Hippar
Þegar orðið hippi er sagt dettur manni oft í hug síðhærðan ungan mann eða konu að reykja dóp, en hippamenning er meira en það. Ég ætla að skrifa hér grein um hippamenningu og hippa. Hippamenningin lifði 1966-1975.
Woodstock:
Woodstock var rokkhátíð sem haldin var nálægt Woodstock í bandaríkjunum, rokk-hátíðin var sett í framkvæmd útaf mikilli hippamenningu sem var í gangi 1969, þegar hátíðin var haldin. Til þess að fara aðeins nánar útí hvenær hún var haldin var hún haldin 15, 16 og 17 ágúst 1969. Woodstock er frægasta útihátíð sem nokkurn tíman hefur verið haldin og eru mikil ummerki um hana í rokksöguni. Þeir sem stóðu fyrir Woodstock voru Michael Lang, Artie Kronfield, John Roberts og Joel Rosenman. Upphaflega hugmynd þessara fjórmenninga var að stofna stúdíó í Woodstock því tónlistarmaður að nafni Bob Dylan bjó þar nálægt og band sem kallaði sig The Band bjuggu í Woodstock, og þeir mældu með þessum stað til að byggja stúdíó.
Til Þess að fjármagna stúdíóið ætluðu þeir að koma á stað útihátíð sem þeir vildu kalla The Woodstock Music And Art Fair. 50.000 til 100.000 manns komu á hátíðina. Þessir þrír dagar voru stór skref í sögu rokksins, þeir sem komu þarna fram voru Janis Joplin, Ravi Shankar, Arlo Guthire, The Who, Joan Baez, Crosby Stills Nash And Young, Jefferson Airplane, Grateful Dead, Sly And The Family Stone, Creedence Clearwater Revival, Joe Cocker, Santana og Jimi Hendrix sem spilaði bandaríska þjóðsöngin með tönnunum.
Tónlistin og Mótmæli Gegn Stríði:
Með hippunum fylgdi tónlist, hippasveitir. The Grateful Dead er gott dæmi um band á hippatímabilinu, þeir spiluðu aðalega svona Live, aðdáendur The Grateful Dead voru oft kallaðir Deadheads. John Lennon var virkur á hippatímabilinu samdi mörg lög í þágu friðar og var í rúmi á hóteli í Amsterdam til að mótmæla stríði í viku, Yoko eiginkona Johns var oftast með honum í þessum mótmælum hans gegn víetnam stríðinu. Hljómsveitir einsog Jefferson Airplane og Grand Funk Railroad fylgdu í kjölfarið.
Mótmæli voru mikil gegn Víetnam stríðinu og fólk heimtaði frið, fólk sagði “Ef embættismenn tækju LSD væri friður í heiminum”. Mótmælin byrjuðu þegar Forseti bandaríkjana á þessum tíma vildi ráðast inní Víetnam. Stúdentar mótmæltu um allan heim, og þetta var nokkurn vegin allt svona Anti War Movement(eða á góðri íslensku Hreyfing Gegn Stríði).
Eiturlyfin:
Aðal eiturlyfið sem fylgdi í kjölfarið var Lysergic Acid Diethylamide(LSD), svo var líka notað mikið af kannabis efnum. LSD var fundið upp í sviss 1938, lyfið vekur upp góða drauma, nóg af ofskynjunum og pláss í kringum mann, lyfið skemmir persónuleika manns og gerir mann rólegri. Lyfinu fylgir Þreyta, Aumleiki, manni svimar og seinna getur komið svona ofskynjuna Flashback. Það fólk sem notar LSD sér heimin, náttúruna og fólkið í heiminum öðrum augum en það er.
Friður og Ást:
Svo það sem fylgdi hippamenninguni var náttúrulega boðskapurin sjálfur ást og friður, hippar stungu blómum oní byssur og sögðu Flower Power, það var mikið kynlíf sem fylgdi þessum ást og friðar boðskap. Ástin var fyrir að allir ættu að elska hvort annað og virða. og Friðurin þýddi að stríðið þyrfti að stoppa. Náttúrulega þarf ég ekkiað fara meira í 'Ast og Frið að því það er svoldið mikið um hann hér fyrir ofan.
Hippastíll og Tíska:
Hippastíll var hvernig hippanir klæddu sig og voru daglega. Aðal stíllin var sítt hár og gallabuxur, svo var líka hægt að vera í blóma-skyrtum og gallabuxum allar útkrotaðar í Friðar(Peace) merkjum og auðvitað sítt hár. Það var ekki skylda að hafa sítt hár til að vera hippi en bara flestir hippar og ég held allir á þessum tíma voru með sítt hár. Það var 1982- 1994 sem þungarokkarar tóku upp hippastílin og klæðnaðin upp aftur, eftir að unglingar 1975(þegar menningin dó út) sögðu þetta er djöfull asnalegur stíll, þannig að hippamenningin fór ekki lengra en stíllin komst þó aftur í tísku.