What do you get when you cross a movie with the greatest CD ever? Pink Floyd's The Wall.
Þennan gullmola las ég hér á veraldarvefnum alls ekki fyrir löngu og á hann svo sannarlega rétt á sér.
Myndin The Wall er byggð á samnefndri plötu sem Pink Floyd gaf út árið 1979 og hefur sú plata verið talin þeirra besta ásamt The Dark Side Of The Moon (1973).
Þegar myndin kom út árið 1982 var hún langt á undan sínum tíma.
Kvikmyndin fjallar um ungan strák að nafni Pink sem missti pabba sinn í seinni heimstyrjöld og hafði það mikil áhrif á hann.
Að alast upp án föður var mjög erfitt fyrir hann og reyndi hann að næla sér í nýjan pabba á einum leikvellinum þar í grennd og mamma hans ofverndaði hann.
Hann verður svo fræg rokkstjarna, sem hefur spilað á of mörgum tónleikum, neytt of mikið af eiturlyfjum, skilið við konuna sína og á slæmar minningar um að faðir hans skuli hafa látist í WWII. Hann verður hægt og bítandi brjálaður og smátt og smátt (múrstein fyrir múrstein) byggir hann sálfræðilegan vegg í kringum sjálfan sig eins og plötuumslagið á The Wall gefur til kynna.
Í myndinni er nánast ekkert talað og verður áhorfandinn að hlusta á textana til að ná söguþræðinum og eru lögin textuð á DVD disknum.
Myndin gefur okkur góða innsýn í það sem Roger Waters vildi að við mundum sjá fyrir okkur þegar við hlustuðum á plötuna og þess má til ?gamans? geta að pabbi Roger Waters dó í seinni heimstyrjöldinni.
Myndin hefur að geyma rosalega flottar teiknimyndir eftir Gerald Scarfe og eru þær notaðar fyrir atriði sem skiptir mestu máli í myndinni og þar má meðal annars nefna þegar Pink er að reisa vegginn.
Músíkin felur í sér smá skot á stjórnarfarið í landinu.
Fyrsta skipti sem ég sá The Wall fannst mér hún stórskrýtin og botnaði ekkert í henni en hún heillaði mig samt og ég gat ekki hætt að horfa.
Eftir að hafa horft á hana tvisvar fattaði ég svona mest allt en í hvert skipti sem maður horfir á hana uppgötvar maður eitthvað nýtt og skilur hana enn betur.
Þessi mynd er algjört meistarastykki og þótt að myndin hefði bara verið auður skjár í 90 mínútur því að músíkin er bara svo mikil snilld.
Mæli með þessari fyrir alla hvort sem þeir hlusta á Pink Floyd eður ei
Myndin verður sýnd miðvikudaginn 31 mars á Skjá einum.
Læt hér fylgja texta úr þekktasta lagi þeirra, Another Brick In The Wall pt2
We don't need no education
We don't need no thought control
No dark sarcasms in the classroom
Teachers leave us kids alone
Hey teachers leave us kids alone
All in all you're just another brick in the wall
All in all you're just another brick in the wall
Zombrero