Bítlarnir áttu enn eftir að uppfylla kröfur United Artist, um að gera fimm myndir. Paul McCartney átti lag á Revolver sem hét Yellow Submarine og hljómaði eins og góð teiknimynd, svo þeir ákváðu að gera teiknimynd. !968 kom myndin út og sömuleiðis “Soundtrack Album”, með lögum úr myndini. Ég er búin að fara í hvernig Yellow Submarine var samið þannig að ég byrja á Only A Northern Song sem var samið á Sgt. Peppers tímabilinu og var eftir George Harrison, Northern Songs heimtaði að hann myndi semja lag, svo hann samdi Only A Northern Song.
All Together Now var held ég samið á Sgt. Peppers tímabilinu líka, leiðréttið mig ef þetta er vitlaust(ég man ekki betur). John Lennon var farin að eyða miklum tíma sínum með japönsku lista konuni Yoko Ono. Fólki þótti hún bæði ólagleg og uppáþrengjandi. Eitt sinn þegar John samdi lag sem hét Hey Bullfrog sat hún þögul í hljóðverin og prjónaði á meðan bítlarnir hljóðrituðu lagið. Paul og George fóru yfir lagið Hey Bullfrog og fannst eins og ætti að breyta titlinum í Hey Bulldog sem John samþykkti. Paul, George og Ringo virtu fyrir sér þessa þöglu, japönsku listakonu. John hafði kynnst henni fyrst 1966 á listsýningu sem Yoko hélt. John hafði mjög gaman að virða fyriir sér þessa sérstöku list hennar. Lennon sagði oft að hann hefði hrifist af henni fyrst og fremst þegar hann sá stiga og í loftinu var stækkunargler, “ Ég gekk upp stigan sá lítið orð í loftinu, lyfti upp stækkunarglerinu og orðið var “JÁ”, það var jákvætt gagnvart mér”. Síðan hittust Yoko og John seinna aftur 1968 og þá fór hann að eyða meiri tíma með henni, ég vil taka fram að John var ennþá giftur Cynthiu. Cynthia hitti Yoko einu sinni og þá sagði hún við John “Ég veit að við eigum í erfiðleikum með hjónaband okkar, og ég sé að þetta sé konan fyrir þig, svo þú skalt eyða tíma með henni”. Þegar Cynthia fór í ferðalag þá hittust John og Yoko og þau eyddu nóttini saman á heimili Johns. Um nóttina tóku þau upp part af plötuni ,með örugglega umtalaðasta hulstri Johns því hann er nakin framan á því, Unfinished Sounds 1: Two Virgins, ég tala um allt um John og Yoko,og það sem þau gerðu þegar ég tala um feril Johns eftir bítlana. Myndin fékk mjög góða dóma og best að segja frá því núna, að eftir að bítlarnir hættu komust þeir að því að myndin uppfyllti ekki kröfur United Artist, svo þeir voru þá búnir að gera fjórar myndir en ekki fimm. En þeir höfðu nóg efni úr Let It Be myndini, sem var klippt úr, til að gera aðra mynd, sem var gefin aðeins út í bandaríkjunum.
Bítlarnir fóru nú að vinna að Hvíta Albúminu, sem er mitt uppáhalds albúm(fyrir utan Sgt. Peppers). Albúmið fékk nafnið The Beatles, en samt hefur nafnið Hvíta Albúmið eða The White Album fests við það. Bítlarnir voru mikið á indlandi á þessum tíma með inverska gúrúnum sem Magic Alex(Galdra Alex) sá í gegnum. Lagið Back In The USSR er samið í indlandi og átti að heita Im Backing The U.K., lagið var samið með Donovan. Bakraddirnar eiga að vera að herma eftir/gera grín af Beach Boys. John Lennon hafði verið sagt af unglingsstelpu sem væri í indlandi sem hengi upp á herbergi sínu með læstar dyr, stelpan hét Prudence. John samdi lag sem hét Dear Prudence og spilaði það ásamt George fyrir framan dyr hennar og viti menn þeim tókst að koma henni út. Þegar bítlarnir fóru frá indlandi(George og John), eftir að galdra Alex hafði séð hann með konu(partur af hans jobbi, sem hann mátti ekki gera, Vera með konum),hann spurðu af hverju eruð þið að fara, John svaraði “Fyrst þú ert svona mikill spámaður ættiru að vita það,.
George fór með Patti, en John og Cynthia misstu af leigubíl, svo þau komust ekki úr sporunum. Eftir þriggja tíma bið kom loksins leigubíll. Cynthia sagði að þegar komið hefði verið af flugvellinum hafi þau ekki hafa verið með pening til að borga í leigubílin, svo þau stungu af.
John var líka að leika í myndini How I Won The War, allt um það í kaflanum sem ég segi frá hvað John gerði, þegar bítlarnir voru hættir.