum í lífi hans. Hann kallaði hana samt alltaf “soul mate” eða sálufélagi á góðri íslensku. The Doors urðu mjög vinsælir á árunum 1964 – 1970 og frægð þeirra varð alltaf meiri og meiri alveg eins og fíkn Jim´s á áfengi og eiturlyfjum.

Árin 1964 -1970 voru ekki bara eiturlyf og tónlist heldur var þetta skemmtilegasti tími lífs hans. Þá kemur að því að Morrison kynnist seinni mikilvægu konunni í lífi sínu, Patricia Kennealy. Það var hún sem hann loks giftist í júní 1970. Morrison og Kennealy náðu með ástarsambandi sínu að halda eiturlyfjafíkn hans niðri. Kennealy skrifar seinna í bókinni “Strange Days: My Life with and without Jim Morrison” að Jim héldi sig bara við Pamelu því að hún leyfði honum að nota eiturlyf. Kennealy segist líka hafa þekkt alvöru Jim, rólega, feimna og hljóðláta Jim, ekki æstan eiturlyfjanotenda. Þrátt fyrir ást Kennealy og Jim’s ákvað Jim 1970 að stinga af með Pamelu til París.

Hann flúði Til París því hann vildi flýja frægðina sem söngvari í The Doors, fannst hann ekki vera tekinn nógu alvarlega í ljóðlist sinni. París bauð honum frið. Það var líka heimkynni Arthur Rimbraud´s sem var einn mesti innblástur hans í ljóðlist. Hann vonaði að þetta nýja umhverfi myndi hjálpa honum að finna sjálfan sig og gefa honum innblástur til að skrifa ný og betri ljóð. Því miður fann hann aldrei þennan innblástur og náði aldrei markmiðum sínum. Hann sökk meira og meira í þunglyndi þar til 3 julí 1971 þegar hann finnst dáinn í baðinu heima hjá þeim Pamelu. Lík hans er grafið í Pére Lachaise kirkjugarðinum í París.

Þrátt fyrir kringumstæðurnar við dauða Morrison’s hefur verið mikið rætt að dauði Jim’s hafi verið Pamelu að kenna. Í bók eftir Kennealy og bók Jerry Hopkins The Lizard King: Essential of Jim Morrison er sagt þannig frá. Hvort sem hún hafi verið í vímu sjálf eða ekki, leyfði hún Jim að taka of stóran skammt af Heróíni, sem hann hélt að væri kókaín. Svona stór skammtur af eiturlyfi sem hann hefur ekki notað áður leiddi hann til dauða. Það setti likama hans í ákveðið áfall sem varð að hjartaáfalli sem drap hann. Jim Morrison dó 27 ára gamall.

Árið 1991 gerir síðan Olive Stone mynd um Jim Morrison sem hét einfaldlega The Doors. Myndin þótti frekar vel gerð, þótt að það séu margar staðreyndavillur í henni, enda er Oliver Stone þekktur fyrir að hagræða hlutunum. Hún nær samt alveg flestu sem gerðist í ævi Morrison’s.

Þetta er nú samt bara stutt ágrip af ævi Jim Morrisons. Það gerðist svo miklu meira merkilegt í lífi hans sem einfaldlega var ekki pláss til að segja frá. The Doors hafa haft mikil áhrif á rokk menninguna og eru til margar hljómsveitir sem hafa verið undir áhrifum þeirra. Fyrsta bókin hans “The lords of the new creatures” var gefinn út af Simon and Schusters árið 1971. Áður hafði hann skrifað bókina “An American prayer” sem var prentuð árið 1970 en kom ekki út fyrr en 1978. Kona hans Pamela Courson Morrison dó af of miklu magni af heróini 25 april 1974. Seinna var gefinn út bókin “Wilderness: the lost writing of Jim Morrison” árið 1989.



TAKK fyrir mig
———————–
Sticking feathers up your but does not make you a chicken
Tyler Durdan- fight club

Whenever people agree with me I always feel I must be wrong.
Oscar Wilde.

Living is easy with eyes closed, misunderstanding all you see. –John Lennon (1940-80) “The Beatles”: Strawberry Fields Foreve