Jim Morrison
„Dr.Jekyll rokkheimsins“ þannig leit trommuleikari The Doors John Densmore á Jim Morrison síðustu árin sem þeir spiluðu saman. Jim Morrison var söngvari hljómsveitarinnar The Doors, en hann leit alltaf á sig sem ljóðskáld og fór það fyrir brjóstið á honum að aðdáendur hans biðu efir að fá að heyra grípandi lögin þeirra á tónleikum enn ekki til að heyra textanna sem hann samdi sem voru með heimspekilegu ívafi um ástina, dauðann, uppreisn og óreiðu.
En Vímuefni spiluðu stóran þátt í lífi Jims fyrst áttu eiturlyf að vera verkfæri til að víkka sjóndeildarhringinn enn síðar urðu eiturlyf hans flótti frá veruleikanum enn hvaða áhrif ætli vímuefni hafi haft á Jim Morrison bæði feril hans sem tónlistarmaður og einkalíf, í þessari ritgerð verður reynt að varpa ljósi á það.
James Douglas Morrison fæddist í Melbourne á Florida pabbi hans var aðmíráll í bandaríska hernum og var því fjölskylda hans á sífeldu flakki. Hann stundaði síðar nám í kvikmyndafræði þar sem hann lauk við 4 ára nám á 2 og hálfu ári í háskólanum UCLA.
Í skólanum kynntist hann Ray Manczarek og þeir komust að því að þeir áttu sameiginlegt áhugamál sem var tónlist og Ray leist vel á textana sem Jim sýndi honum.
Síðan árið 1965 hittust þeir Ray Manczarek sem spilaði á hljómborð, Jim Morrison sem söngvari, John Densmore trommuleikari og svo bræður Rays sem hétu Jim og Rick Manczarek, Jim spilaði á munnhörpu og Rick á gítar. Þar kom strax í ljós að Jim hafði mikla útgeislun sem söngvari og góða rödd og svo átti Jim nóg af textum til að semja lög fyrir.
Fyrsta lagið sem þeir spiluðu saman sem átti eftir að koma út var Break on through to the other side og voru Ray og John sammála um að þar væri frábær texti á ferð hér er sýnishorn úr textanum:
You know the day destroys the night
Night divides the day
Tried to run tried to hide
Break on through to the other side
Í júlí 1965 fer hljómsveitin sem á þessum tíma var nafnlaus í stúdíó og taka upp lögin: Moonlight drive, End of the night, Summers almost gone, Hello I love you, Go insane og My eyes have seen you. Svo fóru þeir á milli útgefanda og enginn vildi gefa þetta út. Stuttu seinna hætta þeir Jim og Rick bræður Rays vegna náms og í staðinn kemur gítarleikarinn Robby Krieger sem var mun færari gítarleikari enn Rick.
Á þessum tíma var Jim byrjaður að fikta við eiturlyf eins og hass og sýru eða LSD. Svo einn daginn fara þeir Jim Morrison og John Densmore saman í heimsókn til vinkonu Jims en John fer frá í smá tíma og þegar hann kemur aftur sér hann Jim halda stelpunni niðri með hníf að maganum á henni en Jim sleppti henni þá strax og sagðist vera að grínast enn svipurinn á stelpunni gaf annað í skyn og þá strax fór John að gruna að ekki væri Jim alveg í lagi.
Árið 1966 eru þeir búnir að skíra hljómsveitina The Doors byrjuðu þeir að spila á klúbbnum The Fog og til að byrja með var Jim mjög feiminn og snéri baki í áhorfendur mestallann tímann. Á þessum klúbbi kom upptökustjórinn Paul Rothchild auga á þá og bauð þeim að skrifa undir samning hjá Elektra records og þeir gera það og í tilefni af því bauð Paul þeim í mat heim til sín. Jim drekkur sig fullann og fer að reyna við konu Pauls og þegar Paul keyrði þá heim eftir kvöldið byrjar Jim að öskra geðveikislega og rífa í hárið á honum þannig að hann keyrði næstum útaf.
Þegar upptökur hófust á fyrstu plötunni byrjar Jim nánast strax að haga sér illa við upptökur og er oftast í vímu af LSD eða fullur og eitt skiptið sprautaði hann allt stúdíóið með slökkvitæki þegar allir voru farnir. Svo er platan The Doors gefinn út árið 1967 og platan vekur umtal enn ekki eins mikið umtal og þegar þeir eru að spila eitt kvöldið á klúbbnum The Avalon og í lokinn á laginu The End segist hann vilja drepa pabba sinn og hafa mök við mömmu sína.
Um sumarið kynnist Jim lífsförunauti sínum sem hann giftist þó aldrei Pamelu Courson og félagar hans í hljómsveitinni héldu að hann myndi kannski róast við að vera í föstu sambandi enn hann varð sífellt meira óáreiðanlegri og óútreiknanlegri. Drykkja hans var að aukast. Eftir langann dag í stúdíóinu þar sem var verið að taka upp þeirra næstu plötu Strange days koma þeir John og Robby félagar Jims úr hljómsveitinni að íbúðinni sem þeir leigðu saman í rústi Jim og Pam höfðu á sýrutrippi rústað íbúðinni þeirra og Jim hafði mígið á rúm Johns. Hinn heimspekilegi Jim virtist horfinn þjáður af einvherju sem félagar hans botnuðu ekkert í.
Desember 1967 lögreglumaður kemur að Jim með einhverri stelpu í búningsherbergi fyrir tónleika og segir þeim að fara, Jim rífur kjaft við lögregluþjóninn og lögregluþjónninn sprautar með piparúða í augun á Jim enn Jim fer samt á sviðið ösku illur og kallar lögrelgluþjónanna sem voru að halda áhrofendur frá þeim niðrandi nöfnum og tekur húfuna af einum þeirra og eftir þetta er hann handtekinn.
Upptökur á 3.plötunni í febrúar 1968 ganga ekki vel Jim er byrjaður að fitna og er þunglyndur í stúdíóinu og er farinn að gista mikið á mótelum greinilega byrjaður að halda framhjá kærustu sinni.
4.platan The soft parade kemur út árið 1969 og eru textarnir farnir að gefa meira í skyn andlega þjáningu Jims eins og t.d þetta textabrot:
I’ve been around the world
Had my pick of any girl
You’d think I´d be happy
But im not
Ev’rybody knows my name
But it’s just a crazy game
Oh, it’s lonely at the top
Hverjir tónleikarnir á fætur öðrum fóru út um þúfur Jim var svo drukkin að hann var byrjaður að gleyma textum og detta úr takt. En eitt frægasta hneykslismál á öllum ferli The Doors átti sér stað í Miami á þessu ári á tónleikum þegar Jim öskrar á áhorfendur og kallar þá þræla og fleiri ónöfnum, sögusagnir hermdu að hann hefði tekið út og sýnt á sér kynfærinn. Fyrir þetta var hann dæmdur í 6.mánaða erfiðisvinnuog 500 dollara sekt fyrir nekt á almannafæri og aðra 60.daga fyrir ljótt orðbragð.
Við þetta dró verulega úr því að The Doors fengi að spila á tónleikum Jim byraði að fitna meira og var kominn með alskegg og eftir útgáfu síðustu plötu þeirra og tónleika í New Orleans ákveða þeir að taka sér hlé og Jim fer til Frakklands með Pam og eftir stutta dvöl þar deyr hann í baðkari og er orsök fyrir dauða hans skráð sem hjartaáfall en það var enginn krufning og enginn sá líkið nema Pamela og læknir sem ekki hefur verið borið kennsl á. Til eru sögusagnir um dauða hans eins og að hann hafi verið myrtur af CIA og að hann hafi tekið heróín í nefið sem pam átti að hafa gefið honum enn hann hafi haldið að það væri kókaín, en frægasta kenningin er sú að hann sé ekki dáinn heldur hafi sviðsett eigin dauða og flúið til Afríku. En þó að hann hefði lifað væri hann rúmmlega sextugur í dag og eftir hans lifnaðarháttum að dæma hefði hann örruglega ekki náð sextugs aldri.
Ef Jim hefði ekki dáið er ekki víst að hann hefði orðið sú goðsögn sem hann er í dag og ef hann hefði aldrei notað vímuefni er ekki víst að hann hefði samið alla þessa flottu texta þannig að segja má að þau hafi haft góð áhrif á sköpunargáfu hans og á hans magnaða persónuleika enn að öðru leyti voru þau naglar í líkustu hans.