Ein stærsta og merkasta rokkhljómsveit allra tíma. Hún var stofnuð árið 1964. Hljómsveitin skipti fyrst um sinn mikið um meðlimi og nöfn en rétt fyrir sína fyrstu plötu 1967 komst endaleg uppröðun á hana. Það voru Syd Barrett (Roger Keith Barrett) aðalsöngvari, lagasmiður og gítarleikari hljómsveitarinnar, Roger Waters Bassaleikari og söngvari, Rick Wright hljómborðsleikari og söngvari og svo loks Nick Mason á trommur. Var hljómsveitin skírð í höfuðið á tveimur bluselistamönnum Pink Anderson og Floyd Council. Pink Floyd.
Syd Barrett sá um lagasmíði hljómsveitarinnar fyrst um sinn. Árið 1967 gáfu þeir út nokkur lög en þekktustu lögin frá þeim tíma eru “Arnold Layne” lagið fjallar um þjóf sem stelur kvenmansfötum en þó einnig ást, lagið er alfarið hugarsmíð Syds. Lagið var bannað á sínum tíma í Bretlandi útaf textanum. Annað lagið er “See Emily Play”. Þessi tvö lög eru dæmi um snilli Syds. Seinna þetta ár kom svo fyrsta plata þeirra út The Piper at the Gates of Dawn. Þessi plata er löngu orðin rokkklassík og er einstaklega góð. Sérstaklega fyrsta lagið “Astronomy Domine”.
1968 var snillingurinn Syd Barrett að verða geðveikur af ofnotkun LSD. Pink Floyd fóru því á þá leið að ráða nýjan meðlim í hljómsveitina David Gilmour sem átti fyrst að sjá um tónleikahliðina og Syd að semja en það gekk illa því Syd var bara orðinn of veikur, þannig að Gilmour var ráðinn endanlega inní hljómsveitina við gerð plötunar Saucerful of Secrets og var Syd endalega látin fara eftir þá plötu. Sagan segir að þeir hafi ekki beint rekið Syd úr hljómsveitinni, þeir koma bara ekki og sóttu hann fyrir eitt ,,giggið” og þá var hann hættur. Eftir að Syd var hættur gaf hann reyndar út þrjár soloplötur. Hljómsveitin fór hinsvegar að semja disk sem innihélt lög fyrir kvikmyndina “More” og plötuna Ummagumma (1969).
Árið 1970 kom út platan Atom Heart Mother og árið eftir kom út platan Meddle, ekki eru þetta neitt meistarastikki nema kannski lagið “Echoes” á Meddle. 1972 kom svo platan Obscured By Clouds út sem er tónlist við kvikmyndina “la vallée”.
Stóra stundin fyrir þessa hljómsveit kom þó ekki fyrr en 1973. Þá gáfu þeir út plötuna Dark Side of the Moon. Sem er næst söluhæsta plata frá upphafi. Með þessari plötu komust þeir endalega á kortið í Bandaríkjunum og varð lagið “Money” fyrsti ,,hitarinn’’ þar í landi. Þessi plata er ein besta plata sem gefin hefur verið út, lög eins og “Time”, “Us and Them”, “Money” og “The Grate Gig in the Sky”(í því lagi má heyra (ef hlustað er mjög vanlega) kona hvísla “If you can hear this little whisper , you´re dying.” Stórmerkilegt). Þessi diskur er gott dæmi hvað Roger Water er einstaklega góður laga- og textasmiður.
Tvemur árum seinna ákvöðu þeir að gefa út plötuna Wish You Were Here sem var tileinkuð þeirra fyrrum söngvara Syd Barrett aðlega lögin “Shine On You Crazy diamond” en þau eru um hann sérstaklega. Platan inniheldur 5 lög sem eru fáranlega góð “Shine On You Crazy Diamond” bæði lögin (í lögunum heyrist hlátur Syds fyrir aftan (heyrist vel þegar sögngurinn byrjar í því fyrra)), “Have A Cigar” “Welcome to the Machine” og svo eitt besta lag ever “Wish You Were Here”. Þegar þeir voru að taka upp plötuna á sínum tíma þá heimsótti Syd þá í studioið, engin af þeim þekktu hann í sjón, hann var orðinn það veikur. 8 kílóum léttari og búinn að raka af sér augabrýnnrar og hárið.
Eftir þessar ofurgóðu og vinsælu plötur kom platan Animals (1977) út, sem er um mismunandi gerðir af fólki en lögin fengu á endanum dýranöfn. Lagið “Sheep” er einstaklega gott.
1979 kom svo ein þekktasta plata þeirra út The Wall, sem var kvikmynduð árið 1983. Þess má geta að á tónleikaferðalaginu eftir plötuna var raunverulegur veggur gerður á milli hljómsveitarinnar og áhorfendanna. Eftir plötuna The Final Cut (1983) var yfirgangur Waters orðin það mikill að hljómsveitin klofnaði árið 1984. Hófst lagaleg deila meðlima Waters vs. Gilmour og Mason. Sem þeir Gilmour og Mason unnu. Roger Waters fékk þó að spila áfram Pink Floyd lög á tónleikumn. Gilmour og Mason gáfu út plötuna A Momentary Laps of Reason (1987) með hjálp annarra, meðalannars Rick Wrights sem hafði árið 1982 hætt í hljómsveitinni. 1988 kom safnplatan Delicate Sound of Thunder út.
1994 kom svo út platan The Division Bell, Rick Wright var kominn aftur inní hljómsveitina og er þessi plata einstaklega góð. Sérstaklega lögin “A Great Day for Freedom” og “High Hopes”. 1995 kom svo út safn- og tónleikaplatan Pulsa. Is There Anybody Out There? Er tónleikaplata sem gefin var út árið 2000. En núna síðast 2001 kom út Best of plata, Echoes sem er safn þeirra bestu laga.
Pink Floyd var innlimuð inní Rock and Roll Hall og Fame árið 1996.
Þessi hljómsveit var og er ein besta hljómsveit allra tíma.