Janis Joplin fæddist í Port Arhtur, Texas. Í æsku hlustaði hún mikið á blústónlistarmennina Bessie Smith og Big Mama Thornton og söng í kór. Joplin útskrifaðist frá Jefferson grunnskólanum í Port Arthur árið 1960 og fór í framhaldskóla í Austin, Texas. Hún byrjaði að syngja blús og þjóðlagatónlist með vinum sínum þar.
Hún hætti í skólanum og fór frá Texas til San Francisco árið 1963 og fór að koma fram sem þjóðlagasöngvari. Á þessum tíma byrjaði eiturlyfjaneysla hennar að aukast, og hún fékk orð á sig sem heróínfíkill. Hún notaði einnig aðra vímugjafa. Hún drakk mikið áfengi á ferli sínum og hún drakk mest af Southern Comfort.
Fljótt eftir að hún kom til Port Arthur til að ná bata flutti hún aftur til San Francisco árið 1966 og gekk til liðs við hljómsveitina Big Borther and The Holding Company, hljómsveit sem var að öðlast mikla frægð í hippamenningunni í Haight-Ashbury. Hljómsveitin skrifaði undir samning við Mainstream Records og tóku upp sína fyrstu plötu árið 1967. En platan varð ekki vinsæl fyrr en aðrar plötur sem hljómsveitin gaf út seinna urðu vinsælar.
Stóra tækifæri hljómsveitarinnar var á The Monterey Pop Festival (D.A. Pennebaker sem var að gera heimildarmynd um tónleikana náði mynd af Cass Elliott þar sem hann stóð í þvögunni og gapti og sagði “Wow” þegar Janis Joplin var að syngja.) Platan Cheap Thrills sem kom út árið 1968 innihélt meiri tilfinningalegri flutning og gerði Janis Joplin að stóru nafni í tónlistarbransanum.
Janis hætti í hljómsveitinni og stofnaði aðra hljómsveit sem hét Kozmic Blues Band og gáfu þau út I Got Dem Ol' Kozmic Blues Again Mama ! árið 1960 (árið sem hún spilaði á Woodstock). Hljómsveitin hætti og stofnaði Joplin hljómsveitina The Full Tilt Boogie Band. Þau gáfu út plötuna Pearl árið 1971, sem innihélt smellinna Me and Bobby McGee og Mercedes-Benz.
Síðasta skiptið sem hún kom opinberlega fram var í The Dick Cavett Show árið 1970, þar sem hún sagðist ætla mæta á skólamót skólans síns, þótt hún hafi áður sagt að hún hafi verið rekin úr bekknum, skólanum og bænum. Hún meikaði það þarna, en þetta yrði sú síðasta ákvörun sem hún myndi taka í lífinu.
Stuttu seinna lést Joplin af of stórum skammti af heróínu þann 4.október 1970 í mótelherbergi í Los Angeles 27 ára að aldri. Líkið af henni var brennt og öskunni var dreift um Kyrrahafið. Platan Pearl var gefin út fimm mánuðum eftir dauða hennar. Kvikmyndin The Rose, með Bette Midler í aðalhlutverki, var lauslega byggð á ævisögu Joplin.