Saga Led Zepplin Led Zeppelin

Led Zeppelin var stofnuð árið 1968 úr rústum hljómsveitarinnar Yardbirds. Þeir félagar hétu Jimmy Page (gítar), John Paul Jones (bassi), Robert Plant (söngur) og John Bonham (trommur). Í fyrstu kölluðu þeir sig “The New Yardbirds”, fyrstu tónleikar þeirra voru árið 1968 og voru haldnir í Kaupmannahöfn, stuttu seinna breyttu þeir svo nafninu í Led Zeppelin. Og ekki leið á löngu þar til þeir tóku upp sína fyrstu plötu, en það tók aðeins 30 tíma, sú plata hét einfaldlega“Led Zeppelin”. Fyrir lok ársins höfðu þeir skrifað undir samning hjá Atlantic Records. Þeir fóru svo á sinn fyrsta Ameríkutúr í byrjun 1969. Platan þeirra var svo gefin út í mars 1969 í USA og náði 10.sæti og svo seinna kemur hún út í Bretlandi og náði þar 6.sæti. Þeir tóku svo upp sína seinni plötu, “Led Zeppelin II”, á meðan þeir voru á tónleikaferðalagi í USA og Evrópu. Sú plata fór á toppinn bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Nafn þriðju plötunnar kom ekki á óvart en hún hét einfaldlega “Led Zeppelin III”, hún kom út í október 1970. Einmitt það sama ár komu Led Zeppelin hingað til lands og héldu tónleika . Næsta plata þeirra, “Led Zeppelin IV”, innihélt lög eins og “Black Dog” og þeirra frægasta lag “Stairway To Heaven”. Þess vegna kom nú ekki á óvart að þetta varð söluhæsta platan þeirra, hún hefur selst í yfir 20 milljónum eintaka. Liðsmenn hljómsveitarinnar byrjuðu svo að spila á færri tónleikum en hins vegar stærri en drógu sig svo í hlé til að taka upp sína fimmtu plötu, hún kom út vorið 1973 og hét hún “Houses Of The Holy”. Sú plata gaf ekkert eftir vinsældum hljómsveitarinnar og fór beint í fyrsta sætið víða um heiminn. Þeir fóru svo á Ameríkutúr 1973 og voru tónleikar þeirra í Madison Square Garden í júlí 1973 myndaðir og eru í kvikmyndinni “The Song Remains The Same” sem kom út árið 1976. 1974 gáfu þeir ekki frá sér neitt nýtt efni og spiluðu ekki á neinum tónleikum. En hins vegar stofnuðu þeir sitt eigið plötufyrirtæki sem fékk heitið “Swan Song” og gáfu þeir út allar sínar plötur eftir það frá því fyrirtæki. Og sú fyrsta kom út árið 1975 og bar hún heitið “Physical Graffiti” og var tvöföld. Sú plata sló í gegn og túr var planaður seinna um sumarið sama ár en var frestað þegar Robert Plant og eiginkona hans lentu í bílslysi þegar þau voru á Grikklandi. Svo kom út ný plata árið 1976, “Presence”, það kom ekki á óvart að hún fór beint á toppinn í Bandaríkjunum og Bretlandi. En hins vegar fékk hún ekki alltof góða dóma frá gagnrýnendum almennt. Svo fór hljómsveitin á túr til Bandaríkjanna árið 1977 en var svo síðar aflýst vegna þess að 6 ára sonur Robert Plant hafði látist úr magasýkingu. Upptökur á næstu plötu hófust svo haustið 1978. Um sumarið 1979 fóru þeir svo á túr um Evrópu. Platan “In Through The Out Door” kom svo út seinna það ár og fór vitaskuld beint á toppinn. Árið 1980 fóru þeir svo á sinn síðasta Evróputúr. Svo þann 25.september fannst trommarinn John Bonham látinn á heimili Robert Plant, hann hafði drepist áfengisdauða og kafnað í eigin ælu. Eftirlifandi liðsmönnum fannst hljómsveitin ekki sú sama án John Bonham og hættu þess vegna samstarfi í desember það sama ár. Eftir samstarfsslitin fóru allir meðlimirnir að vinna að sínu eigin efni. John Paul Jones gaf út sína fyrstu plötu “Zooma” árið 1999. Jimmy Page gaf út óútgefin Led Zeppelin lög á plötunni “Coda” sem kom út árið 1982. Jimmy Page og Robert Plant störfuðu síðan saman og gáfu út nokkrar plötur.

Plötur með Led Zeppelin.

Led Zeppelin.
Led Zeppelin II.
Led Zeppelin III.
Led Zeppelin IV.
Houses of the holy.
Physical graffiti.
Presence.
The song remains same.
In through the out door.
Coda.

Safndiskar:

Box set / Remasters.
Remasters.
Profiled.
Box set II.
Complete Studio Recordings.
BBC session.
EARLY DAYS … \“best of\” - vol. I.
Latter DAYS … \“best of\” - vol. II.