Ég ætla að senda þessa grein inn vegna mikillar hlustunar á þessum stórfenglega diski, sem er bókstaflega búinn að liggja á fóninum síðustu daga.
Jimmy Page: Gítar, orgel (er samt ekki viss með orgelið)
Ropert Plant: Söngur, harmonika
John Paul Jones: Bassagítar
John Henry Bonham: Trommur
Whole lotta love (Led Zeppelin)
Frábært riff (stef) hjá Page og fínn söngur hjá Plant. Svolítið skrítinn kafli þarna sem Bonham slær taktinn á disk og Plant syngur eitthvað: ahh ahh ahh ahh… Annars mjög fínt lag.
9,5/10
What is and what should never be (Page & Plant)
Frábær byrjun sérstaklega söngurinn hjá Plant. Viðlagið afar hressandi og sólóið hjá Page fínt.
Frábært lag!!!
10/10
The lemon song (Led Zeppelin)
Snilldar lag sérstaklega gítarinn og trommurnar… söngurinn fínn og bassaslátturinn líka mjög fínn… Týpískt Zeppelin lag á köflum.
9/10
Thank you (Page & Plant)
Mér hefur alltaf fundist þetta vera fallegt lag og það hefur alltaf snert mig á einhvern hátt. Orgelið (held að það sé orgel) er snilld og söngurinn hjá Plant… ekki má gleyma gítarnum og sólóið er mjög einstakt. Mjög fallegt lag!!
10/10
Heartbreaker (Led Zeppelin)
Magnað byrjunarstef hjá Page og John Paul Jones fer líka á kostum. Einnig er söngurinn fínn
og ég held að allir rokkarar hafi heyrt þetta lag (vona ég) því þetta er frábært lag með ansigóðu sólói hjá Page!!
9,5/10
Living loving maid (Page & Plant)
Byrjar strax af krafti. Sveitin fer öll á kostum í þessu lagi. Fyrsta lagið sem ég heyrði með Zeppelin og ég mæli með því að allir sem ekki hafa heyrt þetta geri það að markmiði sínu í lífinu að hlusta á þetta lag
10/10
Ramble on (Page & Plant)
Byrjar frekar rólega með ljúfum hljómum frá Page svo kemur Bonham inn og slær á bongótrommu eða eitthvað slíkt, eftir honum kemur John Paul með fallega tóna á þverbassann (nýtt orð) og loks Plant. Kröftugt viðlag og mjög svo grípandi (sérstaklega fyrir sveitta vinnumenn sem glíma við malbika hraðahindranir).
9,5/10
Moby dick (Bonham, Jones og Page)
Hið fræga lag með trommusólóinu langa sem Bohnham fer á kostum í!!! Frábært stef í byrjun hjá Page sem ætti að hressa alla, unga sem aldna!!
Gott lag!!!
9,5/10
Bring it on home (Page & Plant)
Byrjar eins og týpískt blúslag þar sem Page & Plant spila eingöngu og Plant grípur í munnhörpuna. Lagið breytist síðan alveg þegar Page kemur með ódauðlegt stef og hinir sveitarmeðlimarnir koma inní.
Ágætis lag…
8,5/10
Að mínu mati er þetta frábær plata í heild sinni og mæli ég með því að allir sem lesi þessa grein festi kaup á henni sem fyrst! Besta Zeppelin I, II, III og IV platan!!! En auðvitað er það bara mitt álit.
9,5/10