Nú ætla ég að skrifa hér grein um sögu Sex Pistols í og einnig fjalla um plötuna þeirra, Never Mind The Bollocks.
The Sex Pistols
Árið 1972 ákváðu félagarnir Paul Cook og Steve Jones að stofna hljómsveit, jafnvel þótt þeir kynnu ekkert á nein hljóðfæri. Þeir fengu þá til liðs við sig skólafélaga sinn, Warwick Nightingdale og stofnuðu hljómsveitina The Strand. Þess má til gamans geta að öllum hljóðfærum fyrir þessa hljómsveit var stolið af Jones. Stuttu seinna kynntist Jones búðareigandanum Malcom Maclaren og urðu þeir góðir vinir sem varð til þess að Malcom gerðist umboðsmaður þeirra. Nú vantaði þeim bassaleikara og sökum þess að hann þyrfti ekkert að kunna á bassa var ekki erfitt að finna hann og gekk þá til liðs við þá Glen Matlock. Malcom var nú orðin nokkuð háður grænhærða táningnum John Lydon (Johnny Rotten) og einn daginn, í búð Malcoms, bað hann Rotten um að syngja eitt lag á glymskrattan og líkaði Malcom það svo vel að hann réð Rotten sem söngvara. Strax eftir að hann var kominn fékk Malcom lánað slagorð af einum af stuttermabolum Rottens og skírði þá bandið ’Sex Pistols’. Nú þegar þeir voru búnir að læra nokkur lög eftir aðra höfunda tóku þeir að semja sína eigin tónlist. Þá var komið að fyrsta gigginu þeirra sem var í St. Martins háskólanum í London sem má segja að hafi farið algjörlega í vaskinn. Þeir gáfust þó ekki upp svona auðveldlega og héldu áfram að spila hér og þar um London, brátt var svo kominn hópur Pistols aðdáenda. Nú var komið árið 1976 og eftir að hafa farið á stuttan túr um Bretland spiluðu þeir á pönk hátíð í september 76’ þar sem einnig kom fram Siouxsie and the Banshees með upprennandi bassaleikara Pistols, Sid Vicious á trommum. Rúmlega mánuði síðar skrifuðu Pistols undir samning við plötufyrirtækið EMI og tóku upp singulinn sinn ANARCHY IN THE U.K. (lag sem ég mæli eindregið með) og urðu með því vinsælir um allt Bretland. 1 desember voru þeir fengnir í viðtal í beina útsendingu í sjónvarpsþátt Bill Grundy, þar sem þeir blótuðu eyrun af áhorfendum, þeir voru síðan á forsíðun allra dagblaða daginn eftir sem varð til þess að þeir þurftu að hætta við alla nema þrjá tónleika í Anarchy, Bretlandstúrnum sínum sem leiddi það af sér að Glen Matlock hætti. Maðurinn sem kom í staðinn fyrir hann var síðan Sid Vicious sem þurfti auðvitað að læra á bassa 1, 2 og 10. Síðan í mars 1977 skrifuðu Pistols undir nýjan plötusamning en nú við A&M Records og ætluðu þá að gefa út vinsælasta lag sitt, GOD SAVE THE QUEEN (og ekki er hægt að gera neitt annað en að mæla með þessu lagi). Sá samningur entist því miður ekki lengi því aðeins nokkrum dögum seinna rifti A&M samningnum og ekkert varð því úr singulnum. Síðan í maí það sama ár skrifuðu Pistols undir sinn þriðja og síðasta samning, og nú við plötufyrirtækið Virgin. Tóku þeir þá upp plötuna Never Mind The Bollocks. Stuttu seinna voru þeir allir handteknir fyrir að halda ólöglegt partý á bát útá fljóti í London, þar sem þeir spiluðu sjálfir, en voru síðan leystir út gegn gjaldi. Í nóvember 77’ kom síðan platan í búðir og fór hún beint á toppin á Breska vinsældarlistanum. Í janúar næsta ár, eftir að hafa farið á stuttan túr um Bretland, fóru þeir til Bandaríkjanna til að kynna plötuna. Daginn eftir að sá túr endaði var Rotten rekinn úr bandinu. Sjö dögum síðar fóru Cook, Jones og Malcom til Rio til að hitta og taka upp lag með Ronnie Biggs. Í sömu ferð tók Sid Vicious upp sína frægu útgáfu á My Way með fyrrverandi bassaleikara Pistols ,Glen Matlock, á bassa. Í október 78’ fannst kærasta Sids, Nancy Spungen, látinn á baðherbergi hótelherbergis þeirra í New York. Sid var handtekinn fyrir morð en var síðan slept lausum gegn gjaldi. Hann lést af völdum heróins 2 febrúar 79’. John Lydon hinsvegar náði upp miklum frama og frægð með ýmsum hljómsveitum, einnig hefur hann leikið í kvikmynd, gefið út ævisögu og stjórnar nú daglegum útvarpsþætti sem heitir Rotten day. Eftir að hafa farið frá Pistols stofnaði Glen Matlock hljómsveit með Steve New, Rusty Egan og Midge Ure og kölluðu þeir hana Rich Kids og náðu þeir upp ágætis vinsældum. Síðan þá hefur hann unnið með tónlistarmönnum á borð við Johnny Thunders, Ian Hunter og Iggy Pop. Hann gaf einnig út ævisögu sem kallaðist ‘I was a teenage Sex Pistol’ árið 1990. Nú starfar hann sem sóló tónlistamaður. Steve og Jones héldu hópinn í nokkurn tíma eftir Pistols og sömdu saman nokkur lög fyrir plötuna, The Great Rock ‘n’ Roll Svindle. Steve varð síðan söngvari fyrir hljómsveitina The Professionals sem var stofnuð út frá hljómsveitinni Thin Lizzy. Hann býr núna í Bandaríkjunum og hefur spilað þar inn á plötur með tónlistarmönnum á borð við Kraut, Andy Taylor, Iggy Pop, Megadeath, John Taylor úr Duran Duran og Duff McKagan og Matt Sorum úr Guns´n´ Roses. Ekki er mikið hægt að segja um Paul Cook nema það að hann er nú mjög vinsæll session trommari og hefur hann spilað með ótal hljómsveitum.
Jæja, nú er komið að því að dæma plötuna en fyrst ætla ég að skrifa uppstillinguna á hljómsveitinni þegar hún var gerð.
Söngur: Johnny Rotten.
Gítar: Steve Jones.
Bassi: Sid Vicious/Glen Matlock.
Trommur: Paul Cook.
Never Mind The Bollocks.
1. Holidays in the Sun. 9.0.
Þetta lag finnst mér vera með betri lögum á plötunni. Það er aðallega um það hvað efnahagur Bretlands var lengi að lagast eftir seinni heimstyrjöldina og að þeir, sem pönkarar hafi loksins haft ástæðu til að eyðileggja hann aftur, þótt að Pistols hafi aldrei í alvöru ætlað sér að gera það.
2. Bodies. 9.0.
Þetta lag er í nokkurnveginn sama gæðaflokki og Holidays in the Sun, samt finnst mér það ekki alveg jafn gott en þó ekki nóg til að gera á milli í einkunargjöf. Það er mjög erfitt að segja til um hvað þetta lag er um því að það er í rauninni bara algjör vitleysa en ef ég þyrfti að giska myndi ég segja Nancy Spungen, því eins og allir Pistols aðdáendur vita hötuðu þeir hana allir nema auðvitað Sid.
3. No Feelings. 8.5.
Ég veit ekki til hvers þetta lag er sungið ef það þá til einhvers en skiptir ekki máli því að textinn er samt skemtilegur, t.d. Johnny Rotten segir í laginu að hann ætli að berja þann aðila sem lagið er sungið til í klessu sem er hálf kaldhæðnislegt því að Rotten var frægur fyrir það hvað hann var lélegur að slást, sem var nokkuð slæmt því hann altaf í slag.
4. Liar. 8.5.
Þetta lag er eiginlega um þá alla þegar þeir voru unglingar, s.s. vandræðabörn í hæsta gæðaflokki. Það vekur samt nokkra athygli hvernig þeir syngja það, sem er eins þeir séu foreldrarnir en samt voru þeir sjálfir bara unglingar þegar þeir sömdu það. Þeir segja til dæmis í laginu, you’re in suspension, en maður getur ekki ýmindað sér annað en að þeir hafi lent oft í því þegar þeir voru ungir.
5. God Save The Queen.9.5.
Þetta lag þarf ekki að kynna fyrir mörgum en það varð frægt í Bretlandi fyrir að vera fyrsta lagið þar í landi um drottninguna sem var ekki um hvað hún væri frábær, henni sjálfri fannst það reyndar alls ekki slæmt þótt það að öllum öðrum hafi fundist það. Í laginu má meðal annars heyra að drottningin sé ógn til annara landa, að hún sé ekki mannvera, að hún stofni framtíð Englands í hættu og ofan á allt segja þeir einnig að hún sé fasisti. Ég vil taka það fram aftur að drotningin sjálf hafði ekkert á móti þessu lagi.
6. Problems. 8.5.
Mér finnst þetta lag ekki skara fram úr en samt alls ekki lélegt. Þeir sömdu það eftir reynslu sína við að hafa lent í miklum vandræðum þegar þeir voru að reyna að slá í gegn, en segja það einnig hvað þeir höfðu gaman að því og hvað þeir voru frjálsir á þeim tíma, og taka það sérstaklega fram hvað fólk sem vinnur frá 9-5 (sem er fastur vinnutími í Bretlandi og víðar) væru föst í vinnu.
7. Seventeen. 8.0.
Þetta er svona með slakari lögum á plötunni en er samt mjög gaman að hlusta á það. Það er svolítið sérstakt að því leyti að Rotten syngur bara smá textabút, endurtekur síðan sex sinnum orðin I’m a lazy sod og síðan er lagið búið. Einnig vekur athygli að í laginu segir hann you’re only tventynine þótt að hann sjálfur hafi ekki verið nema átján ára þegar hann söng lagið fyrst. Einnig má taka það fram að lagið heitir ‘Seventeen’ en samt byrjar hann á því að you’re only tventynine, af hverju ekki bara að segja you’re only seventeen, sérstaklega af því að það myndi réttlæta það að segja ‘only’.
8. Anarchy in the U.K. 9.5.
Þetta finnst mér persónulega vera eitt besta lagið á plötunni rétt á undan God Save The Queen. Það er, eins og nafnið gefur til kynna, um anarkisma, sem var spáð að myndi ganga yfir Bretland en gerðist svo aldrei. Þess má til gamans geta að þegar Rotten var að semja þetta tók hann þrjá daga í að reyna að finna eitthvað sem að rímaði við fyrstu setninguna, I am an antichrist en endaði svo bara á því að segja síðan bara, I am an anarchist í næstu línu. Þegar hann sýndi hljómsveitinni textann hötuðu þeir allir þessar fyrstu tvær setningar sem Rotten tók svo langan tíma í að gera en höfðu þær samt inni í laginu því þeir höfðu ekkert betra. Það var pottþétt rétt ákvörðun því þetta varð sýðan eitt vinsælasta lagið þeirra.
9. Submission. 8.0.
Þetta lag myndi ég segja að væri í sama gæðaflokki og Seventeen, s.s. ekkert sérstakt en samt alls ekki lélegt. Textinn er samt eiginlega bara hreinn og beinn skáldskapur því það er eitthvað um að hann sé í einhverri sendiför fyrir Breska herinn. Hann er reyndar ekki bara skáldskapur heldur einnig bara algjört rugl. Ég mæli með því að þið farið inn á Google, finnið þennan texta og skoðið hann, bara svona upp á gamanið.
10. Pretty Vacant. 8.5.
Þegar ég eignaðist fyrst diskinn var þetta eitt af fyrstu lögunum á disknum sem ég fílaði. Þetta er svona eitt af þessum lögum sem eru svakalega góð fyrst þegar maður hlustar á þau en eru síðan ekkert sérstök þegar maður hlustar aðeins meira á þau. Mér finnst það reyndar ennþá vera gott lag en samt ekki eins gott og það var þegar ég hlustaði á það fyrst. Ég skil reyndar ekki hvað þeir eru að tala um þegar þeir segja að þeir séu Pretty Vacant, en ef einhver fattar það má hann skrifa það í álitunum.
11. New York. 9.0.
Ég hafði ekkert hlustað á þetta lag þangað til að vinur minn (sixx) sagði hversu geðveikt það væri og þá fór ég svona eitthvað að hlusta á það og stuttu seinna fannst mér það vera orðið geðveikt gott líka. Í laginu eru þeir að gagnrýna New York (hverjum hefði grunað) með því að segja um hana eitthvað eins og að hún sé alveg hryllilega leiðinleg borg og að hún sé full af dópistum og hommum. Þeir drógu það reyndar allt til baka þegar þeir fóru þangað sjálfir.
12. EMI. 9.0.
Þetta lag hafði ég heldur ekki hlustað á, það er að segja fyrr en ég hlustaði á New York en þegar ég hlustaði fyrst á það fannst mér það svona þrusugott og sá þá virkilega eftir því að hafa ekki hlustað á það fyrr. Í laginu syngja þeir eitthvað um EMI þótt ég sé ekki alveg viss hvort að það sé gott eða slæmt en þetta er allavega gott lag svo það skiptir eiginlega ekki máli.
Takk fyrir lesturinn.