Saga
The Clash voru stofnaðir 1977 af Mick Jones og Paul Simono, seinna kom Joe Strummer inn í bandið, Síðan kom Trommarinn Terry Chimes(Sem átti seinna eftir að tromma í hljomsveit Johnny Rottens PIL).
The Clash voru mjög nánit Sex Pistols og þeir fóru tildæmis með þeim(Sex Pistols) í tónleikaferð(Anarchy In The U.K.) þarsem Sex Pistols voru aðalnúmerið.
Síðan fengu þeir umboðsmann og seinna plötu samning og gáfu út smáskífuna White Riot og voru harðlega gagnrýndir fyrir hana. 1979 kom þriðja plata þeirra út Meistarastykkið London Calling.
Platan náði ekki vinsældum í bandaríkjunum en fékk samt mikla athygli í bretlandi þarsem pönkbylgjan hafði verið að byrja.
Vinsældir Plötunar
í Bandaríkjunum náði platan aðeins í 27 sæti, þeim fannst það frekar slappt og er frekar slappt, í Bretlandi náði hún í 9. sæti, það nægði þeim því þessi plata gerði þá mikið frægari. Það var ein pönk plata sm hafði selst betur og það var Nevermind The Bullocks, eftir The Sex Pistols, sem er bara afar gott hjá þeim. Platan var í 33 vikur á topp tuttugu í Bretlandi.
London Calling(9/10)
1. London Calling:
Lagið er mjög neikvætt, en vel skrifað þannig lagað, The Clash voru þekktir fyrir frumlega texta. Lagið er örugglega frægasta lagið þeirra og er mjög öflugt.
2. Brand New Cadillac(7/10)
Brand New Cadillac er lag sem kom á smáskífu á undan breiðskífuni London Calling. Lagið byrjar svoldið rólega samt
kemur alveg rosalegur söngur, mjög öflugur, á miklum hraða inní lagið. Annars er lagið of stutt, finnst mér.
3. Jimmy Jazz(6/10)
Jimmy Jazz er þunglyndislegt lag og rólegt, en er samt svoldið flott þó það sé það ekki við fyrstu hlustun.
Hateful(4/10)
Ekkert sérstakt lag, þetta er örugglega slakasta lagið á plötuni.
Rudie Cant Fail(5/10)
Fínt Lag, samt ekki neitt voðalegt lag, en fínt.
Spanish Bombs(8/10)
Mjög skemmtilegt lag og grípandi. Það er ekki erfitt að fá þetta á heilan, bara hlusta á það tvisvar í röð.
The Right Profile(6/10)
Þarsem ég er búin að hlusta á þessa plötu svo oft þá er ég bara kominn með leið á laginu. Þetta lag er auðvelt að fá leið á, ef þið vitiðhvaðég á við.
Lost In The Supermarket(6/10)
Mjög skondin titill. Lagið er svona La La, skemmtilegt og ágætt. Þetta er ekki lag sem maður spilar, þegar maður er að velja stök lög af disknum.
Clampdown(8/10)
Mjög öflugt lag, sem gerir það að verkum að þetta opnar nýja vídd af plötuni, því eftir þetta lag er hún orðinn mjög öflug þessi plata.
The Guns Of Brixton(9/10)
Lagið er í “reggístæl” og mjög skemmtilegt og svona fjörugt, þarsem Clash voru að fara mikið útí Reggí og Ska er þetta bara byrjunin á byrjunini. Því það var þarna svona 5, 6 ár þangað til þeir fóru í ska.
Wrong ´Em Boyo(7/10)
Lagið er mjög gott og er held ég svona gott á sinn hátt, ég veit ekki alveg hvernig ég á að orða þetta.
Death Or Glory(8/10)
Snilldar lag! ég hlusta mikið á þetta lag og þetta er ú uppáhaldi hjá mér núna.
Koka Kola(9/10)
Þetta lag er líka svoldið í Reggí eða Ska stíl. En samt mjög skemmtilegt og Ska er mjög skemmtileg tónlist.
The Card Cheat(7/10)
Er ekki að hlusta á þetta lag svo mikið en þá á skilið meiri hlustun en að hlusta á það bara þegar maður er að spila diskinn allan í gegn.
Lover's Rock(7/10)
Gott Lag
Four Horsemen(8/10)
Mjög fínt lag, það sem einkennir þetta lag er trommuslátturinn. Hann heldur laginu uppi.
I'm not Down(7/10)
Þetta er svoldið svona ekki það Pönklegt en passar samt vel inn.
Revolution Rock(9/10)
Ekta Byltinga Rokk, mjög sterkt og gott lag sem gefur enda plötunar þennan flotta hljóm.
Train In Vain(8/10)
Train In Vain er fullkomið lokalag, annars er það mjög gott lag og endar plötuna en lagið segir einhvern veginn að búast megi við meira Pönki frá Clash bráðum.
Annars gef ég plötuni 9/10 í einkunn, því platan er mjög góð og ég hvet alla til þess að hlusta á hana.