Ég ætla að skrifa grein um upphaf Pink Floyd og þeirra “fyrri ár”.
Þegar Syd Barrett eignaðist kassagítar 14 ára gamall byrjaði hann að bjóða vinum sínum heim til sín og þar spiluðu þeir.
Í þeim hóp var 14 ára drengur sem spilaði á gítar að nafni David Gilmour. Hann þótti betri á gítarinn en Syd og mikið hæglátari.
Leiðir þeirra lágu aftur saman árið 1962 þar sem þeir gengu í sama menntaskóla. Þeir urðu miklir félagar og David kenndi Syd sitthvað á gítarinn.
Syd stefndi á myndlist en David gerðist atvinnu gítarleikari og stofnaði tríóið Jokers Wild sem naut ekki mikilla vinsælda.
Þó Syd hafði meiri áhuga á myndlist en tónlist þáði hann boð um að ganga í sína fyrstu hljómsveit, þá 16 ára gamall. Nafni hljómsveitarinn var Geoff Mott and The Mottoes.
Í þeirri hljómsveit spiluðu þeir Roger Waters og Syd Barrett fyrst saman.
Roger hafði verið nágranni Syd á hans yngri árum.
Roger þótti ekki laglegur og var mikill einfari.
Hann var aðalmaðurinn í Rugby liði skólans og mjög metnaðarfullur.
Hann var ekki mikill tónlistarmaður en reyndi við að læra á bassa. Honum tókst það að lokum.
Það var mikið átak fyrir hann að byrja í hljómsveit, enda eins og áður kom fram, ekki mikill tónlistarmaður.
Árið er 1962. Barrett og Gilmour eru enn í sama skóla að æfa sig á gítarana sína.
Roger var fluttur til Lundúna að læra arkítektúr.
Þar hitti hann 2 menn, seinna trommu og hljómborðs leikara Pink Floyd, þá Nick Mason og Richard Wright.
Þeir tveir og Roger Waters stofnuðu hljómsveit með mörgum öðrum sem óþarft er að telja upp.
Þessi hljómsveit, sem seinna varð Pink Floyd gekk undir mörgum nöfnum: The T-Sets, Sigma 6, Architectural Abdabds o.fl.
Árið er 1964. Syd er enn í Cambridge og er byrjaður að fikta við Abstrakt list.
Hann sótti um í Listarskóla Bretlands og fékk inn.
Í nágrenni við skólann útvegaði Roger hús þar sem hann og Syd bjuggu saman.
Ekki leið á löngu þar til hann fékk Syd til liðs við sína hljómsveit.
Syd var mikill happafengur fyrir hljómsveitina, var aðalmaður hennar. Hann gaf henni nafnið Pink Floyd.
Syd átti plötur eftir lítið þekkta blues tónlistarmenn, þá Pink Anderson og Floyd Council og þaðan kom nafnið.
Fyrsta smáskífa Pink Floyd hét Arnold Layne sem fjallar um nærbuxnaþjófinn Arnold Layne og var á sínum tíma bannað.
Þess má geta að Arnold Layne var raunverulega til og hann náðist aldrei fyrir nærbuxnaþjófnað sinn.
En það voru ekki svona smellir sem Pink Floyd vildi gefa út. Þeir voru þekktir fyrir langa djamm instrumental kafla sem voru gerðir fyrir fólk að dansa við en fólk dansaði einfaldlega ekki við tónlistina þeirra.
Pink Floyd urðu strax frægir fyrir ljósashow þeirra á tónleikum.
Ljósabúnaður þeirra þótti á öllum sviðum stórkostlegur.
Árið 1966 hafði myndast nýtt orð fyrir gerðina af tónlist sem Pink Floyd spilaði. Psychadelic.
Tónlistarmenn á þessum árum voru oftar en ekki undir áhrifum LSD og það var stór partur af þessari gerð af tónlist. Syd hafði óumdeilanlega mikla lyst á því lyfi. Íslenska þýðingin á Psychadelic er því líklega “sýrutónlist”.
Pink Floyd var orðin vinsæl underground hljómsveit en áttu eitthvað miklu stærra framundan. Um það nenni ég ekki að skrifa og læt einhvern annan um það.
Ég vona að ykkur geðjist að þessari grein, takk fyrir mig.