Ok ég sá að það vantaði alveg allt um Queen hér inná :P Ég set hérna inn texta sem ég skrifaði fyrir nokkru síðan um 3 uppáhalds diskana mína, Queen II, Sheer Heart Attack og A Night At The Opera. Vona að þið hafið gaman að því að lesa þetta. Hef reynt að fá eins miklar upplýsingar og ég gat um lögin.

’74 Queen II

UK: 8. mars 1974
USA: 9. apríl 1974


Hugmyndin af umslaginu kom frá þeim sjálfum og þetta er sama uppstilling og í Bohemian Rhapsody og á merkinu þeirra. Þessi uppstilling var líka notuð í One Vision myndbandinu. Lögin eru þunglindisleg og dökk og renna saman. Fyrsti smellur Queen er á þessari plötu. Seven Seas of Rhye. Þetta er lang dekksta plata þeirra. Þessi plata er eiginlega bara alveg snilld !! Og alls ekki eins þunglindisleg og ég bjóst við, allavega heyri ég það ekki enn…… ÞESSI PLATA ER SNILLD! En það verður að hlusta á hana alveg í röð.. ekki blanda neinum öðrum lögum inní. Þá skemmist heildarmyndin. Í september hafði platan selst í yfir 100.000 eintökum.

Fyrst er lagið Procession eftir May. Við fyrstu hlustun finnst mér það bara æðislegt.. Þetta er eiginlega bara gítarsóló eftir Brian… reyndar soldið stutt, 1.21. Það er svona nokkurn vegin forspil á næsta lag.

Father To Son er hart rokklag eftir May. Það fylgir alveg á eftir síðasta lagi, manni finnst procession bara vera forspilið á þessu eða eitthvað. Lagið er hins vegar bæði rólegt og þungt og rokkað. Ef maður hlustar vel þá á víst að heyrst írsk þjóðlagatónlistaráhrif í kafla í laginu. Ég hef ekki ennþá fundið það en á eftir að hlusta meira á það. Flott lag en ekkert snilldarverk.

White Queen (As It Began) (May) Það er samið áður en Queen varð til en ekki samið út af nafninu Queen. Þetta er alveg ótrúlega fallegt lag, örugglega eitt af þeim fallegustu og textinn er ótrúlega flottur. Lagið er í lengra laginu, fjórar og hálf mínúta en textinn ekkert svakalega langur, það er líka flott gítarsóló þarna inn á milli. Ég hef ekki heyrt alveg nóg um þetta lag en ég veit að það er fólk sem grætur yfir þessu lagi.

Some Day One ay er eftir May, það síðasta eftir hann á plötunni. Mér finnst það alveg rosalega flott. Vel samið og textinn flottur. Það passar alveg á eftir White Queen. Þetta er eiginlega bara snilld og verður betra og betra. Ég féll alveg fyrir þessu lagi. Mér heyrist Brian vera að syngja það en samt er þetta dáldið ólíkt röddinni hans.

The Loser In The End. Samið af Taylor og hann syngur það með sinni æðislegu rödd. Það er eitthvað ásláttarhljóðfæri sem ég heyri í þessu lagi en ég kem því bara ekki fyrir mig í augnablikinu, reyni að finna það út. Þetta er flott lag og mjög þægilegt að hlusta á. Allur ásláttur og trommur og allt eru eiginlega alveg rosalega flottir og Brian spilar á kassagítar undir, þetta er æðislegt lag.
Lagið er um hver tapar að lokum.

Ogre Battle er eftir Mercury. Hérna byrjar rokkið á ný eftir 3 minna rokkuð lög. Þetta er svona ævitýralag um bardaga milli trölla eða eitthvað. Ævintýralögin einkenna dáldið fyrstu plötur Queen. Flott lag!

Næsta lag er svo The Fairy Feller’s Master-Stroke eftir Mercury. Lagið er samið um málverk sem ég hef ekki séð, en ég mun reyna að finna það og setja inn á síðuna seinna. Flott lag og það er notaður semball/harpsicord í því sem kemur alveg rosalega vel út! Ég hef eitthvað skoðað textann en hann er alveg bara eitthvað sem ég skil ekki, notað einhver skrítin orð. Örugglega eitt af léttustu lögunum =) ekki eins þungt allavega og hin. Það er bara tvær og hálf mínúta sem er stutt meðað við lögin á disknum sem eru flestu um 4-5 min.

Nevermore er næst og er eftir Mercury. Það er um ástina og þunglyndi og er eiginlega alltof stutt… bara rúmlega ein mínúta. En þetta er samt algjör snilld og fer alls ekki fram hjá manni þó að það sé stutt.

The March Of The Black Queen eftir Mercury og alveg rosalega Mercury legt =) það er alveg ágætt en allavega við fyrstu hlustun finnst mér það bara ekki gott. Það er rosalega Queen legt en einhvernvegin svo illa blandað saman. En ætli það batni nú ekki ef ég hlusta á það oftar. Það á víst að vera algjör snilld en ég hef ekki komið auga á snilldina ennþá.

Funny How Love Is er líka eftir Mercury og er bara alveg ágætis lag :)
Það fjallar um hvað allir litlu hlutirnir í tilverunni gera ástina indislega og líka hvað það þarf lítið til þess að eyðileggja hana.

Ellefta lagið á disknum Seven Seas Of Rhye eftir Mercury. Þetta varð fyrsti smellur Queen. Það kom þeim nokkuð á óvart að þetta lag skyldi verða frægt því að mörgum finnst það ekki eins mikil snilld og hin lögin. Mér finnst það hinsvegar eitt af þeim bestu á disknum. Lagið byrjar á dáldið erfiðu píanói sem er alveg rosalega flott, ég er loksins búin að ná því að spila það :) En þetta er geggjað flott lag og hefur alltaf verið eitt af mínum uppáhalds. Í endanum kemur eiginlega svona annað lag eða eitthvað, sem er svo blístrað í byrjuninni á Brighton Rock á Sheer Heart Attack albúminu.

Svo er eitt lag sem ER inn á disknum sem ég hef ekki séð neins staðar skráð inná allavega eki undir þessu nafni. Það er lagið See What A Fool I’ve Been og ég er nokkuð viss um að það sé eftir May. Það er einhvernvegin Queenlegt en samt langt frá því að vera Queenlegt og ég fíla það eiginlega ekki… Bara það er ekki neitt sérstakt… myndi bara fá einkunina 3/10 hjá mér.
Það er án efa lélegasta lag plötunnar.



Freddie Mercury - vocals, piano/harpsichord
Brian May - guitars, piano, vocals, bells
John Deacon - bass guitar, accoustic guitar
Roger Meddows-Taylor - percussion, vocals




’74 Sheer Heart Attack

UK - 1 Nóvember 1974 - Gull
USA - 12 Nóvember 1974 – Gull


Alveg síðan ég fékk mér þennnan disk hefur hann verið í uppáhaldi hjá mér. Diskurinn er bara algjör snilld. Mikið af gítarleik disksins var settur eftir á því að Brian May hafði verið veikur eftir sýkingu af óhreinni sprautunál. Í kringum útgáfu platarinnar fóru þeir í tónleikaferðalag um Bretland og Evrópu. Á þessum tíma voru þeir ekki alveg sáttir við útgáfufyrirtæki sitt, Trident og óskuðu eftir lögmanni til að slíta sig frá þeim.

Fyrsta lagið á disknum er lagið Brighton Rock eftir Brian May. Brian er aðalega að sýna snilli sína í laginu

Næst kemur annað frægt Queen lag, Killer Queen sem er eftir Mercury. Töff lag sem varð til þess að koma Queen almennilega fyrir almenningssjónir. Það kom fyrst út á smáskífu sem seldist alveg gríðarlega vel og sýndi að þeir gátu líka samið annað en þungarokkslög.

Þriðja lagið á plötunni er lagið Tenement Funster eftir Taylor og hann syngur það sjálfur. Lagið verður eiginlega bara betra og betra eftir því sem maður hlustar oftar á það. Mér finnst lagið líkjast dálítið I’m in love with my car en það gæti bara verið af því að Roger syngur það líka. Lagið er um ungan rokkara sem hefur alla á móti sér vegna síða hársins og háværrar tónlistar.

Fjórða lagið er lag eftir Mercury og nefnist Flick Of The Wrist. Þetta er geggjað lag, skemmtilegur texti um ekki alveg svo skemmtilega hlusti :P Þungt lag en samt létt og með húmor.

Næsta lag, það fimmta á disknum er líka eftir Mercury. Lily Of The Valley er rólegt og stutt (1,45) og er eiginlega bara lítið og fallegt. Það er í þessum ævintýrastíl og inn í textanum er seven seas of Rhye nefnt…

Sjötta lagið er Now I’m Here eftir May. Þetta lag hefur alltaf verið í svolitlu uppáhaldi hjá mér og mér finnst trommurnar í því flottar. Brian samdi það þegar hann var á spítala. Lagið er ekkert sérstaklega einfalt í Live-flutningi og á tónleikum fengu þeir rótara til að klæða sig eins og Freddie og koma sér fyrir hinum megin á sviðinu. Ljósinu var beint að Freddie sem söng “Now I’m Here” og síðan að rótaranum á meðan Freddie söng “Now I’m There” Töff :P Í endanum á laginu kemur hin stórskemmtilega setning Go Go Go Little Queenie! sem er úr laginu Little Queenie með Chuck Berry. Lagið kom fyrst út á smáskífu og varð svona “hit”

Næsta lag er það fyrra af tveimur sem heita In the Lap Of The Gods og er eftir Mercury. Alveg stórskemmtilegt lag og röddin í Freddie er mjög skemmtileg. Lagið byrjar á “screams” hjá Roger Taylor og lagið er hálfgert grín.

Stone Cold Crazy er næsta lag og er eftir þá alla. Metallica tók þetta lag einhverntíma og gaf það út. Lagið er alveg gríðarlega hratt sungið og það er mjög erfitt að syngja með því. Lagið er upphaflega með Wreckege en er mjög endurunnið. Fyrst fannst mér það ekkert svaklega líkt Queenlögum en “Stone Cold Crazy You Know” í endann á hverju erindi bjargar því alveg og gerir smá húmor í það. Þetta lag er líka það fyrsta sem Queen flutti á sviði.

Níunda lagið er lítið og fallegt vögguljóð eftir May. Dear Friends er mjög fallegt og þægilegt að hlusta á. Eina undispilið er Píanó og bakraddir. Maður lærir textan á no-time og getur stillt það á repeat og sungið það aftur og aftur….

Eina lag Deacons á þessari plötu er Misfire og það er eitt af fyrstu lögunum sem Deacon samdi aleinn. Alveg snilldar lag en verst að það er ekki hægt að hlusta á það með einum headphone (verður að hafa báða í eyrunum) eða í einum hátalara…það er nebbla sungið til skiptis í hátalarana. Snilldar lag. Deacon á flesta gítarana í því.

Næsta lag er það ellefta á disknum og æðislegt grín lag. Það heitir Bring Back That Leory Brown, eftir Mercury. Flott fyndið og skemmtilegt og textinn er æðislegur, lesið hann með. Brian spilar á Ukulele og Banjo og John spilar á kontrabassa. Maður verður alltaf glaður við að hlusta á þetta lag =) Rétta lagið til að koma sér í stuð. Textinn fjallar eiginlega ekki um neitt nema þennan Leaory Brown.

Næstsíðasta og leiðinlegasta lagið á plötunni er She Makes Me (Stormtrooper In Stiettoes) eftir May. Hvernig í ósköpunum tókst Brian að semja svona óspennandi og leiðinlegt lag?? Þetta er eina Queen lagið sem mér finnst alveg hundleiðinlegt. En samt það skánar með tímanum. Trommurnar og gítarinn er alltaf eins og Brian notar ekki gítarinn sinn, red special í laginu (allavega heyri ég ekki í honum )

Diskurinn endar svo á In The Lap Of The Gods…Revisited eftir Mercury. Aldrei hef ég skilið afhverju það þurfa að vera tvö lög með þessu nafni….en jæja….þetta er flott lag og flottur texti. Mörgum finnst þetta vera besta lag plötunnar. Freddie syngur um að hann viti alveg hvað þú sért að gera og að hann sé ekkert fífl að fatta það ekki. Það eina sem fer í taugarnar á mér við þetta lag er að það kemur einhver hávaði í endann á laginu….maður fær alveg hjartaáfall :) En lagið er alveg geggjað flott.
Sagt er að John Deacon syngi smá bakraddir í laginu, en hann er víst sagður alveg laglaus 


Roger Taylor - Drums, vocals, percussion, screams
Freddie Mercury - Vocals, piano, jangle piano, vocal extravaganzas
John Deacon - Bass guitar, double bass, acoustic guitar, almost all guitars on “Misfire”
Brian May - Guitars, vocals, piano, genuine George Formby ukelele-banjo, guitar orchestrations







’75 A Night At The Opera

UK - 21 Nóvember 1975 - Platinium
USA - 2 Desember 1975 – Gull



Þetta er flottur diskur! Líklega frægasti diskur Queen. Framan á er endurgert Skjaldarmerki Queen sem Freddie hannaði. Titill en fenginn eftir af samnefndri mynd Marx bræðranna (hverjir sem það nú eru).

Diskurinn byrjar á skemmtilegu lagi, Death On Two Legs (Dedicated To…), um yfirmann á Trident Music, Norman Sheffield og hann er niðurlægður alveg rosalega í því. En hann fór illa með Queen þannig að það er hægt að réttlæta það aðeins. Lagið fer stighækkandi í byrjun, mjög töff. Það er eftir Mercury.

Næst er lagið Lazing On A Sunday Afternoon eftir Mercury. Alveg snilldar grínlag en því miður of stutt en það er snilld. Lagið sem kemur alveg þar á eftir er lagið I’m In Love With My Car eftir Taylor. Lagið er tileinkað einhverjum “Johnathan Harris, boy racer to the end”, eins og stendur í umslaginu. Þetta lag er bara einfaldlegu um mann með bíladellu og eeelskar bílinn sinn. Röddin hans Rogers passar alveg fullkomlega inn.

Fjórða lagið er eftir Deacon og heitir You’re My Best Friend Annað lag Johns sem hann samdi einn og fyrsta fræga lagið hans. Það er sagt að það hafi komið hljómsveitarmeðlimunum meira á óvart að það skildi verða frægt en Boh Rha. Ekki eitt af mínum uppáhaldslögum en samt dáldið flott. John spilar á rafmagnspíanó í laginu.

Næsta lag heitir því langa nafni ’39 eftir May. Dáldið Countrylegt lag eða mér finnst það allavega. Það er ekki hátt á uppáhaldslistanum mínum en ég veit um nokkra sem finnst það æði.

Næsta lag, það sjötta, er líka eftir May og heitir Sweet Lady Það er fyst núna sem ég er farin að fíla þetta lag, og bara ansi vel :) Því er lýst sem í hæsta lagi allt í lagi gott lag á Stóra Íslenska Queen vefnum en ég verð að vera ósammála því. .. þetta verður nebbla alltaf flottara og flottara efitr því sem ég hlusta á það oftar.

Sjöunda lagið er frábært grínlag eftir Mercury. Seaside Rendezvous er aðeins í stíl við Bring Back that Leory Brown ef maður spáir dáldið í lagi. Skemmtilegt ástar lag og fullt af hljóðfærum eru notuð í það. Roger sá um Brassið og Freddie um tréblásturinn. Mjög flott og skemmtilegt lag.

Lagið The Prophet's Song er án efa er þetta eitt af laaaaangbestu lögum Queen. Það eru ekki allir sem eru sammála því hvað lagið fjallar um, sumir segja Nóaflóðið en ég held að það fjalli um fólkið á jörðinni, afkomendur okkar, sem eru að syngja um hvernig jörðin er orðin, allt ónýtt og ömurlegt og engann langi að búa þar lengur. Lagið er mjög tregafullt og sorglegt. Það er 8,21 mín. langt og sólóið í því er bara raddir. Eða Freddie að syngja í Micrafón með nokkurns konar echo-i (skil ekki alveg, sólveig var að reyna að útskýra það fyrir mér:). Algjört snilldarverk !!

Næsta lag er eitt af frægustu lögum Queen enda er það æðislegt. Love Of My Life er snilld! Fallega lag um ástina eftir Mercury. Eitt af því sem mér finnst flott er að gítarinn líkir eftir hljóðfærum í laginu, á einum stað er alveg eins og það sé spilað á selló en það er bara Brian með gítarinn. Hann spilar líka á hörpu. Það kom þeim í hljómsveitinni á óvart hvað það skyldi verða frægt.

Tíunda lag disksins og fjórða grínlagið og það versta af þeim er Good Company með May. Það er alls ekki slæmt en ekki svaka gott heldur.

Lag númer 11 þekkja allir. Bohemian Rhapsody eftir Mercury. Lagið var kosið besta lag árþúsundarins árið ’99 eða ’00. Þetta lag er líka algjör snilld. Það tók dáldinn tíma fyrir Queen-meðlimi að fá að gefa lagið út á smáskífu vegna þess hve það var langt og innihélt skrítinn kafla sem var ólíkur öllu. En það hafðist loksins og aldrei datt mönnum í hug hve frægt þetta lag varð. Það vita allir hvaða lag þetta er þó að þeir hafi aldrei heyrt af Queen eða Freddie Mercury eða eitthvað. Allavega get ég ekki lýst því hvað þetta lag er æðislegt.

Diskurinn endar svo á Þjóðsöngi Bretlands, God Save The Queen í útsetningu Brians May. Lagið er spilað síðast á tónleiknum og Freddie kemur fram svaka kóngafötum með kórónu og allt :P


Freddie Mercury: vocals, vocals, Bechstein Debauchery and more vocals.
Brian May: guitars and orchestral backdrops
Roger Taylor: percussion
John Deacon: electric bass
Shadows will never see the sun