Hljómsveitin Cream var stofnuð árið 1966 á Englandi af þeim Eric Clapton(gítar og söngur), Ginger Baker(trommur) og Jack Bruce(bassi og söngur). Allir höfðu þeir verið í öðrum hljómsveitum áður, Clapton var búinn að sýna gítarsnilli sína í hljómsveitinni The Yardbirds, Baker og Bruce höfðu verið í the Graham Bond Organisation.
Cream spilaði “Psychedelic blues rock” og var aðeins starfandi í 2 ár, sem er ótrúlegt miðað við hversu mikið þeir afrekuðu í tónlistarsögunni. Fyrsta plata þeirra “Fresh Cream” var gefin út í desember árið 1966, mikill blús þar á ferð og komst inná breska topp tíu listann snemma árið 1967. Önnur plata sveitarinnar “Disraeli Gears” kom út í nóvember 1967 og innihélt m.a. lagið “Sunshine of your love” sem er örugglega frægasta lag sveitarinnar. Platan komst inná topplista í USA og náði 5. sæti. Síðan í Júní 1968 kom tvöfalda platan “Wheels of Fire” út. Fyrri diskurinn var tekinn upp í hljóðveri en sá seinni var tekinn upp á sviði í San Fransisco. Hljómsveitin gekk mjög vel en seinustu tónleikar þeirra félaga voru haldnir í London, nánar í “Royal Albert Hall” 26. Nóvember 1968. Einnig gáfu þeir út plötuna “Goodbye” sem innihélt 6 lög, 3 live lög og 3 lög tekin upp í hljóðveri.
Hljómsveitin hætti í Nóvember 1968, og fóru meðlimir að snúa sér að öðru, enginn af þeim gerði það eins gott eins og Eric Clapton, en hann hefur átt einn besta feril í rokk geiranum. Cream var stórgóð hljómsveit sem allir ættu að kanna og hlusta á.
..::darkjesus::..