Black Sabbath, the story of. Ég veit að það er erfitt að skrifa góða grein um stórkostlega hljómsveit en ég ætla samt að reyna.

Hljómsveitin Black Sabbath var stofnuð af fjórum táningum frá bænum Aston, nálægt Birmingham í Englandi og hétu þeir, Anthony “ Tony” Iommi (gítar), William “Bill” Ward (trommur), John “Ozzy” Osbourne (söngur) og Terence “Geezer” Butler (bassi). Upphaflega spiluðu þeir reyndar ekki þungarokk, eins og þeir urðu frægir fyrir, heldur spiluðu þeir djass-blús og kölluðu þeir sig Polka Tulk, en stuttu seinna breyttu þeir síðan nafninu í Earth og spiluðu þeir víðsvegar um Evrópu. Þeir breyttu því nafni reyndar fljótt aftur og þá í Black Sabbath.
Eftir að hafa dregið til sín nokkra athygli fyrir sína mögnuðu tónleika fóru ýmis útgáfufyrirtæki að sína áhuga sinn á þeim og árið1969 skrifuðu þeir undir samning hjá Phillips Records. Í janúar árið eftir gáfu þeir svo út sína fyrstu smáskífu, “Evil Woman”.
Aðeins mánuði síðar gaf fyrirtækið Vertigo svo út þeirra fyrstu breiðskífu, “Black Sabbath”, sem náði á topp tíu listann í Bretlandi. Síðan í ágúst sama ár náði platan loksinns vinsældum í Bandaríkjunum, eftir að hafa komið þangað í maí, og seldist þá í yfir miljón eintökum.
Í september sama ár gáfu þeir svo út sína aðra plötu, “Paranoid”, singullinn af henni komst í topp fimm á Breska vinsældarlistanum og platan sjálf naði fyrsta sæti, var þar í eitt ár og seldist í yfir milljón eintökum. Hins vegar var fyrsta platan þeirra rétt byrjuð að seljast í Bandaríkjunum svo að þeir byðu með að gefa Parnoid út þar þar til í janúar 71”.
Nú fór bandið frekar að gefa í og í ágúst sama ár gáfu þeir út sína þriðju plötu, “Masters of Reality” og komst hún einnig á topp tíu í Bretlandi og seldist líka í yfir milljón eintökum. “Black Sabbath Vol 4” (sep 72”) var síðan önnur milljón eintaka platan sem náði á topp tíu.
Á næstu plötu sinni, “Sabbath bloody Sabbath” (nóv 73”), fengu þeir hljómborðsleikara “Yes”, Rick Wakeman, til að spila á einu lagi og gáfu þannig merki um hugsanlega breytingu á tónlistarstíl sínum, eða þannig lásu aðdáendurnir það allaveganna. Hvað sem því líður þá var Sabbath Bloody Sabbath fimmta topp tíu/milljón eintaka platan þeirra í röð og því óhætt að segja að þeir hafi verið orðnir nokkuð frægir um þetta leyti.
Árið 1974 átti hljómsveitin í umboðsmannavandræðum sem hélt þeim aftur í tónsmíðinni. Farið samt ekki að fella hárin mínir kæru vinir því að árið 1975 voru þeir komnir aftur í aksjón gáfu þá út plötuna “Sabotage” (júl 75”), sem náði ágætis vinsældum í Bretlandi en því miður náði hún ekki sömu vinsældum í Bandaríkjunum. Tónlistarstíllinn hafði breyst og var því erfitt fyrir plötu að ná vinsældum ef hún var jafn heavy og þessi, og jafnvel þótt að singullin næði topp 20 stóð forsalan á henni alls ekki undir væntingum.
Útgáfufyrirtæki Sabbath svöruðu þessu með því að gefa út allar smáskífur hljómsveitarinnar á einni stórri plötu, sem seldist í yfir milljón eintökum, We sould our soul for “Rock´n´Roll” (des 75”) og gáfu út með henni yfirlýsingu um breytingu á tónlistarstíl.
Við þetta hófst mikil deila milli gítarleikaranns, Iommi sem vildi að hljómsveitin færi að notast meira við blásturshljóðfæri og söngvaranns, Osbourne sem vildi ekki taka þátt í þeirri formúlu.
Stuttu seinna kom út önnur góð, en ekki frábær plata, “Technical Ecstasy”, þar sem Iommi fékk sínu fram og fékk að setja úrval bljásturshljóðfæra inn á plötuna sem leiddi til þess að Osbourne hætti í hljómsveitinni og hóf sinn víðsfræga sólóferil. Í staðin fyrir hann kom söngvarinn Dave Walken.
Nú var komið að því að gefa út nýja plötu. Hún var sú áttunda í röðinni og fékk hún nafnið Never say Die og jafnvel þótt að smáskífunum hafi gengið vel bætti það ekki velgengi plötunar sem var talinn ein sú lélegasta til þessa(væntanlega af því að þar var enginn Osbourne).
Út af nýlegum breytingum á hljómsveitinni tók það þá nokkurn tíma að koma sér í stúdíó og taka upp nýja plötu en það gerðist þó fyrir rest. Það var platan Heaven and Hell(apríl 80). Í Bandaríkjunum seldist hún í milljón eintökum og í Bretlandi náði hún á topp tíu listann og sleppti af sér tveim smáskífum, “Neon Knights” og “Die Young”.
Á sama tíma gaf fyrverandi plötufyrirtæki þeirra í Bretlandi live plötu sem hafði verið tekin upp nokkrum árum áður. Það var platan, Black Sabbath live at last. Hún var þó af einhverjum ástæðum tekin til baka stuttu seinna en það var þó ekki fyrr en hún hafði náð topp fimm í Bretlandi og komið “Paranoid” aftur á topp tuttugu listann.
Nokkrum dögum seinna hætti trommarinn , Bill Ward í hljómsveitinni og kom í staðinn fyrir hann skinnbrjóturinn, Vinnie Appice.
Fór nú í stúdíó lineupið Iommi, Butler, Dio og Appice og tóku upp plötuna “Mob Rules” sem var síðan gefin út í nóvember 1981, og var hún næstum jafn vinsæl og þeirra fyrri plötur en þó vantaði aðeins uppá. Í Bandaríkjunum komst platan í gull en í Bretlandi náði hún aðeins topp tuttugu. Með henni gáfu þeir út smáskífurnar “Turn up the Night” og titillagið, “Mob Rules”.
Næst á dagskránni var live-plata en Iommi og Dio rifust svo mikið við og um hljóðblöndunina á þeirri plötu að hún kom ekki fram á sjónarsviðið fyrr en í janúar 1983. Dio hafði reyndar hætt áður en hún kom út og tekið Appice með sér.
Nú vantaði bæði nýjan trommara nýjan og söngvara. Það var auðvelt fyrir þá að fá nýjan trommara því hann var alls ekki nýr heldur fengu þeir til sín sinn gamla trommara, Bill Ward. Að fá nýjan söngvara var hinsvegar aðeins erfiðara. Nú gerðu þeir svolítið sem átti eftir að koma metal heiminum algjörlega að óvörum, þeir fengu til sín fyrverandi söngvara erkióvin þeirra, Ian Gillan, fyrrum söngvara Deep Purple.
Með Gillan um borð tóku þeir nú upp plötuna “Born Again” sem var síðan gefin út í september 1983. Sabbath fóru nú á túr með trommaranum Bev Bevan sem kom í staðin fyrir Ward sem myndi síðan koma aftur í maí næsta ár. Platan komst á topp fimm í Bretlandi en aðeins á topp fjörutíu í Bandaríkjunum. Gillan hélt sig við hljómsveitina þangað til í mars 84” en hann hætti þá til að koma saman aftur með Deep Purple. Þá kom í staðin fyrir hann söngvarinn Dave Donato en hann var aðeins með hjómsveitinni þangað til í október það sama ár og er því hvergi hægt að komast í neinar stúdíóupptökur með honum því þær voru aldrei gerðar.
Sabbath komu svo saman með fyrrum söngvara sínum, Ozzy Osbourne til að spila á Live Aid tónleikunum sem haldnir voru í júli 1985. Stuttu eftir tónleikana hætti svo Gezzer Butler í bandinu eftir að hafa verið með þeim frá byrjun.
Nú var loksinns á leiðinni ný plata með þeim, hún hét “Seventh Star” og var gefin út í janúar 1986. Á henni var lineupið svona, Tony Iommi á gítar, annar fyrrverandi söngvari Deep Purple, Glenn Hughes á orginu, Dave Spitz á bassa, Geoff Nichols á hljómborði og Eric Singer á trommum. Platan varð ekkert vinsælli en fyrri plötur Sabbathog ég ætla ekkert að vera að lengja það neitt frekar en það mætti þó segja frá því að á miðjum túr plötunnar í mars 1986 var söngvaranum Glen Hughes skipt út fyrir söngvaran Ray Gillen.
Með Iommi sem eina upprunalega meðlim hljómsveitarinnar voru persónulegar breytingar mjög algengar. “The Eternal Idol”(nóv 87) komst hvorki á Breska topp fimmtíu listann né Ameríska topp hundrað listann.
Á næstu árum áttu síðan eftir að verða miklar breytingar í bassa og söngvarastöðunum, eiginlega allt of margar til að ég nenni nokkuð að vera að svo mikið sem reyna að telja þær upp.
“Headless Cross” (apríl 89), var fyrsta plata hljómsveitarinnar hjá plötufyrirtækinu I.R.S. Lineupið á hljómsveitinni var þá orðið svona, Iommi, gítar, Martin Bevan, söngur, Cozy Powell, trommur og Laurence Cottle á bassa. Honum var reyndar stuttu seinna skipt út af bassaleikaranum Neil Murray og Geoff Nichols kom aftur með hljómborðið sitt.
Þetta lineup gerði síðan plötuna Tyr (Ágúst 90) og náði hún á topp fjörutíu í Bretlandi en komst ekki einusinni á topp hundrað í Bandaríkjunum.
Iommi náði svo að koma 1979-1983 lineupinu af hljómsveitinni saman aftur og var það –hann sjálfur, Butler, Dio og Appice sem gerðu saman plötuna Dehumanizer (jún 92) sem kom Black Sabbath aftur á Ameríska listann og komst hún í topp fimmtíu þar í landi. Í Bretlandi komst hún svo á topp fjörutíu listann.
Dio og Appice hættu svo stuttu seinna og réð þá Iommi aftur söngvarann Tony Martin og svo nýliðan Bob Rondinelli á trommurnar. Í sameiningu gerðu þeir plötuna “Cross Purpose” (feb 94) og náði hún ekki neitt sérstökum vinsældum.
Næsta plata þeirra var í raun ekki plata heldur diskur og hét hann “Forbidden” (jún 95) Á honum sneru aftur þeir Cozy Powell, Neil Murray og Geoff Nichols. Sá diskur var aðeins eina viku á vinsældarlistum Bretlands og benti það mjög greinilega til þess að Sabbath væru búnir að glata sínum snilldar hæfileikum til markaðssetningar vegna elli og endalausrar fíkniefnaneyslu. En Iommi afsannaði þá heimskulegu kenningu með því að fara að dæmibæði Eagles og Fleetwood Mac og setja saman vinsælasta lineupið á hljómsveitinni (upprunalega bandið) á eina stóra live plötu með nokkrum nýjum stúdíó lögum. Platan, sem var tekin upp í heimabæ hljómsveitarinnar, Birmingham, í desember 1997, var síðan sett á markaðinn í október 1998. Hún stoppaði stutt við á vinsældarlistum Bretlands en í Bandaríkjunum rétt missti hún af því að komast á topp tíu og komst þar á platinum (ekki alveg jafn gott og þeirra fornu frægðir en samt nokkuð fínt).
Black Sabbath unnu síðan sín fyrstu Grammy verðlaun og það með laginu “Iron Man” og voru þau verðlaun veitt fyrir bestu rokk frammistöðu.
Hljómsveitin fór svo á túr árið 1999 og enduðu hann svo með miklum stíl 22 desember heima í Bimingham.
Í febrúar 2001 tikynntu þeir svo að þeir væru að fara að koma saman enn einu sinni og í þetta sinn til að spila á Ozzfest. Einnig tilkynntu þeir að þá að þeir væru að fara að gefa út nýja stúdíóplötu fyrir endan á árinu. Aldrei varð reyndar neitt úr þeirri hugmynd.
Bandið tók sér síðan hlé á meðan Ozzy var í tökum á þáttunum, “The Obournes”.
Eins og allir ættu svo að vita koma hinir upprunalegu Sabbath svo aftur saman í sumar til að spila á Roskilde, það er að segja ef engin verður fallin frá áður en það gerist.


Verið frjáls við að segja skoðanir ykkar á greininni.


Lengi lifi Black Sabbath.