Sagan byrjar þegar Roger Harry Daltrey fæðist, 1. Mars 1944, í Shepards Bush í London. Nokkrum mánuðum síðar eða 9. Október 1944 fæddist John Alec Entwistle.
1945, 19 Maí fæddist Pete Townshend, og svo kom að því Keith Moon fæðist 23 Ágúst 1946. Það var þannig að drengurinn Pete Townshend sem var 13 ára gamall fór í sama skóla og John Entiwstle sem var einu ári eldri en hann, þeir urðu mestu mátar. John og Pete fóru síðan að spila saman, því Pete hafði alltaf spilað og gítar og John á bassa. Þeir vildu stofna skiffle-band en vantaði þriðja meðlimin. Þeir fundu semsagt söngvara og gítarleikara að nafni Roger Daltrey og buðu honum í bandið. Þeir æfðu sig mest heima hjá Pete og gáfu bandinu nafnið The High Numbers. Það leið ekki á löngu þangað til Roger gafst uppá gítarnum og byrjaði einungis að syngja. Nú vantaði tíóinu trommara. Pete stakk uppá því að hafa áheyrnarprufur, John og Roger fannst það góð hugmynd. Þeir héldu áheyrnarprufur og hlustuðu á yfir 50 trommara og þeir völdu snillingin Keith Moon. Bandið var fullkomnað. Keith var mjög góður og efnilegur trommari en lygin var hann, t.d. hann sagðist ekki hafa farið að læra á trommur, en það gerði hann. Og eitt sinn sagðist hann hafa keyrt bílnum sínum ofan í einkasundlaug, það hafa flestir heyrt og trúað því en hann gerði það samt ekki, en kom sér upp orðspori fyrir það. Og svo sagðist hann líka vera fæddur 1947. Þarsem Pete var mikill Kinks aðdáandi samdi hann mjög Kinsk-legt lag sem hét I Cant Explain, það var einmitt fyrsta lagið sem The Who gáfu út.
I Cant Explain var tekið upp seint 1964 og gefið út snemma árs 1965 og var gefið út sem fyrsta smáskífa The Who. Fyrsta I Cant Explain komst í áttunda sæti á vinsældarlistunum í Bretlandi. Á B-hliðini var lagið Bald Headed Woman. Í Maí 1965 kom næsta smáskífa þeirra út, Anyway, Anyhow, Anywhere. Eftir því sem Pete sagði samdi hann fyrsta erindið og fór síðan að dópa sig með Roger og fóru síðan að semja seinni hluta lagsins saman. Þeir vildu hafa lagið í svona Charlie Parker stíl. Lagið varð ekki það vinsælt en þarna voru þeir nú samt á barmi heimsfrægðar. Síðan fóru Pete, John og Keith að rífast við Roger og ráku hann útfrá því. Rifrildið var viku fyrir smáskífuna My Generation. Þegar My Generation kom út náði það sæti 2 í vinsældarlistanum og Roger fékk aftur inngöngu í bandið en rifrildið hélt áfram. Í kjölfarið fylgdi breiðskífan The Who Sings My Generation. Hún kom út í Október 1965 og innihélt til dæmis lögin La-La-Lies og auðvitað My Generation. Með þessari breiðskífu sigruðu þeir heimin. Fimm mánuðum seinna, semsagt Febrúar 1966 kom út smáskífan Substitute og á B-hlið hennar var lagið Circles. Subsitute varð lag sem The Who tóku alltaf á tónleikum, sömuleiðis lögin Cant Explain og My Generation.
Næsta smáskífa The Who var I'm A Boy, hún náði 2.sæti einsog My Generation, en var upphaflega og var notað í verkefni sem var kallað Quads, kem að því seinna. En lagið á að fjalla um framtíðina, þarsem fólk gat valið um kyn á börnum sínum. Foreldranir báðu um fjórar stelpur en fékk þrjár stelpur og einn strák. Næsta breiðskífa The Who var A Quick One og innihélt fyrsta lag John's Entwistle, Boris The Spider. Þetta lag varð aðalnúmer The Who á Re-unioninu 1989. A Quick One kom út í Desember 1966 og kom út með smáskífuni Happy Jack. Happy Jack náði þriðja sæti á vinsældarlistnaum og það sem fólki fannst best við lagið Happy Jack var trommu leikur Keiths og ég verð að vera sammála almenningi. Trommuleikurinn í Happy Jack er algjörlega snilldarlegar og sannar hvað Keith er góður trommari. Næsta smáskífa The Who kom út í Apríl 1967 og hét Pitcures of Lily og fjallar um sjálffróun eftir því sem John segir. John sagði sömuleiðis að þetta hafi verið frá grófa tímabilinu þeirra, eða bláa tímabilinu þeirra.
The Who Sell Out var þriðja breiðskífa The Who og innihélt lagið sem Pete hélt svo mikið uppá I Can See For Miles. Pete heimtaði að I Can See For Miles yrði gefið útá smáskífu og Keith, Roger og John voru mjög tregir til að samþykkja það, en gerðu það á endanum. I Can See For Miles náði ekki í Topp Tíu vinsældarlistann og Pete fannst mjög skrítið að besta Who platan til þessa seldist ekki, en þetta var ekki besta Who platan til þessa. Seinna á þessu ári kom bíómyndin þeirra The Kids Are All Right og hún fékk frábæra dóma og þeir voru taldir mjög efnilegir í kvikmyndabransanum. Myndin innihélt mörg gömul Who-lög og líka þessi nýjustu. 1968 kom lagið Magic Bus út og varð í miklu uppáhaldi hjá Pete,Keith og Roger en ekki John því það var sama bassa-gripið allar þrjár mínútunar sem lagið varir.
Árið 1969 kom næsta mynd The Who út Tommy, hún var talin mun betri en sú fyrri og var gefin út þriðja breiðskífa The Who, “soundtrackið” úr myndini Tommy, Breiðskífan fékk nafnið Tommy. Eflaust er frægasta lagið úr Tommy, Pinball Wizard. Það var gefið út á smáskífu rétt eftir myndina og náði fjórða sæti á vinsældarlistanum. Næsta plata Who var Quads, platan sem innihélt lagið I'm A Boy. Platan hét fullu nafni Quadrophenia en er oftast bara kölluð Quads. Þetta varð fjórða breiðskífa The Who og kom út 1970 og innihélt tvær plötur. Eftir Quads hættu Who í bili en byrjuðu aftur 1971. Hver og einn gaf út sólóplötu. John gaf út sína frægustu breiðskífu Smash Your Head Against The Wall, Pete Gaf út Who Came First og er ekki Who plata þó sumir haldi það með að heyra nafnið. Roger Gaf út plötuna Daltrey. Keith Moon gaf út plötuna Two Sides Of The Moon. Á sólótímabili The Who kynntist Pete Búddisma og Hindúisma og fór að spekulera það mikið og tók það framyfir kristna trú.
The Who komu svo með kommbakkið The Seeker sem var smáskífa gefin út 1970. Hún náði ekki langt og endaði í 19 sæti á vinsældarlistanum. Næsta plata The Who var tónleikaplatan Live At The Leeds og á henni voru gamlar tónleika upptökur. Live At The Leeds varð aldrei svo vinsæl en næsta breiðskífa Who, Who's Next náði miklum vinsældum og ég tala um það í næsta hluta sem verður líka sá seinasti.