Þessi fyrri hluti greinarinar fjallar um Paul McCartney og kjaftasögunar um dauða hans hann. “Ég er alls ekki dauður og er ekki með áhyggjur yfir þessum kjaftasögum. En ef ég væri dauður væri ég sá seinasti til þess að vita það” sagði Paul 1969, en árið 1969 þá voru kjaftasögunar að deyja út nokkurn vegin. Ég ætla byrja alveg á byrjunini. Munið að þetta er skrifað eftir mínu minni svo það gæti eithvað vantað í greinina.
Þetta byrjaði allt seint á árinu 1966, þegar Paul var að keyra heim frá Abbey Road sá hann aðlaðandi stöðumælavörð og tók augun af veginu og lenti í árekstri. Þarsem það var svoldið bítlaæði í gangi þannig að hann hljóp beint útúr bílnum og heim til kærustu sinnar Jane Asher. Í slysinu fékk hann skurð á vörina og safnaði yfirvaraskeggi yfir það og þar kom hugmyndin að Sgt. Peppers skegginu. Amerískur plötusnúður sagði frá slysinu og í þokkabót sagði hann að Paul væri látin. Þegar plata Bítlana Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band kom út voru margar vísbendingar umdauða hans í lögunum. Byrjum á að fara yfir lögin.
Í endan á laginu Sgt. Peppers Lonely Hearts Club band syngja George, Paul og John í kór Billy Shears, en Billy Shears átti að vera maðurin sem hafði tekið við af Paul og farið í bítlana eftir að Paul dó. Í laginu Shes Leaving Home er sagt Wednesday Morning At Five O´clock(Miðvikudags morgun klukkan Fimm), en þá átti slysið að hafa átt sér stað, sem það gerði. Nothing to Do To Save His Life(Ekkert hægt að gera til að bjarga lífi hans) er sagt í laginu Good Morning, Good Morning.
Nú er það hulstrið. Til þess að að finna eithvað af þessu er betra að eiga plötuna á výnil. Vaxmyndir af bítlunum horfa(allavega Ringo) ofan á moldina en þar á Paul að vera grafin. Ringo er líka með hönd sína fyrir aftan Paul, þetta á víst að vera svo líkið detti ekki aftur fyrir sig.
Aftan á albúminu þá er snýr hann baki í myndavélina og það á víst að vera svo fólk sjái ekki hvað andlitið sé illa farið. Fingur Georges bendir á Five o´clock á textanu í Shes Leaving Home. Og þetta var ekki endirin þetta var bara byrjunin. Svo gleymdi ég alveg að nefna lagið Strwaberry Fields Forever þarsem í endan á laginu segir John Cranberry Sauce en fólk hélt hann væri að segja “I Buried Paul”.
Næsta smáskífa þeirra All You Need Is Love hafði nokkrar vísbendingar um dauða hans. Ekki coverið heldur textin, í endan heyrist John segja “Yes He's Dead”, seinna sagði John að honum hefði þótt gaman að stríða fólkinu sem hélt að Paul væri dauður.
Nú er það Magical Mystery Tour platan. Í bæklingnum sem fylgdi með plötuni og líka með disknum stendur á trommu settinu hans Ringo's, love 3 Betales(elska þrjá bítla). Ekki var mikið um það á þessari plötu en á þeirri næstu, Hvíta Albúminu var eithvað.
Í laginu Glass Onion er sagt The Walrus WAS Paul(Rostungurinn VAR Paul), sem þýðir að hann sé hann ekki lengur. Og í lagi Ringo's Dont Pass Me By er sagt You Were In A Car Crash(þú lentir í Bílslysi).
Abbey Road stendur á númera plötuni IF28(EF28), Ef hann hefði verið á lífi væri hann 28 ára. Paul er á tánnum að ganga yfir gangbrautina og líka að hann er með sígaréttuna að hægri hendi en hann er örvhentur. Og á sólóplötu Johns segir hann“Those Freaks That Said You Were Dead Were Right”(Gerpin sem sögðu þig látin höfðu rétt fyrir sér).
Svo held ég að þetta hafi ekki haldið áfram.
Núna kemur seinni hluti greinarinnar, hann er um fólk sem hafa sagts vera börnin hans. Það var kona frá þýskalandi sem sagði að Paul væri pabbi hennar og hann hefði barnað mömmu hennar 1961 og Paul hefði hvatt hana til að sofa hjá sér. Paul sagðist ekkert muna eftir þessu svo hún fór í mál við hann fyrir að fela það að vera faðir hennar.
Eftir blóðprufu sást að Paul væri ekki pabbi hennar. En hún hélt áfram að halda því fram. 1983 kom þessi stelpa fram í Peoples Magazine og það var mynd af henni haldandi á Band On The Run og fyrirsögnin var Dad Says(Pabbi Segir), Paul hélt bara áfram að hundsa þetta.
Árið 1964 kærði kona hann fyrir að hafa ekki viljað viðurkenna að sonur hennar Philip væri sonur hans, hún sagðist hafa sofið hjá Paul 1961 og hún hafi orðið ólétt. þetta var bara 1964 síðan 1997 þegar Philip var 36 þá vildi hann fá Dna prufu frá Paul, en ekki til þess að vera með einhver leiðindi bara til þess að vita hvort Paul væri Pabbi hans því mamma hans hafði alltaf sagt það. En svo var ekki Paul var ekki Pabbi hans. Philip sagðist vera fegin að Paul sé ekki pabbi hans, því hann er stór bítlaaðdáandi og finnst betra að dýrka einhvern annan en pabba sinn.
1993 var kona að nafni Michelle La Vallier sem sagði að Paul væri pabbi hennar. Hún hafði breytt nafni sínu í Michelle McCartney. Michelle sagði að hann hefði veið með mömmu hennar 1957 og barnað hana. Michelle sagði að foreldrar hennar væru Monique Le Vallier og maður að nafni James Paul McCartney.