Nú ætla ég að skrifa grein um snilldar hljómsveit sem ég var bara rétt núna að eignast disk með.
The Hollies.
Fyrir u.þ.b fjórum áratugum ákváðu félagarnir Tony Clarke og Graham Nash að stofna hljómsveit og ákváðu þeir að þeir sjálfir yrðu aðalsöngvarar þar sem þeir voru búnir að syngja saman síðan í barnaskóla. Þeir fengu þá til liðs við sig þá Tony Hicks á gítar, Eric Haydock á bassa og Don Rathbone var fenginn á trommurnar. Hljómsveitin átti upphaflega að heita The Deltas en vegna mikilla mótmæla nýrra meðlima ákváðu þeir að breyta um nafn og hétu þeir nú The Hollies.
Áður en hljómsveitin fékk nokkuð tækifæri á að slá í gegn hætti Rathbone og kom þá í stað hans trommarinn Bobby Elliot sem áður hafði barið skinnin með hljómsveitinni Shane Fenton & The Fentones.
Fyrsta smáskífa sveitarinnar var nú tilbúinn að líta dagsinns ljós og var hún cover af laginu “(Aint That) Just Like Me”. Þeir náðu að gera það lag vinsælara en það hafði nokkurtíma verið með því að koma því í 25 sæti á Breska topp-hundrað listanum í maí 1963. Því var síðan fylgt eftir af laginu “Searchin” sem komst í tólfta sæti á sama lista. Svo í nóvember 63 gáfu þeir út annað cover, “Stay”, sem var upprunalega spilað af Maurice Williams & The Zodiacs og náði það hvað hæst af þeirra lögum á topp-tíu og komst í áttunda sæti.
Árið 1964 skutust The Hollies upp í stjörnuhimininn með hvern singulinn á fætur öðrum. Það voru lög eins og”Just one Look” sem náði öðru sæti á listanum og “Here I go Again” sem náði fjórða sæti. Svo í júní 1965 náðu The Hollies loksinns fyrsta sæti á listanum og var það með laginu”I´m alive”. Þeir byrjuðu svo árið 1966 með því að gefa frá sér lagið “I can´t let it go” sem náði öðru sæti, “Bus Stop” sem komst í fimmta sæti og að sjálfsögðu”Stop Stop Stop”, þar sem Hicks skipti á gítarnum fyrir banjó. Það lag náði einnig öðru sæti. Um þetta leyti var Eric Haydock komin með nóg af tónlistarbransanum og var þá skipt út fyrir Bernie Calvert á bassa.
“Carnie Anne” komst í þriðja sæti um sumar ástarinnar 67 sem varð þá fimmtánda lag bandsinns sem komst á listann og þeirra tólfta til að komast í topp-tíu. Hingað til hafði hljómsveitin verið að spila að mestu svokallað beat pop en Graham Nash vildi helst af öllum þróa hljómsveitina áfram tónlistarlega. Þessi áhersla sem hann lagði þá um breytingu á tónlistarstíl leiddi svo til tveggja af bestu plötum sveitarinnar, “Evolution” og “Butterfly”. Evolution náði að komast í þrettánda sæti á listanum og Butterfly komst ekki einu sinni á listann. Það er rauninni sind að þessar plötur hafi aldrei fengið þá viðurkenningu sem þær áttu skilið og þegar smáskífan King Midas in Reverse komst bara í átjánda sæti ákváðu The Hollies að fara að gera aftur það sem þeir gerðu best.
Nú var árið 1968 og Graham Nash var enn hrikalega óánægður með lélegan árangur síðustu tveggja platna og það bætti svo ekki úr skák að útgefandi þeirra, Ron Richards, hafði bannað honum að gefa út lagið “Marrakesh Express” þar sem honum fannst vera of langt frá því að vera beat pop. Stuttu seinna hætti svo Nash í hljómsveitinni og fór í staðinn yfir til Stephen Stills og David Crospy og stofnuðu þeir hljómsveitina Crospy Stills & Nash. Þeir gáfu svo sjálfir út “Marrakesh Express”, sem varð svo gríðarlega vinsælt á báðum hliðum Atlantshafsinns.
16 janúar kom svo gítarleikarinn Terry Sylvester inn í hljómsveitina í staðinn fyrir Nash. Fyrsti smellurinn hans með bandinu varð svo lagið “Sorry Suzanne”, sem komst í þriðja sæti á vinsældarlistanum. Svo í október það sama ár kom lagið sem ekki yrði bara þeirra síðasti smellur á þeim áratug heldur varð það lag síðan ein af þeirra mestu klassíkum. Það var lagið “He Ain´t Heavy, He´s My Brother”. Þetta lag var komst svo hæst í þriðja sæti á vinsældarlistanum en var á listanum í heilar fimmtán vikur. Það varð síðan skömmu síðar að svona anthem hjá hljómsveitinni og var spilað á hverjum einustu tónleikum, líkt og t.d. “Highway Star” með Deep Purple. En allaveganna þá varð þetta lag svo frægt að það var síðan coverað af mörgum tónlistarmönnum, þar á með Olivia Newton John og Neil Diamond.
Áttundi áratugurinn var nú að ganga í garð og átti hann eftir að verða nokkuð góður áratugur fyrir hljómsveitina en þó samt aldrei með sama dýrðarljóma og sá sjöundi en samt, eins og ég sagði, nokkuð góður. Árið 1971 varð poppheimurinn svo undrandi þegar Allan Clarke hætti í Hollies til að byrja á sólóferli. Sænski söngvarinn Michael Rickfors var settur í hans stað. Hann var að sjálfsögðu góður söngvari en jafnaðist aldrei á við Clarke þegar komið var að því að taka gömlu slagarana. Þeir gáfu svo stuttu seinna út hittarann “Long Cool Woman In A Black Dress”, sem var upphaflega gefið út á plötunni “Distant Light”. Það var svo sent til Bandaríkjanna sem smáskífa og náði þar miklum vinsældum eða réttara sagt öðru sæti á listanum. Reyndar lenti það litlum þrjátíu sætum neðar í Bretlandi, væntanlega vegna þess að það var mjög ólíkt gömlu Hollies slögurunum. Það var svo nóg til að þeir myndu biðja Clarke að koma aftur í hljómsveitina sem hann svo gerði. Rickfors fór hinsvegar aftur frá hljómsveitinni jafn fljótt og hann hafði komið. Hann snéri aftur til Svíþjóðar og náði þar gríðarlegum vinsældur sem sóló tónlistarmaður.
Árið 1974 kom út lagið “The Air That I Breathe”sem varð vinsælasta lag Hollarana á áttunda áratugnum og náði það öðru sæti. Eftir það hættu smellirnir þrátt fyrir að þá hafi þeir gefið út margt af sínu besta efni. Eins og áður var tónlistin bara ekki í samræmi við tímann.
Níundi áratugurinn byrjaði með látum þegar Terry Sylvester og Bernie Calvert hættu báðir skyndilega í byrjun 81. Í ágúst það sama á kom svo út Greatest Hits diskur með Hollies. Tveim árum síðar var svo Nash kominn aftur í bandið og vann með þeim á plötunni, “What Goes Around”. Einnig spilaði hann með þeim aðeins síðar í amerískum sjónvarpsþætti.
Þrátt fyrir endalaust af “sell out” tónleikum voru plöturnar hjá þeim aldrei alveg nógu góðar, það vantaði alltaf aðeins uppá. Það breyttist svo árið 1988 þegar lagið “He Ain´t Heavy, He´s My Brother” var spilað í vinsælli sjónvarpsauglýsingu. Þeir voru þá hvattir til að gefa lagið út aftur og í þetta sinn tókst þeim það, þeir komu laginu í fyrsta sæti. Ótrúlegt en satt að þetta hafi bara verið annað lag hljómsveitarinnar til að komast í fyrsta sæti á vinsældarlistum.
Jafnvel þótt þeir hafi notið mikilla vinsælda á singles-listum vantaði þeim alltaf hitt á plötumarkaðnum. Þrátt fyrir það hafa fjölmiðlar alltaf tekið The Hollies mjög alvarlega og litið á þá sem mjög stóra og góða hljómsveit, sem hún að sjálfsögðu er. Þeir gáfu síðan út cover af laginu “Poison Ivy” árið 1985 sem var þá að koma út á geisladisk í fyrsta sinn.
Hér erum við svo komin á tíunda áratugin og Clarke, Hicks og Elliot eru ennþá að spila saman fyrir uppseldum húsum. Nú til dags fá þeir reyndar hjálp frá fyrrum bassaleikara Mud Ray Stiles, Ian Parker er á hljómborði og Alan Coates á gítar og góli.
Takk fyrir lesturinn.