Dínósára tríóið ELP.

Sumarið 1997 átti ég þess kost að sjá eina af hinum gömlu glæstu prógressífu sveitum sjöunda áratugarins Emerson Lake og Palmer,sem lengi vel voru jafnokar
Genesis,Yes,Pink Floyd og fleirri framsækinna hljómsveita þess tíma.
Sveitin hefur alltaf verið mér hugleikin og var gaman að sjá þá í fullu fjöri í smábæ í Luxemburg eitt bjart júní kvöld í leikfimisal í kaþólskum skóla ásamt mjög furðulegum japönskum kvennkyns aðdáendaklúbb sem ég kynntist á netinu en það er önnur saga.
Emerson kom úr The Nice,Lake kom úr King Crimson og Palmer úr Atomic Rooster.
Voru stofnaðir í San Fransisco 1969 þótt allir væru þeir frá Englandi og var rætt um að bjóða Jimi Hendrix í sveitina á tímabili.
Og þá hefðum við kannski setið upp með HELP en af því varð ekki ,grúbban hefði vart þolað tvo snillinga hlið við hlið en kannski hefðu þeir hjálpað Hendrix upp úr ælunni 1970 og veröldin væri ríkari í dag.
Fyrsta platan hét einfaldlega Emerson Lake and Palmer og kom út 1969 rokseldist og sló í gegn,sterk lög þar eru The Barbarian og svo hið útvarpsvæna lag Lucky Man sem Lake sagðist hafa samið þegar hann var 14 ára.
Á árunum upp úr 1970 stóð sveitin á hátindi frægðar sinnar,tónverkið Tarkus sem þeir
sendu frá sér 1971 var kosin plata ársins af Melody Maker,meðlimirnir þrír þeir Keith
Emerson,Greg Lake,Carl Palmer voru ofarlega á listum yfir þá“bestu” í vinsælda-
kosningum tónlistatímarita beggja vegna Atlantshafsins.
Túlkun þeirra á ýmsum verkum klassískra tónskálda þótti nýstárleg,td útsetning þeirra
á verki Modest Mussorwski Pictures at an Exebition var tekin upp live og kom út1971
Jafnframt urðu þeir fyrir vikið umdeildir og fóru í taugarnar á Klassíkerum þess tíma.
En í eyrum hins venjulega unglings útvíkkuðu þeir hina tónlistarlegu skynjun með því
að sækja efni í klassískar auðlindir án þess að vera á sýrutrippi eða fitla við tamla eða
sítar.
Trilogy kom út 1972 þar tókst þeim að viðhalda vinsældum sínum með þungu proggi ásamt útvarpsvænum lögum eins og From the beginning og The Sheriff.
1973 kom svo snilldarverkið Brain Salad Surgery sem enginn sannur gullaldarmaður
getur verið án.
Fyrir undirritaðan opnuðust tónheimar Bela Bartoks,Aarons Copelands,J Bach ofl.
Að öðru leyti voru þeir “venjulegar” rokkstjörnur,lifðu hratt í heimi velgengninnar og
með árunum dvínaði hinn tónlistarlegi metnaður,hið ljúfa líf tók sinn toll,tónleikar þeirra þóttu vel sýna andlega og veraldlega úrkynjun þesslags hljómsveita.
Öfgafull sýningaratriði þar sem Emerson hékk í lausu lofti og spilaði á Steinway
flygil með tilheyrandi flugeldasýningum þótti sönnun þess að tónlistin væri aukaatriði.
1974 gáfu þeir út þrefalda tónleikaplötu ,Welcome back my friends to the show that never ends , eftir það var hljótt um sveitina þar til í mars 1977 að þeir gáfu út Works
volume one sem var tvöföld LP ,hver hljómsveitarmeðlimur átti eina síðu sóló og síðan hljómsveitin eina síðu saman.
Sköpunarkraftur þremenninganna hélt fullum dampi enn um sinn.
Works 2 fylgdi í kjölfarið þar sem allar stefnur í tónlist óðu uppi.
Sveitasetur Emersons í Englandi brann og samdi hann þá hinn kraftmikla piano concert no 1 þar sem hatursfullar tilfinningar fá útrás.
Fóru þeir í tónleikaferð um Norður Ameríku með 80 manna sinfóníuhljómsveit,
kostnaðurinn gerði þá nánast gjaldþrota þó aðsóknin væri góð.
Sinfóníuhljómsveitin var send heim í miðjum klíðum,tríóið kláraði hljómleikaferðina
sína sjálft,en Pönkið var í uppsveiflu og rýrði graslendur Dínósárana mjög.
Eftir tilraun að gera út á ímynd létts vinsælda popps 1979 sem mistókst hrapalega
lagði sveitin upp laupana,amk í bili.
Lítið fór fyrir þeim,enda magur tími fyrir Dínósárahljómsveitir.
1986 kom platan Emerson,Lake & Powell út,Palmer var í útgerð í Asíu og Ameríku með hljómsveitinni Asia ásamt John Wetton úr King Crimson og Geoff Downes úr Yes ofl.
Með því að fá hin öfluga trommara Cozy Powell með sér gátu þeir áfram kallað sig ELP,platan er ágæt en Powell endaði ævi sína fyrir fáum árum með því að keyra sportbíl sinn í klessu eins og sönnu goði sæmir.
Þegar sú auðlind var þurrausin sameinaðist ELP 1992 og gaf út plötuna Black Moon
sem var heiðarleg tilraun til fortíðar,innihélt meðal annars útsetningu þeirra á verki
Mussorwski ,Romeo & Julia.
Emerson þjáðist um tíma af taugasjúkdómi í handlegg og varð tvísýnt lengi vel hvort
kappinn næði fyrri styrk og fimi á hljómborðin,en hefur náð sér þokkalega.
Loka platan var In the hot seat og þótti fremur slök og hætti grúbban í kjölfarið þótt þeir Emerson Lake og Palmer séu enn starfandi sóló hér og þar.
Veit að þeir eru að safna saman efni á DVD disk líkt og Led Zeppelin gerðu með góðum árangri.
Hvet alla Gullaldarmenn að kynna sér hljómsveitina nánar.

Bootsey.