Who´s Next albúmið með The Who á sína sögu eins og flest önnur albúm, ég ætla að rekja sögu þess og laga albúmsins.

Whos Next þótti aðeins öðru vísi en önnur Who albúm. Albúmið átti að vera kallað The Lifehouse, þeir ætluðu að gera samnefnda kvikmynd sem átti að vera sjálfstætt framhald af myndini Tommy sem Who höfðu gert ári(1969) áður.

Kit Lambert ætlaði að hjálpa Pete Townsend(þessi mynd var allt hans hugmynd), gítarleikara Who, með myndina, semja hana og svoleiðis. Kit hafði hjálpað Pete með Tommy og samið hana að mestu lagi. Þegar þeir kláruðu handritið, fengu þeir samning hjá Universal um að gera mynd, hún átti að fá nafnið The Lifehouse.

Núna í dag segir Pete að handritið sé glatað og hann viti ekki hvað hann hefði verið að hugsa, “það gæti svosem verið að það eldist ekki vel” sagði hann. Seinna þetta ár hætti Pete við myndina. “Kit hefur ekki vitað hvað mér hefur þótt vænt um söguna um Tommy, ég vildi ekki skemma hana með framhaldi, en Kit varð reiður, til þess að vera heiðarlegur var ég örugglega drukkin þegar ég sagði að ég vildi hætta við framhaldið” sagði Pete seinna.

Myndin átti að fjalla um að rokk og ról myndi bjarga heiminum frá leiðindum sem myndi verða til heimsendis.Að Sögn Petes, heyrði Pete, Kit(sem var í næstu skrifstofu(við skrifstofu Petes)), að hann segði “ Townsend getur ekki hætt við verkefnið, hann er alltaf með eithvað svona”, síðan snappaðist hann algjörlega “Ég hjálpaði honum að gera Tommy heimfrægan!!!!!” Pete varð svo leiður að hann drakk sig fullan. Lifhouse var úr söguni, hann vissi ekkert hvað hann ætti að gera við lögin sem hann var búin að semja eða neitt, eini með fullu viti(Pete:Alltaf Fullur. Keith: alltaf dópaður og John: líka alltaf dópaður, þó Roger hefði líka dópað var hann samt ekki alltaf í vímu) í bandinu var Roger sem kom með þá ákvörðun að gera plötu með lögunum. John samdi þá Lagið My Wife.
útkoman var Who´s Next.

Saga lagana:
Baba O´riley: lagið var eftir Pete eins og öll lögin á plótuni nema My Wife, Lagið var upprunalega í níu mínútur, eftirtektaverða píanó-spilið er eftir Pete sem var að búa til blöndu á kassettu.
Bargain: Lagið var einu sinni spilað á sviði og það var á Young Vic tónleikunum sama gildi með Love Aint For Keeping.
My Wife: Númer Johns á plötuni og örugglega besta lagið fyrir utan Baba O Riley og Wont Get Fooled Again.

The Song Is Over: Á píanóinu er Nicky Hopkins, LAgið var aldrei spilað á sviði en sólóið var oft spilað á sviði, það var einfaldlega sett inn í önnur lög, oft var lagið Pure and Easy fyrir valinu.
Getting In Tune: Nicky Hopkins var líka á píanóinu í þessu, lagið átti að heita Im In Tune en var endurnefnt Getting in Tune.
Going Mobile: Þetta var eitt af léttustu lögunum á Whos Next, enda var þetta fyrsta lagið sem var samið fyrir Lifehouse.
Behind Blue Eyes: Lagið var einu sinni spilað á sviði. Lagið náði mjög miklum vinsældum í Bandaríkjunum, og varð eitt vinsælasta lag þeirra þar, síðan My Generation.
Wont Get Fooled Again: örugglega frægasta lag þeirra í dag eftir að það var notað í þáttunum CSI, en þegar fólk heyrir lagið veit það oftast ekki að þetta séu Who.
Værsego.