Ég opna plötu skápinn, riklyktinn fyllur á mér nefið og ýskrið frá skápnum pirrar eyrun á mér. Við mér blasir frekar fátæklegt plötu safn, Abba og Rokklingarnir ásamt Roling Stones er það eina sem ég finn þarna. En skindilega rek ég augun í grát plötu hulstur. Gríp í það og dreg það rólega út. Eftir að vera búinn að þurka mesta rikið sé ég málverk af gömul kalli með greina bagga á bakinu, málverk þetta hangir á ílla förnum veggi með málingu sem er heldur betur kominn til ára sinna. Plötu hulstir opnast leikandi, enda rifið og greinilega marg opnað. Út treg ég plötuna og smelli henni í spilaran. Læt nálina hægt og rólega á spilaran.

1. Black Dog - byrjar svona rólega með slag en síðan kemur Robert inn með kraftmikinn söng, Page með mjög þéttan og flottan gítar “riðmah” og síðan blandast John og Bonso inn í þetta í mjög vel heppnuðu og góðu rokklagi. Það sem mér þykkir áhugaverðast við þetta lag er hvernig allt undir spil stopar og í stað þess er saungurinn einn og sér. [85/100]

2. Rock and Roll - eins og nafnið ber með sér er hér um að ræða rokk lag. Byrjar með flottu trommu slægji, sem seinna bætist við bæði bassinn/píanóleikurinn, gítarinn og Plant toppar þetta með sinni gull röd. Það sem mér þykkir flottast við þetta lag er hvernig Page lætur hljómana “renna” er ekki alltaf að slá, heldur leyfur hverju slagi að njóta sín svoldið. Svo endar lagið með frekar nettu trommuslagi, rétt eins og það byrjaði.(voðalega erfitt að útskýra)
[80/100]

3. Battle Of Evermore - Hér er um að ræða frekar rólegt lag (miðað við mörg zeppelin löginn) byrjar með banníjó sem gítarnn sameinast og úr þessu verður frekar flott lag. Plant svíkur mann ekki í þessu lagi með sinni glæsilegu rödd, en Page syngur líka bakraddir í þessu lagi(eins og nokkrum öðrum). Það er nánast alltaf sömu stefinn í þessu lagi og enginn sólu né trommusláttur. En samt sem áður er þetta einstaklega vel heppnað lag og í miklu uppáhaldi hjá mér. Textinn í því er mjög sértakur og gaman að velta fyrir sér meiningu hans http://lyricsplayground.com/alpha/songs/t/thebattleofevermore.shtml textan er að finna á þessari krækju. [90/100]

4. Stairway to heavan. - Hvað getur maður sagt um slíkt meistara verk? það væri leikandi hægt að skrifa heila grein um þetta eina lag, því ætla ég reyna að hemja mig með umfjölluninna á þessu lagi. Lagið sjálft byrjar með afskaplega rólegu enn fallegu gítarplokki og ánefa einum fallegasta söng sem borist hefur úr manskjafti. Píanó/hljómborð bætist líka þannig inni og er lagið samt sett úr nokkrum auðaðskiljanlegum erindum. Þegar hvert nýtt erindi bætist inn í “fitnar” lagið, bætist e-ð inn í það smátt og smátt svo á endanum er lagið orðinn ein svaka þétt melódía. Síðan hefst þetta yfirnáttúrulega gítar sóló í boði Jimmy Page. Eftir að vera með gæsa húð alveg milli tána og uppi eyru, byrjar þessi svaka flotti rokk riðmi sem er alveg lángt á undan sinni samtíð og Plant syngur sitt loka erindi þar sem meðal annars þetta hér kemur framm “When all are one, and one is all” ég sjálfur hef ekki hugmynd um hvar þetta er. Svo endilega tjáið ykkur um það, trúlega einhver konar himnaríki. Eftir að Plant slepir orðinnu “roll” fjarar lagið smátt og smátt út og endar á þessum meistara orðum “And she's buying the stairway to heaven.” [100/100]

Ég tek og sný plötuni rólega við og legg nálina gætilega að henni.

5. Misty Mountain Hop. - Byrjar á hressum hljómborðs leik Johns og áður en maður veit af var allt sameinað í þett sæmilega lag. [75/100]

6. Four Sticks - Lagið hefst á mjög slöku gítar sargi Page´s og einhver ásláturs leikur þar undir. Plant segir þarna einhvern texta. Mér finnst þetta lag bara hreinlega ekkert skemtilegt og án efa langversta lagið á þessari plötu. [45/100]

7. Going To California. Byrjar á salla rólegum og róandi gítarleik Jimmy og áður en maður veit af er John kominn með baníjóið í sambaldn við þetta. Robert singur þarna alveg ljómandi vel. Mér finnst vera svona svoldill útilegu lykt af þessu lagi, að þetta sé eitt af þessum lögum sem hægt væri að syngja saman yfir varðeldi í einhverjum brekku söng. En það er ekki á hversmannsfæri að leika svona á gítarinn. [80/100]

8. When The Levee Breaks. Lagið hefst á frekar einföldum takti hjá bonso ein síðan hefja bæði Page og Plant að spila, og tekur Plant þarna alveg heljarinar munnhorpu sóló. Þetta lag er alveg fínasta lag, jafnt og fallegt. Seinstu sekunturnar af þessu lagi er mjög sérstakar, eru eins og e-ð rulg. [70/100]

Nálinn er kominn á enda plötunar. Það eina sem heyrist er suðið í hátt stilum hátölrum.
“When all are one and one is all”- '