Ég ákvað að senda inn umsagnir um 2 aðra Queen diska. Þetta eru þeir diskar sem ég er nýlega farin að hlusta almennilega á og eru að verða einir af uppáhalds Queen diskunum mínum.
Ég tók þetta orðrétt upp af Queen síðunni minni:
http://www.queenie.tk (endilega kíkið á hana og skrifið í gestabókina) Þar er ég að safna ýmsum upplýsingum um Queen.
Vona að þið hafið bara gaman af því að lesa þetta :D

’77 News Of The World

UK - 28 Október 1977 - Gull
USA - 1 Nóvember 1977 – Platinum



Frægustu lögin á plötunni eru We Will Rock You og We Are The Champions og diskurinn er aðalega frægur fyrir þau. En reyndar eru eiginlega öll lögin á plötunni algjör snilld! Við eigum hana á plötu sem ég var reyndar bara að heyra í fyrsta skipti um daginn. Og bara I fell in love with it!

Umslagið er mjög “Shocking” Það er eftir listamann sem heitir Kelly Freas. Roger fann hann. Vélmennið á að tákna svona hálfgert “barn” sem ætlaði að leika sér að mönnunum en vissi hvað það var sterkt þannig að það drap þá. Það er að líta upp til “föður” síns og segir “lagaðu”. Umslagið er líka táknrænt fyrir það hvernig tónlistarpressan fer með Queen. Titill plötunnar er skýr tilvísun í sorpblað sem heitir sama nafni og líka til allra blaða yfirleitt. Platan var líka frekar byltingarkennd í því hvernig Queen tók upp plötur sínar. Áhrif Freddie’s minnka sérstaklega mikið. Hann samdi bara þjú lög af 11 og tók ekki jafn mikinn þátt í upptökuferlinu eins og vanalega. Roger fékk líka í fyrsta skipti að spila á gítar hérna.
Þetta er ein uppáhaldsplatan mín, og þá sérstaklega b-hliðin (get down, make love og það sem er á eftir)



Platan hefst með We Will Rock You eftir May sem er eitt frægasta lag Queen.

Flott lag, flottur taktur sem er ekki eins auðveldur og maður heldur. Önnur hljómsveit hefur tekið þetta lag og ég heyrði það upphaflega þar, langt áður en ég vissi hvað Queen var. Strax þá fannst mér þetta lag snilld. Útvarpsstöðvar tóku upp á því að spila þetta lag og næsta lag á plötunni alltaf saman og mörgum finnst að lögin eigi að vera spiluð saman. Þetta hitt lag er annað frægt Queen lag,



We Are The Champions eftir Mercury. Þetta er held ég fyrsta lagið sem ég heyrði með Queen…..en ég vissi ekki að þetta væri með Queen, vissi reyndar ekki hvað Queen var. Frábært lag, algjört snilldarverk. Það þekkja það allir :)



Þriðja lagið er Sheer Heart Attack eftir Taylor. Það er reyndar samið miklu fyrr en þeir settu það inná þarna vegna þess hvað það er pönkað og pönkið var vinælt þá. Ég hef heyrt það mörgum sinnum en þetta er eitt af þeim lögum sem ég fíla ekki og finnst alltaf að ég sé að heyra í fyrsta skipti í hvert skipti sem ég heyri það.



Næst er það All Dead, All Dead (May) Ég hef ekki enn heyrt það nógu oft til þessa dæma eitthvað um það. Það á víst að vera um kött… skil það ekki alveg.



Spread Your Wings er eftir Deacon. Freddie kallaði það einhverntíma Spread Your Legs. Það á víst að vera alveg æðislegt. Mér finnst það samt bara alveg ágætt. Það er um dreng sem dreymir um að verða eitthvað meira en hann er en hefur lítil tækifæri til þess og allt er gert til að halda aftur af honum.



Fight From Inside er næst. Ekta eitthvað Roger Taylor lag… rokkaðara en hin. Það merkilega við það er að þetta er fyrsta lagið þar sem Roger fékk að spila á gítar í því. Alveg ágætt.



Get Down, Make Love er eftir Mercury.. og gæti bara verið eftir Mercury. Alveg svona ekta lag sem hann semur. Það er um, eins og nafnið gefur til kynna, að leggjast niður og elskast…….. Lagið inniheldur stunur og draugalegan og dáldið svona creepy kafla í endann. Samt er þetta alveg ógeðslega flott lag. Eiginlega alveg eins í studio og live útgáfu. Alltaf jafn flott og það er hægt að hlusta á það endalaust.



Sleeping On The Sidewalk er næst. Það er eftir May. Það fjallar um trompetleikara sem sefur á gangstéttum en langar samt ekki heim :P Svo verður hann frægur en sú frægð stendur stutt yfir og allt í einu skuldar hann fullt af pening og enginn hlustar á hann lengur. Þá fer hann aftur að sofa á gangstéttum og langar heim. Flott að hafa svona alveg sögu í textanum. Mér finnst þetta alveg æðislegt lag. Blúsað eins og mörg önnur lög á disknum. Líklega eina Queen lagið sem var bara tekið í einni töku.



Who Needs You eftir Deacon er næst. Það er, eins og flest öll lög hans, er það bara mjög upplífgandi, kæruleysislegt og glaðlegt lag. Það er sungið um einhver sem er búinn að fara frá honum… og bara alltílagi með það :o) Mjög einfalt og John og Brian spila saman á klassíska gítara, Brian á maracas (sem ég veit ekki hvað er) og Freddie á kúabjöllu. Alveg stórskemmtilegt :o)



Næst er það svo It’s Late eftir May. Setningin It’s late kemur OFT fyrir í laginu. Þetta er bara í meðallagi gott lag…ekkert spes en samt alveg ágætt. Það byrjar rólega og maður kannast alveg við það en svo verður það rokkaðara.



Síðasta lagið á disknum er svo þunglindisblúslagið My Melancholy Blues eftir Mercury. Það er bara eitt af uppáhalds lögunum mínum núna. Það grípur mann við fyrstu hlustun. Ég bara hef dýrkað þetta lag frá því að ég heyrði það fyrst. Það er svo flott. Undirleikurinn er aðalega píanó en svo er alveg rosalega flottur bassi undir. Það heyrist örlítið í trommunum en enginn gítar held ég…



John Deacon bass guitar
Brian May guitar, backing vocals
Freddie Mercury vocals, piano
Roger Taylor drums, backing vocals

—–

’80 The Game

UK - 30 Júní 1980 - Gull
USA - 30 Júní 1980 – Platinum



Þessi plata er yfirleitt talin sú fyrsta af nokkrum “lélegum” plötum Queen, eða sumum finnst það. Mér finnst það alls ekki satt. Þarna fara þeir aðeins útaf rokkbrautinni, en sanna þar með að þeir geta spilað allar tegundir af tónlist. Það heyrast áhrif frá fönki, diskó og rokkabilly. Það er kannski aðalega vegna þess að þarna byrjuðu þeir að nota Synthesyser-a en höfðu áður staðið fast á því að nota ekki synths í lögin sín. Margir Queen aðdáendur út um allan heim hættu að hlusta á Queen um þetta leiti og salan á Queenplötum var í svolítilli lægð (sem batnaði þó fljótt) Þetta er alvarleg mistök hjá þessum aðdáendum þar sem það eru mörg alveg snilldar lög á þessum plötum!





Platan byrjar á laginu Play The Game eftir Mercury. (mig grunar að það sé titillagið) Þetta er fínt lag. Auðvelt að fá það á heilann og mjöög Queen-legt.

Það er fyrsta lagið sem hljómborð/synths var notað í, það heyrist best í byrjun og svo inn á milli. En það er langt frá því að vera eitt af þeim bestu.



Annað lag plötunnar er Dragon Attack eftir May. Svolítið fönkað en ekki of. Flott þessvegna. Byrjunin minnir mig alltaf jafn mikið á Stone Cold Crazy (sheer heart attack) en ég veit ekki afhverju. Reyndar er undir miklum fönkáhrifum. Ólíkt öðrum Queenlögum breytist það ekki mikið heldur er eiginlega alveg eins allt. Bara flott lag :o)

Lag númer þrjú er Another One Bites The Dust eftir Deacon. Þetta er eitt af þeim frægustu með Queen og varð stærsti smellur Queen í Bandaríkjunu.

Hann á það eiginlega allt sjálfur. Í byrjun líkaði ekki öllum í hljómsveitinni við þetta lag, sérstaklega ekki Roger. En Freddie þurfti að sannfæra hann um að það væri gott. Það hefur sumt fólk talað um að þegar maður spili þetta lag afturábak heyrist ‘It’s fun to smoke marijuana’ en ég veit ekki hvort að það ætti að vera satt. Allavega var John ekki mikið í marijuana :o)
En annars frábært lag og sérstaklega bassinn er frábær (ekki bara þetta fræga í byrjun heldur allt lagið)



Fjórða lagið er líka eftir Deacon og heitir Need Your Loving Tonight.

Það er bara alveg ágætt lag. Í léttari kanntinu eins og John er vanur að semja lögin sín. Þess vegna er þægilegt að hlusta á það, en verð að segja að þetta er ekki eitt af hans bestu lögum.



Næst kemur snilldarlagið Crazy Little Thing Called Love sem samið var í baði af Mercury. Algjört stuðlag í rokkabilly stíl en Freddie segir að það sé EKKI rokkabilly, en hann um það! Þetta er alvega alveg roooosalega geggjað lag og bara algjört stuðlag og frábært live!!! Hann spilar yfirleitt á kassagítar í því þó að hann segir sjálfur að hann kunni ekki á gítar. Það eru til margar tilvitnanir í hann þar sem hann niðurlægir eiginlega sjálfan sig í því að geta spilað á gítar. (það er samt sagt að hann sé alveg ágætur)



Sjötta lagið er eftir Taylor og heitir Rock It (Prime Jive), Mörgum finnst þetta lag bara í meðallagi gott en mér finnst það frábært !!! Geðveikt skemmtileg og röddin hans Rogers passar alveg inn í lagið. Það er dáldið af synths í þessu sem hefði alveg mátt sleppa. Það hefði veri hægt að gera það miklu rokkaðara með engum synthsum eða neitt, bara eins og þeir gerðu á fyrstu árum þeirra.



Don’t Try Suicide er áróður gegn sjálfsvígum eftir Mercury. Snilldar lag !! Það byrjar með geggjuðum bassa, eiginlega er bassinn það flottasta í laginu. Það er dáldið svona John-legt, þar sem það er mjög létt og skemmtilegt um hluti sem eru ekki léttir og skemmtilegir. Bara geggjað lag finnst mér, alveg æðislegt og í miklu eldri stíl en önnur lög á disknum. Með geggjuðu píanói ;o) Þetta er meira líkara þessum elstu rokklögum heldur en einhvejru nýrra.

Það er bara allt flott við það.



Diskurinn heldur áfram og næsta lag er enn ein snilldin á þessum disk. Það er lag sem nefnist Sail Away Sweet Sister eftir May og sungið af honum sjálfum

Frábært lag en þarf reyndar aðeins að venjast. Verður flottara í hvert skipti sem ég heyri það! Bara frábært lag.



Coming Soon eftir Taylor er svo þar á eftir. Það er aðeins rokkaðara en síðustu tvö lög og bara flott lag!! Mér finnst gítarinn geggjaður. En langt frá því að vera besta lag Queen. Með þeim slakari á disknum.



Diskurinn endar svo á laginu Save Me eftir May. Það er líka lag sem ég veit alls ekki hvort ég fíla eða ekki. Mér finnst það flott en samt getur mér fundist það svo pirrandi. Þetta er hins vegar alveg stórgott lag, ekki með þeim bestu á disknum en heldur alls ekki með þeim slökustu.
Shadows will never see the sun