Þeir sungu eiginlega bara um ástina og ekki mikið fleira en það. Þegar ég hlusta á Bítlana og heyri alla þessa ást þá líður mér einfaldlega betur.Bítlarnir hafa náttúrulega gert einhvern slatta af lögum, maður þarf ekki að gera meira en að skoða nöfnun á þessum lögum og þá kemst maður í góðan fíling eins og t.d. “Love me do”, “P.S. I love you”, “She loves you”, “All my loving” og mörg fleiri.
Ég hef líka hlustað mikið á aðra tónlist og fylgst svolítið með textunum þar eins og t.d. “The curse of millhaven” með honum Nick Cave og það einfaldlega fjallar um stelpuna Lorettu sem myrðir fullt af fólki í bænum sínum. Þetta er gott lag en það kemur manni einfaldlega ekki í sama fíling og Bítlarnir koma manni í. Þetta eru nú samt ekki alveg sömu tónlistar stílar sem ég er að líkja hér saman en ég er aðalega að leggja áherslu á textana í lögunum.
En svo eru það þessi ótrúlega tíbísku textar, um það þegar einhverjir celebs eru að syngja um það hvað þeir geti ekki lifað lífi sínu og þeir geti ekki verið þeir sjálfir og svo eru það einhverjar konur að syngja um það hvað karlmenn eru ótrúlega óþarfi og svona textar koma manni einfaldlega bara í vont skap. Tónlist sem er með svona mórall, hún lifir varla lengur en hálft til eitt ár.
Bítlarnir hafa þann hæfileika að geta látið manni líða vel og ég trúi því að þeir séu svona frægir út af því. En aðrir tónlistarmenn hafa líka þennan hæfileika eins og t.d. Led zeppelin, Queen, Bob Marley og fleiri og allir þessir tónlistarmenn eru ekkert smá frægir og munu lifa að eilífu eins og Bítlarnir. Alltaf þegar ég hlusta á Bob Marley kemst ég í nákvæmlega sama fíling og þegar ég hlusta á Bítlana. Svo ég held það að uppskriftin í frægan og góðan tónlistarmann sé að gera eitthvað nýtt, vera með góð lög og semja flotta texta.
En þetta er bara mín kenning. það eru auðvitað til tónlistarmenn sem sungu ekki mikið um ástina en munu alltaf lifa eins og t.d. Nirvana, Jimi Hendrix og fleiri. Ég er ekki að alhæfa hérna en þetta er einfaldlega mín kenning
Ég heiti ekki gummi (og ekki heldur Guðmundur)…