Ef ég ætti að lýsa tilfinningu minni með einu orði, þegar ég hlusta á lagið “Brúðkaupsvísur” með Þursaflokknum þá væri það orðið, þjóðarstollt!
Já, þjóðarstollt. Ég fyllist þvílíku þjóðarstollti og ímynda mér alltaf, forfeður mína með mjöð í horni og syngja og tralla með.
Þursaflokkurinn er hljómsveitin sem ég ætla að kynna fyrir ykkur, með Agli Ólafssyni í farabroddi.
Ég ætla að rýna ofaní tímann 1978- 1979 með þeim félögum.
Þursaflokkurinn var stofnaður í byrjun árs 1978, eftir að Egill sagði skilið við Spilverkið.
Margir þóttu Egill vera mjög bjartsýnann, að hætta í Spilverkinu og stofna Þursaflokkinn. En þetta var það sem hann vildi og draumur hanns var að spila tónlist úr fortíðinni, og varð það að veruleika.
Með Agli í för voru þeir Þórður Árnasson gítarleikari, Tómas Tómasson bassaleikari, Ásgeir Óskarsson trommari sem kom úr hljómsveitinni “Póker” og fagott- og snildar bumbuleikarinn Rúnar Vilbertsson sem kom úr dægurlaga hljómsveitinni “BG og Ingibjörg”.
Á fyrstu plötum Þursanna notaði Egill þjóðþekkta texta, úr bókinni “Íslensk þjóðlög” sem kom fyrst út 1909. Í bókinni hafði séra Bjarni Þorsteinsson safnað saman gömlum íslenskum lögum.
Fyrsta plata Þursana kom svo út í nóvember 1978, sá tími þegar diskóið réð ríkjum. Og heitir hún “Hinn íslenzki Þursaflokkur”. Á þeirri plötu eru t.d lögin “Einsetumaður einu sinni”, “Stóðum tvö í túni” og “Nútíminn”. Tónlistin sjálf á þessari plötu var svo sem nútímaleg að sjálfu sér, fyrir utan fagottinn sem Rúnar fór á kostum og gaf þennann gamla blæ. Einnig söng Egill með þessari skemmtilegu fornaldar tilfiningu í röddinni.
Um haustið ‘78 slóst svo orgelmeistarinn Karl Sighvatsson með í hópinn.
Karl var maður sem byrjaði og hætti í hljómsveuitum þegar honum sýndist, og var hann meðal annars í böndum eins og “Flowers” og “Trúbrot”.
Margir sögðu að Karl ætti vel heima í Þursunum og setti hann stórann svip á tónlist þeirra.
Þegar þarna var komið við sögu, ætluðu þursarnir að fara að túra um landið og sanna að það væri hægt með frumsamið efni og það tókst. Áður fyrr höfðu Þursarnir bara spilað á skólaskemmtunum og því um líku.
Árið eftir, 1979 komu Þursarnir svo með aðra plötu sína “Þursabit” sem þótti alls ekki síðri en sú fyrsta. Textarnir á þessari plötu voru einkum meira um einkennilega utangarðsmenn úr íslenskri menningu. Og er þá verið að tala um furðufugla eins og Leirulækjar- Fúsa, Æra- Tobba og krypplinginn Guðmund Bergþórsson.
Dæmi um snildar lög á þessari plötu eru t.d “Sigtryggur vann”, “Brúðkaupsvísur” og “Skriftagangur”.
Agli sárnaði verulega menningarleysið og sagðist hann meira að segja vilja gera diskótekin þjóðleg. Sagði Egill “Því ekki að innleiða þjóðleg skemmtiatriði, eins og til dæmis glímu?” í dagblaðið 1979.
Einnig gerðu Þursarnir mikið grín af “Grease” æðinu, sem spratt upp á þessum tíma.
Og baunuð þeir mikið á HLH flokkinn sem hafði tekið sér þá stefnu að stæla ameríska koppafeitistónlist.
Ég ákvað að taka þursaflokkinn vegna þess að ég hef lengi haft mikið dálæti af þessari hljómsveit.
Ég byrjaði einnig ekki að fíla hann Egil fyrr en ég heyrði í Þursunum. Mín skoðun á Stuðmönnum er sú að mér finnst voða lítið varið í tónlistina og of mikil peningalykt af þessu hjá þeim.
Önnur ástæða fyrir því að ég er að kynna þá félaga, er sú að mér finnst unga kynslóðin mjög lítið búin að skoða svona tónlist. Og mig langar að opna eyru þeirra fyrir þessari tónlist.
Heimildir:
Gestur Guðmundsson. 1990. Rokksaga Íslands frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna.
Forlagið. Reykjavík.
Gunnar Lárus Hjálmarsson. 2001. Eru ekki allir í stuði? Rokk á íslandi á síðustu öld.
Forlagið. Reykjavík.