Deep Purple
Hér að neðan verður fjallað um sögu þessarar litríku og merku rokksveitar.
Hljómsveitin Deep Purple var stofnuð í Hertford á Englandi árið 1968 af þeim Ritchie Blackmore gítarleikara, Jon Lord hljómborðsleikara, Ian Paice trommuleikara, Nick Simper bassaleikara og Rod evans söngvara. Á meðan hljómsveitin var skipuð þessum einstaklingum gaf hún frá sér þrjár plötur: 1968 ,,Shades of Deep Purple”, á henni eru meðal annars lögin ,,Help”, ,,Hey joe”, ,,I´m so glad” og lagið ,,Hush”. 1969,,The book og Taliesyn á henni eru meðal annars lögin: ,,Kentucky woman”, ,,We can work it out” og ,,River deep mountain high”. 1969 ,,Deep Purple” sem fékk mjög góða dóma gagngrínenda.
Það fór ekki á milli mála að þarna voru hæfileikaríkir menn á ferð, sem stóðu þó á krossgötum þegar þarna var komið við sögu. Blackmore, Lord og Paice langaði að halda í átt að meiri hávaða og aggressivheita, og töldu Rod Evans ekki nógu kraftmikinn söngvara til að ráða við þær breytingar, einnig fannst þeim bassaleikur Nick Simper full gamaldags, þeir tóku því ákvörðun um að láta þá fara. Ráðnir eru: Ian Gillian söngvari og Roger Glover bassaleikari.
Plötuútgáfur þeirra voru: 1969 ,,Concerto for group and orchestra”. 1970 ,,In Rock” með slögurum eins og ,,Speed king”, ,,into the fire” og hið sígilda lag ,,Child in time”. Þarna fer boltinn virkilega að rúlla fyrir alvöru og mestu velgengnis ár sveitarinnar fara í hönd. 1971 ,,Fireball”, sem inniheldur frábær lög eins og ,,Demons’s eye”, ,,fools”, og hið kraftmikla titilag ,,Fireball”. 1972 ,,Machine head”, sem hefur verið titluð sem ein af albestu hljómplötum rokksögunar, sem inniheldur meðal annars lögin ,,Highway Star”, ,,Maybe i´m a Leo” og ,,When a blind man cries”. 1972 ,,MADE IN JAPAN”, ein magnaðasta tónleikaplata sem út hefur komið.
Þarna standa þeir félagar á hátindi frægðar sinnar sem ein besta rokksveit veraldar, Og eins og altalað er, þá er kalt á tindinum, brestir fóru að koma í samstarfið.1973 ,,Who do we think we are”, þar má nefna lög eins og ,,Woman from Tokyo”, ,,Mary Long” og ,,Super Truper”.
Nú verða enn sviptingar hjá sveitinni þar sem sköpunarágreiningur kemur upp á milli þeirra Blackmore og Gillan, sem verður síðan til þess að Gillan ákveður að fara. Glover fer síðan í kjölfarið. Nú standa þeir í sömu sporum og fyrir fjórum árum áður, vantar bæði söngvara og bassaleikara. David Coverdale söngvari og Glenn Hughes bassaleikari og söngvari ganga til liðs við sveitina, þriðja útgáfa Deep Purple er fædd. Með þeim fæðast eftirfarandi plötur: 1974 ,,Burn” sem inniheldur annars lög eins og ,,Might just take your life”, ,,Burn”, og ,,Sail away”. 1974 ,,Stormbringer”, Sem inniheldur meðal annars lög eins og ,,The Gypsy”, ,,Ladydouble dealer” og ballöðuna vinsælu ,,Soldier of Fortune”. Eftir útkomu ,,Stormbringer” hættir Blackmore og í staðin fyrir Blackmore er ráðinn lítt þektur Bandaríkjamaður, Tommy Bolin.
Þessi fjórða útgáfa Deep Purple gaf einungis frá sér eina plötu, ,,Come taste the band”. Allar þessar breytingar voru farnar að taka sinn toll og þegar hér er komið við sögu er greinlilega komin þreyta í mannskapinn. Það var því eiginlega sjálfgefið að sveitin hætti á þessum tímapunkti árið 1976. Svo er það árið 1984 sem ákveðið er að endureysa hina klassísku MK2 útgáfu af Deep Purple. Og eftir það komu út plötur eins og: 1984 ,,Perfect Strangers, með lögum eins og ,,Knocking at your back door” og ,,Gypsy´s kiss”. 1987 ,,House of blue light”, 1990 ,,Slavers and masters”, 1992 ,,The battle rages on”, 1996 ,,Purpendicular, Þar má m.a. finna lagið ,,Sometimes I feel like screaming”. 1998 ,,Abandon” og 1999 ,,Live at royal albert hall”
Þrátt fyrir ótal mannbreytingar og erjur er þessi margreynda hljomsveit ennþá lifandi og við þokkalega heilsu og í henni eru þeir: Ian gillan söngvari, Ian Paice trommuleikari, Steve Morse gítarleikari, Roger Glover bassaleikari og Don Airey hljómborðsleikari.
Og svo vanntar fullt af einum bestu lögum Deep Purple eins og t.d. ,,Black Knight”, ,,Smoke on the water” og ,,Strange kind of woman” og þessi lög eiga sér nú einhverja sögu nema ég veit ekki hvort að Black Knight eigi sér einhveja sögu en hin tvö eiga sér sögu og það má einhver annar skrifa grein eða kork um það.