Hér er smá um uppáhaldshljómsveitina mína, Pink Floyd.
Roger Waters - Bassi og söngur
David Gilmour - Gítar og söngur
Richard Wright - Hljómborð og söngur
Nick Mason - Trommur
Syd Barrett – Fyrrum söngvari og gítarleikari
Pink Floyd hafa gefið út margar plötur eins og The Piper at the Gates of Dawn, A Saucerful of Secrets, More, Ummagumma, Atom Heart Mother, Meddle, Obscured by Clouds, Dark Side of the Moon, Wish You Were Here, Animals, The Wall, The Final Cut, A Momentary Lapse of Reason og The Division Bell og fleiri Live og Best Of plötur.
1964 stofnuðu þrír vinir að nafni George Roger Waters(gítar), Richard Wright(hljómborð), og Nick Mason(trommur) hljómsveit og skírðu hana Sigma 6. En gekk illa að koma sér á framfæri svo þeir breyttu nafninu í The T-Sets. Á miðju ári 1965 breyttu þeir nafninu í The Abdads og tóku inn nýja meðlimi, Clive Metcalf á bassa, Keith Nobles og Julliette Gale sungu bakraddir. Þeir voru duglegir að breyta nöfnum sínum og hétu einnig The Screaming Abdads og The Architectural Abdads. 1966 giftist Rick Wright Juliette Gale og hljómsveitin leystist upp. Skömmu síðar breytti George nafni sínu í Roger og um haustið 1966 byrjaði Sigma 6 aftur á ný. Roger byrjaði að spila á bassa og þeir réðu tvo nýja gítarleikara, Bob Close og Roger Syd Barret skömmu síðar breyttu þeir nafni sínu í The Pink Floyd Sound og síðan í einfaldlega Pink Floyd.
Skömmu síðar hættu Bob Close í sveitinni og tóku þeir upp sinn fyrsta singul, Arnold Layne, sem fjallaði um þjóf sem stelur kvenmannsfötum. Síðar tóku þeir upp plötuna The Piper At The Gates Of Dawn. Þegar tónleikaferðalag um Bandaríkin var framundan veiktist Syd alvarlega vegna ofnotkunar á LSD.
Í lok 1967, voru veikindi Syd alltaf að verða verri og verri og voru þeir að íhuga að finna nýjan gítarleikara í hans stað. Svo þeir réðu David Gilmour, gamlan vin Barret og Waters. Dave var varamaður fyrir Syd á sviði, ef Syd var ekki í ástandi til að spila hljóp Dave í skarðið fyrir hann. Það gerðist frekar oft svo þeir ákváðu að láta Dave spila á tónleikum og hafa Syd baksviðs að semja lög. Það gekk heldur ekki. Þeir gerðu allt til að halda Syd í sveitinni, en hann varð fór á endanum gjörsamlega yfirum á LSD og endaði það með því að hann varð geðveikur. Að lokum ákváðu þeir að sparka honum úr sveitinni.
Seint á árinu 1968 héldu þeir áfram án Syds. Ári seinni héldu þeir tónleika í Frakklandi og einn af áhorfendum var kvikmyndaframleiðandinn Barbet Schroder. Hann bað þá að gera soundtrackið fyrir næstu mynd sína, More sem átti að koma út 1969. Þeir samþykktu það og platan og myndin urðu vinsæl í Evrópu.
Seint á árinu 1969 gaf sveitin út tvöföldu plötuna Ummagumma. Fyrri diskurinn samanstóð af tónleikaupptöku en sá seinni af sóló stúdíó lögum frá hverjum og einum meðlimi sveitarinnar.
Og snemma á árinu 1970 sendu þeir frá sér nýja plötu, Atom Heart Mother, sem kom út 5. nóvember og innihélt m.a. lagið If. Snemma 1971 setti próduserinn þeirra, Joe Boyd, saman plötuna Relics með gömlum lögum, sem fékk nafnið Relics. Meðan á þessu stóð var sveitin á kafi í nýrri plötu sem nefndist Meddle og kom hún út 11. nóvember 1971, með lögunum One Of These Days og 23 mínútna langa laginu Echoes.
1972 tóku þeir upp kvikmynda soundtrackið Obscured By Clouds.
Þegar henni lauk, flugu þeir til Rómar og tóku síðan rútu til Pompeii og héldu tónleika þar sem voru teknir upp og gefnir út og fengu nafnið Live At Pompeii.
Árið 1973 sendu þeir frá sér sína 4 breiðskífu, Dark Side Of The Moon, en hún var næst söluhæsta breiðskífa allra tíma, á eftir Thriller eftir Michael Jackson.
Þetta var að sjálfsögðu stærsta verk þeirra til þessa og innihélt platan mörg frábær lög á borð við Time, Money, Us And Them, Brain Damage og Eclipse. Fyrir tónleikaferðina sem fylgdi Dark Side Of The Moon réðu þeir Dick Parry á saxafón og Venettu Fields og Carlenu Williams til að syngja bakraddir.
Til að fylgja eftir velgengni Dark Side Of The Moon sendu þeir frá sér plötuna Wish You Were Here sem var tileinkuð Syd Barrett. Þegar tökum á plötunni var að ljúka þá kom Syd óvænt í heimsókn til þeirra til að óska þeim til hamingju með velgengni þeirra. Á tónleikaferðalaginu fyrir Dark Side Of The Moon sömdu þeir nýtt lag, sem var að mestu leyti ‘instrumental’. Það skýrðu þeir Shine On You Crazy Diamond, og skiptu því í tvö hluta vegna þess að það var mjög langt. Platan Wish You Were Here var mjög vinsæl enda frábær plata með lögunum Shine On You Crazy pts. 1 og 2, Welcome To The Machine, Have A Cigar, og titillaginu, Wish You Were Here.
Eftir það tóku þeir sér eitt og hálft ár að gera nýja plötu. Hún var um mismunandi ‘gerðir’ af fólki og var hverjum hóp líkt við dýr. Því fékk platan nafnið Animals. Hún innihélt 5 lög, þau Pigs on the Wing pts. 1 og 2, sem Roger skrifaði til eiginkonu sinnar, Carolyn, og svo lögin Dogs, Sheep og Pigs. En platan kom út í byrjun ársins 1977 og var nokkuð vinsæl, þó ekki eins og síðustu tvær.
Í lok 1978 hittist sveitin á ný eftir að Dave og Rick höfðu verið við tökur á sólóplötum sínum. Roger hafði skrifað tvær demó-plötur á meðan. Fyrri platan þótti ekki nógu góð og varð hún á endanum sólóplata Rogers, The Pros and Cons of Hitch-hiking. Seinni platan var hins vegar betri og tóku þeir hana og fékk hún heitið The Wall. Roger hafði samið lög sem hefði náð á 3 plötur en þeir þurftu að losa sig við okkur lög. Platan kom út 30. nóvember 1979 kom The Wall út í Bretlandi og 5. desember í Bandaríkjunum. Platan, sem var tvöföld, innihélt mörg af þeirra frægustu lögum, m.a. stórsmellinn Another Brick in the Wall, Pt. 2, Mother, Hey You og Comfortably Numb.
26. febrúar fara þeir á tónleikaferðalag til að fylgja eftir The Wall. Byrja á tónleikum á Nassau Coliseum í New York og enda svo í september.
1982 hætti Rick í bandinu. Í hans stað kom Michael Kamen á píanó og harmoniku, og Andy Bown á orgel.
Þeir áttu að spila á nýrri plötu, Spare Bricks, safnplötu með óútgefnum lögum. Roger var með áform um að fara á tónleikaferðalag vegna nýju plötunnar í nóvember en vegna mikillar spennu milli meðlima sveitarinnar hætti hann við það og skýrði plötuna The Final Cut, sem hefði verið við hæfi ef Nick og Dave myndu hætta, sem þeir gerðu ekki.
1984 sundraðist bandið, Rick gerði sólóplötu með Dave Harris, Dave gerði plötuna About Face og Waters gerði The Pros and Cons Of Hitch-hiking. 1986 talaði Dave við Nick um endurkomu sveitarinnar. Roger fór í mál við þá um tónlistina og nafnið sjálft. Hann tapaði málinu en fékk rétt til að spila Pink Floyd lög á eigin tónleikum og einnig fékk hann eignarrétt yfir The Wall, sem síðar var kvikmynduð, og The Final Cut.
1968 ákváðu Nick og Dave að taka upp nýja plötu, A Momentary Lapse Of Reason. Meðal þeirra sem spiluðu á plötunni voru bassaleikari King Crimson, Tony Levin, gítarleikari Roxy Music, Phil Manzenara og trommari sveitarinnar Vanilla Fudge, Carmine Appice auk fjölda annara listamanna. Platan innihélt 10 lög. M.a. lagið Learning to Fly, en Gilmour samdi flest á plötunni. Síðan fóru þeir á langt tónleikaferðalag þar sem Richard Wright snéri m.a. aftur í sveitina. Tónleikaferðalaginu lauk 1990, á Knebworth tónleikahátíðinni.
Eftir það tóku Pink Floyd sér þriggja ára. 1993 byrjuðu þeir að undirbúa upptökur á næstu plötu. Richard Wright var í sveitinni á ný. Platan kom út 30. mars 1994 og innihélt m.a. lögin High Hopes og Keep Talking. Eftir það fóru þeir á 6 mánaða tónleikaferðalag og giftist Gilmour m.a. kærustu sinni Polly Samson og sveitin gerði dálítið sem þeir höfðu ekki gert í 20 ár, spiluðu Dark Side Of The Moon í heilu lagi á tónleikum.
1996, fluttu Gilmour, Wright og Mason lagið Wish You Were Here ásamt Billy Corgan úr Smashing Pumpkins. Pink Floyd hafa ekki haldið tónleika síðan, en gáfu út tónleikaplötu árið 2000.
Kv.
Massimo