Já þetta eru góðar frétti fyrir þá sem ekki náðu í miða síðastliðinn föstudag, því að concert.is er að reyna að fá aukatónleika eða eins og segir í e-maili sem ég fékk frá concert (copy/paste)


CONCERT VINNUR AÐ AUKATÓNLEIKUM MEÐ DEEP PURPLE
Þúsundir óánægðir vegna þess að þeir náðu ekki miðum

Á föstudaginn seldust miðar á Deep Purple upp á innan við klukkutíma. Þetta
voru viðbrögð sem komu jafnvel hörðustu Deep Purple aðdáendum í opna skjöldu.
Þrátt fyrir það að um það bil 5300 miðar séu nú seldir er ljóst að áhuginn á
miðum
er ennþá fyrir hendi og til marks um það þurftu yfir eitt þúsund manns að fara
miðalausir frá Hard Rock Café á föstudag.

\“Við vinnum nú hörðum höndum að því að ná aukatónleikum með sveitinni. Þetta
er nú eitthvað sem við áttum ekki von á en ljóst er af netpóstinum sem okkur
berst að
við gætum líklega bætt við tveimur aukatónleikum!\” segir Einar Bárðarson hjá
Concert ehf.

Það kemur í ljós á miðvikudag hvort Concert nær öðrum tónleikum en þá verður
send tilkynning á póstlista fyrirtækisins.

Auka tónleikarnir verða þá annaðhvort 23. eða 25. júní í Laugardalshöll.

Bestu kveðjur

CONCERT EHF
(Copy/paste lokið)

Já, mér sýnist þetta vera góðar fréttir fyrir þá sem ekki náðu miða og ég er líka ánægður með að þeir sem ætluðu að “hamstra” miða eða selja þá á uppsprengdu verði, eins og tíðkast svolítið á Íslandi, ná væntanlega ekki að selja þá vegna þess að fólk getur bara keypt sér sjálft miða, á réttu verði. Þannig að ég segi bara við þá sem ekki náðu miða en langar samt ; skemmtið ykkur vel.