King Crimson: 1968-1974
Í þessari grein geri ég grein fyrir progghljómsveitinni King Crimson á tímabilinu 1968 til 1974, eða frá hún var stofnuð þangað til þeir luku gullaldarskeiði sínu með plötunni ‘Red’.
Sveitin var sofnuð af ‘Robert Fripp’ (gítar) og ‘Michael Giles’ (trommur) 1968. Nafnið ‘King Crimson’ er samheiti yfir Beelzebub, eða “prince of demons”. Sveitin spilar svokallað progg rokk, eða “progressive rock”, sem er blanda af jazz fusion, metal, klassík, sýru-, psychedelic- og experimental tónlist. Proggið einkennist af löngum lögum (oft um 20 mínútur), illskiljanlegum og skrítnum textum, óvenjulegum skölum og “time signatures”, sólóum fyrir hin ýmsu hljóðfæri, “concept” plötum og fleiru.
Tímamótaplatan ‘In the Court of the Crimson King’ (1969) er af mörgum talin fyrsta proggplatan og ein sú besta sem nokkurn tíman hefur verið gerð. Á plötunni spila auk ‘Giles’ og ‘Fripp’: ‘Greg Lake’ (bassi og söngur), ‘Peter Sinfield’ (textasmiður og lýsing) og ‘Ian McDonald’ (hljómborð og lagahöfundur). Eftir að hún kom út vildu margar aðrar hljómsveitir gera tónlist í eins stíl, þ.á m. ‘Pink Floyd’, ‘Yes’, ‘Rush’ og ‘Jethro Tull’.
Sveitin einkenndist af óstöðugri meðlimaskipan en á síðasta þremur plötunum voru þó ‘Fripp’, ‘John Wetton’ (bassi og söngur) og ‘Bill Bruford’ (trommur) alltaf saman auk annarra hjálparmanna. Eftir ‘Red’, sem persónulega er mín uppáhalds plata með þeim, fullyrti ‘Fripp’ að ‘King Crimson’ væri endanlega hætt, “King Crimson is completely over for ever and ever,” en svo varð ekki raunin.
‘King Crimson’ er mesti brautryðjandi proggrokksins og er án vafa ein af topp fimm bestu proggsveitunum. Ef einhver er betri er það mögulega ‘Yes’. Sem dæmi um áhugaverð lög má t.d. nefna ‘Starless’, ‘Red’ og ‘21st Century Schizoid Man’.
Plötur á árunum 1968-1974:
In the Court of the Crimson King (1969)
In the Wake of Poseidon (1970)
Lizard (1970)
Islands (1971)
Larks' Tongues in Aspic (1973)
Starless and Bible Black (1974)
Red (1974)