Næsta breiðskífa The Who varð Who's Next, en það átti að verða þriðja bíómynd The Who, og átti að heita The Lifehouse. En ekkert varð úr þeirri mynd því Pete móðgaði eiganda kvikmyndafyrirtækisins þegar hann var blindfullur og vissi ekkert hvað hann var að gera. Þannig að myndin var gerð en ekki gefin út. En “soundtrackið” var gefið út sem platan Who's Next. Frægustu lögin á Who's Next eru örugglega My Wife(John Entwistle), Wont Get Fooled Again(Pete Townshend) og Baba O' Riley(Pete Townshend).
Wont Get Fooled Again er “Anti” byltingarlag. Pete kallaði þetta svoldið skrítið lag því það byrjar einog þeir vilji byltingu en endar einog þeir séu komnir með leið á henni.
1972 kom önnur plata John's út Whistle Rhymes, og Keith sagði að hann ætlaði ekki að gera annað sólóalbúm því eina sem hann vildi gera var að tromma fyrir The Who.
1973 kom þriðja og seinasta plata John's Entwistle út Rigor Mortis Sets.
1975 kom næsta smáskífa Breiðskífa The Who, The Who By Numbers. Sama Ár kom önnur sólóplata Roger's út Ride A Rock Horse. Who voru farnir að gera mjög lítið á þessum tíma reyndar kom önnur sólóplata Pete's út Rough Mix. The Who gerðu síðan plötuna Who Are You það varð seinasta plata þeirra félaga með snillingnum Keith Moon, því hann dó 8. September 1978, sama ár og platan Who Are You var gefin út. Keith tók víst of stóran skammt af lyfinu sínu og dó útfrá því. Who Are you náði ekki nema í 18. sæti vinsældarlistans. 1979 kom síðan plata Pete's út Empty Glass.
1980 gerðu The Who plötuna Face Dances og Kenney Jones góður vinur Keith's Moon hljóp í skarðið fyrir Keith. Platan náði 9. sæti á breska vinsældarlistanum. 1982 kom platan It's Hard og síðan platan Who's Last. Þarsem Who voru búnir að ákveða að hætta skírðu þeir plötuna Who's Last. Hulstrið á Who's Last ollu svolitlu fjaðra foki í Bretlandi þarsem hulstrið sínir brennandi breskan fána. Sama ár kom plata Pete's út All The Best Cowboys Have Chineese Eyes. 1985 Kemur plata Rogers síðan út Under The Raging Moon og plata Pete's sömuleiðis The Iron Man.
The Who gerðu Reunion 1989 og fóru í tónleikaferðalag sem varði 1989-1991. Síðan 1993 kom plata Pete's út Psychoderlict. Þess má til gamans geta að á sólóferli Pete's spilaði hann með Paul McCartney, John Bonham, David Gilmour og Ronnie Lane. 1994 kom plata Rogers út Rocks In The Head. The Who gerðu annað Reunion 1999 og fóru í tónleikaferðalag og spiluðu meðal annars í Royal Albert Hall og þeir tónleikar voru gefnir út á DVD.
2002 fellur John Entwistle frá 57 ára að eldri. Hjarta hans hafði stoppað þegar hann hafði tekið inn of mikið af kókaíni. John fannst látinn í hótelherbergi sínu í Las Vegas. John hafði unnið að bíómyndar tónlist fyrir bíómynd sem hann hafði í huga. Handritið af myndini var aldrei skrifað en til eru einhversstaðar upptökur af lögunum sem áttu að vera í myndini.
Nýlega komu nýjar fréttir frá Pete og Roger að það sé ný plata með þeim væntanleg og þetta sé ný Who plata. Platan fær nafnið Who Two og á víst að koma út í sumar.