Lennon vitnar í mörg bítlalög í laginu Glass Onion, Strawberry Fields Forever, Theres A Place, I Am The Walrus, Lady Madonna, The Fool On the Hill og Fixing A Hole. Vitnað er líka í dauða Paul McCartneys, The walrus was Paul, rostungurin er ekki Paul heldur var hann. Það fylgdi líka stórt plakat með Hvíta albúminu, þarsem Paul er í baði, þá fór fólk að halda að Paul hefði drukknað. Sum lög á hvíta albúminu hljóma kannski eins og þau séu samin öll þegar bítlarnir voru uppdópaðir en ekki er það rétt, Bítlarnir lögðu eiturlyfin á hilluna í Indlands ferðini.
Ob- La- Di, Ob- La- Da er lag eftir Paul, hann samdi það sem lítið skemmtilegt lag, eina sem vantaði var byrjun. Á Anthology 3 getur maður heyrt Ob- La- Di, Ob- La- Da með upprunalegri byrjun, John Lennon bjó til byrjunina á endanlegu útgáfuni. Wild Honey Pie var líka samið af Paul, Ringo og Paul eru einu sem spila í því lagi. Paul var orðin mjög fjölhæfur og gat þessvegna spilað á flestöll hljóðfæri, á fyrstu sólóplötu hans spilar hann á öll hljóðfærin, meira um það seinna. John átti eftir að vinna mikið með Yoko Ono og The Continuing Story Of Bungalow Bill er partur af því. Lagið átti að heita Buffalo Bill sem var tígrisdýraveiðimaður sem John hitti í Indlandi. Það sem einkennir þetta lag er að Yoko Ono syngur part í laginu. Reyndar seinna á ferli Johns átti hann eftir að gera plötur með Yoko Ono svo þetta var bara byrjunin.
George Harrison hafði mjög þróast tónlistarlega séð. Hann hafði byrjað að spila á sítar og lög hans örðu betri og betri hvert á fætur öðru. Lög Harrisons tóku en meira pláss á bítlaplötum nú heldur en á tildæmis With The Beatles eða Help!. While My Guitar Gently Weeps er eitt af bestu lögum Georges og er akkurat á hvíta albúminu. Eric Clapton úr Cream spilar sólóið, eftir að Georges bað hann(Clapton um það). Clapton tók sólóið upp tvisvar.
Happiness Is A Warm Gun eru tvö lög sett í eitt eftir John, lagið var bannað á BBC fyrir tilvitnun í klám og eiturlyf. Paul samdi lagið Martha My Dear um hundin sinn, hundurin átti eftir að eignast hvolp sem var nefndur Jet og lagið Jet er um hann. Bítlarnir höfðu stundað mikla hugleiðslu og hvíldust andlega svo mikið á dagin að þeir gátu ekki sofið á nóttuni þessvegna samdi John Im So Tired, þar segist hann ekki geta hætt að hugsa um Yoko sem sendi honum bréf sem stóð tildæmis bara “Breath” á og búið. Í bandaríkjunum voru komnir hópar af svörtum stelpum sem kölluðu sig “Birds” eftir því sem Paul McCartney segir, um það samdi hann Blackbird. Einsog ég hafði talað um var George farin að taka pláss á plötum bítlana, Piggies samdi George um löggur, hipparnir kölluðu löggunar alltaf svín. Mamma Georges samdi “What They Need Is Damn Good Whacking” línuna. Á hvíta albúminu á George tvö lög í viðbót Long Long Long, sem hann samdi um guð sinn, þarsem hann var mikið í indverskum trúarbrögðum, Savoy Truffle samdi hann um uppáhalds sælgæti Erics Claptons. En Paul samdi en fleiri lög og hafði samið misjöfn lög, sum voru létt og meðal annars samdi hann eitt þyngsta lag Bítlana Helter Skelter, sem morðingin Charles Manson þóttist heyra djöfulin tala í laginu(Rugl), og drap ólétta leikkonu, Bítlanir tóku inn mikið amfetamín kvöldið sem þeir tóku upp lagið til að koma sér í stuð.
Rocky Raccon er lag um skotbardaga og er eftir Paul, það er mjög gaman að hlusta á lagið á Anthology 3. I Will er fallegt lag sem er líka eftir Paul, lagið er góð ástarballaða, með flottu gítarspili. Why Dont We Do It In The Road?, var sömuleiðis lag eftir Paul.
Persónulegasta lag Johns á bítlaferlinum er örugglega Julia sem er um móðir hans sem lést í bílslysi þegar keyrt var yfir hana. John hafði þróast mjög tónlistarlega séð og höfðu allir bítlarnir gert það, Ringo samdi meira að segja sitt fyrsta lag, í því var tilvitnun í dauða Pauls “You Were In A Car Crash”, en John hafði þróast mikið ef þið hlustið á Hvíta Albúmið og síða Please Please Me er þetta allt önnur tónlist. Patti Boyd átti einu sinni afmæli eins og allir og þá samdi Paul lagið Birthday um það, Yoko og Patti syngja bakraddir. Mothers Natures Son og Honey Pie eru kannski sígildustu lög Pauls á plötu númer tvö á hvíta albúminu.
Honey pie er lag í sígildum stíl en Mothers Natures Son er meira svona kassagítars lag. Everybodys got Something To Hide Except For Me And My Monkey, þetta var um um höfund lagsins John og þetta var líka um Yoko sem var apin. Lagið er um þegar löggan fékk húsleitarheimild og fann eiturlyf heima hjá þeim eftirað þau neituðu að hleypa lögguni inn og Sexy Sadie er um Maharishi, sem var með konu, lagið átti að heita Maharishi en það væri of augljóst. Revolution 1 er hægari útgáfa af Revolution á smáskífuni Hey Jude. Paul var á móti laginu og sagði að það væri of hægt þannig að John bjó til hraðari útgáfu af því. Hey Jude var samið fyrir Julian son Johns eftir að foreldrar hans skildu og John fannst þetta snilldar lag.
Cry Baby Cry er fínt lag eftir John, ef maður klára að hlusta á lagið heyrist í Paul syngja Take Me Home. Good Night er lag fyrir Julian en er eftir John og Ringo syngur það, Karkkarnir voru alltaf svo hrifnir af Ringo. Revolution 9 er hljóðblanda eftir John og Yoko, og er í 8 og hálfa mínútu, lagið náði upphaflega korteri en þá sagði Yoko stopp.