Ég er ekki viss hvort þetta eigi að vera á gullaldar áhugamálinu en samt, skrifa ég það þar. Þessi grein fjallar um tónlistina í James Bond myndunum, þá á ég við titillögin.
Dr. No: þar er gamla góða James Bond “Themið” í byrjun myndar, spilað snilldarlega af John Barry og hljómsveit.
From Russia With Love: Samnefnt lag sungið af Matt Monro, og samið af gamla góða John Barry.
Goldfinger: Samnefnt lag sungið af Shirley Bassey og samið af John Barry, Shirley Bassey átti eftir að syngja í nokkrum myndum í viðbót.
Thunderball: Tom Jones syngur lag sem hefur sama heiti og myndin Thunderball, lagið er samið af honum John Barry sem á eftir að semja fleiri stórfengleg lög.
You Only Live Twice: Hún Nancy Sinatra dóttir hans Franks Sinatra syngur lag samnefnt nafni myndarinnar og lagið er auðvitað samið af John Barry.
On Her Majestys Secret Service: John Barry semur lag myndarinnar, og spilar það með hljómsveit sinni, reyndar söng Louis Armstrong lag í myndini sem var sérstaklega gert fyrir myndina.
Diamonds Are Forver: Shirley Bassey syngur lagið um demantana, Diamonds Are Forever, John Barry samdi lagið, Shirley Bassey var farinn að venjast því að syngja í Bond myndunum, þó þetta hafi aðeins verið Bondlag hennar númer tvö.
Live And Let Die: Paul McCartney semur lagið Live And Let Die og spilar það með Wings, þess má reyndar geta að George Martin upptökustjóri myndarinnar býr til öll önnur lög í myndini, John Barry kemur ekki nálægt þessari mynd.
The Man With The Golden Gun: Lag sungið af Lulu, samnefnt lag, lagið er samið af honum John Barry.
The Spy Who Loved Me: lagið heitir Nobody Does It Better og er sungið að Carly Simon, og samið af John okkar Barry.
Moonraker: samnefnt lagið sungið af Shirley Bassey og samið af John Barry, gæti ekki verið meira Bondlegra.
For Your Eyes Only: Samnefnt lag sem sungið er af Sheenu Easton og samið af Bill Conti.
Octopussy: lagið hét All Time High og er sungið af Rita Coolidge og samið af John Barry.
A View To A Kill: lag sungið af Duran Duran og samið af Duran Duran og John Barry.
Liveing Daylights: Lag sem norska 80´s hljómsveitin A-ha spiluðu og sömdu með John Barry.
Licence To Kill: lagið er samnefnt myndini og er sungið af Gladys Knight og er samið af honum Michael Kamen.
Goldeneye: Tina Turner rokkdrottningin sjálf syngur lag samnefnt myndini, reyndar er lagið samið af Eric Serra.
Tommorrow Never Dies: samnefnt lag er sungið af Sheryl Crowe, einhverntíman gekk nú saga um að Björk syngi lagið en það er rangt, lagið er samið af David Arnold.
The World Is Not Enough: lagið er sungið af Grabage, lagið er samnefnt myndini og er samið af David Arnold og Garbage.
Die Another Day: lagið er sungið af Madonnu og samið af David Arnold.