Bítlarnir fóru nú að vinna að plötu sem fékk vinnuheitið Get Back, lagið Get Back var hinsvegar samið um að innflytjendur væru ógnun á atvinnulífið í Bretlandi, eða svo sögðu margir. John sagði að Paul hefði alltaf litið á Yoko í hvert sinn sem hann sagði Get Back. Apple búðin lokaði með útsölu þarsem Bítlarnir gáfu allt, einn hlutur á mann. Apple endaði ekki eins og það byrjaði.
Bítlarnir vildu gera hráa plötu, semja efni æfa það og flytja það síðan “Live”, en hvar átti að taka það upp, margir komu með tillögur og það var ákveðið að spila uppá þaki Apple byggingarinar.
Paul var farin að eyða miklum tíma með ljósmyndaranum Lindu Eastman, faðir hennar hét upphaflega Epstein en ekki Eastman en lét breyta nafni sínu. Eastman nafnið er örugglega þekktast fyrir Eastman myndavelafilmunar. Paul kynntist Lindu á klúbb í London og þau töluðu um músík, Linda hafði verið send til Breatlands til að taka myndir af Bítlunum. Paul bauð Lindu að koma heim til sín í íbúðina sína. Hún fillti ískápin hans af matvörum og þau kvöddu síðan nokkrum klukkutímum síðar. Hann hringdi til bandaríkjana og sagðist vilja hitta hana aftur seinna og spurði hvort hún vildi koma og sjá Bítlana spila inná hvíta albúmið og hún kom seinna og sagði við Paul förum úr London og keyrum út í buskan. Paul samdi lag um þegar þau keyrðu út í buskan, Two Of Us. Ég gleymdi allgjörlega Across The Universe í fyrri köflum, ég segi bara frá því hérna. Það var gefin út safnplata og John átti eitt lag á henni Across The Universe, en aðra útgáfu en er á Let It Be, fuglasöngur heyrist í byrjunini og unglingsstelpur(sem Paul fann) syngja bakraddir. John sagði að Paul hefði verið að reyna að eyðileggja lagið með að setja unglingstelpunar inn. Lagið var fyrsta náttúruverndarlagið, sem hafði verið samið.
Píanóleikarin Billy Preston var farin að spila með Bítlunum eftir að George kom með hann.
Hann sá hvað bítlarnir höguðu sér vel þegar Eric Clapton kom inn. Myndavélar voru inní Twickenham stúdíóinu sem þegar æfðu sig í. Í Get Back myndini eru George og Paul að rífast og George reynir að forðast Paul(að fara í rifrildi við hann). Paul sagði við George “Ég sagði þér að spila svona”, George svaraði “ég spila bara sem þú segir mér að spil, ef þú segir mér að spila, þá spila ég”. Rifrildin gengu, þessi hugmynd að gera hráa plötu fór í vaskin, út af framleiðandanum Phil Spector. Let It Be… Naked, heitir plata sem var gefin út nýlega(mæli með henni), hún er hrá. Billy Preston spilaði á smáskífu með bítlunum Get Back/Dont Let Me Down. Dont Let Me Down er lag eftir John, þarsem hann syngur til Yoko, um að bregðast sér ekki.
Dig A Pony er lag númer tvö á Let It Be, og er eftir John, í byrjun lagsins heyrist smá gítarhljómur og síðan heyrist “Hold It” og síðan svona Sniff hljóð. Annaðhvort voru þeir að grínast eða að sjúga eithvað uppí nefið, ég er ekki viss. I Me Mine er fjórða lag plötunar og þess má geta að sjálfsævisaga George heitir I Me Mine, í þessu lagi er sérstaklega flottur trommuleikur(finnst mér). Auk þess var George farin að semja meira og meira fyrir fyrsta sóló albúm sitt, All Things Must Pass, og á Anthology 3 er All Things Must Pass með Bítlunum.
Dig It er skrítið lag eftir John og er ekki á Let It Be… Naked. Í bakgrunni í laginu eru svona allskins hljóð, eithvað sem er að gerast í stúdíóinu. Let It Be er svosem lag með sögu sem allir þekkja, en það var þannig að Paul var alltaf að reyna að halda Bítlunum saman, eina nótt birtist mamma Pauls, Mary honum í draumi og sagði Paul að láta málið vera með´Bítlana, hann getur ekki haldið þeim saman að eilífu.
Maggie Mae er gamalt sjóara lag sem Paul og John sungu oft á Liverpool árunum og er sjötta lagið á plötuni og er í umþaðbil bara 50 sek. Nú má segja frá því að “samvinna” Pauls og Johns, hafi verið góð, næsta lag er ekta Lennon/McCartney lag, en ekki beint sömdu þeir það saman John samdi sitt lag og Paul sitt, þeir settu þessi lög í eitt lag og útkoman varð Ive Got A Feeling.
One After 909, hefði kannski komið fyrr út hefði Paul ekki gleymt Bassanöglini sinni heima 1963. Lagið var samið á Liverpool árunum og er eftir John, lagið er fjörugt rokklag, í svona Skiffle-stíl, á Anthology 1 er lagið líka og þar kemur fram að Paul vanti nöglina. Uppáhalds lagið mitt á Let It Be… Naked er Long And Winding Road, en ekki á upprunalegu Let It Be, þarsem Phil Spector setti eithvað drasl inná lagið, óperubakraddir og sinfónu tónlist í bakgrunnin. Ég ætla þó að segja að þó hann hafi skemmt Let It Be, gerði hann sóló plötu Johns Imagine svo vel að ég fyrirgef honum næstum Let It Be.
For You Blue er líka lag eftir George og í laginu virðist vera allt í fullu fjöri hjá Bítlunum en svo var ekki, þeir(Bítlarnir) voru um það bil að leysast upp, svo þeir héldu þó sínu striki í upptökum.
Eftir upptökur héldu Bítlarnir sína lokatónleika uppá þaki Apple byggingarinnar, það truflaði umferð svo löggan kom upp, fólk var að hvísla að þeim “þið ættuð að hætta núna löggan er að koma”, þeir vildi láta myndina enda þannig að Ringo yrði rifin af trommunum og þeim yrði skipað að hætta að spila.
Nú er best að fara að skrifa um Abbey Road. sem er alger snilld.
P.S. ég veit að kaflanir mínir eru farnir að versna,og ég ætla að reyna að bæta mig í þessu efni.