1. Led Zeppelin - III
Þessi diskur er náttúrulega ekkert annað en snilld, auðvitað get ég ekki sagt annað þar sem að þetta er uppáhaldshljómsveitin mín. En þessi diskur er meistaraverk, hann inniheldur nokkur frægustu lögin þeirra: Immigrant song, Since I´ve been loving you og svo uppáhalds Zeppelin lagið mitt, Celebration day.
2. Deep Purple - Machine head
Mér finnst ekki létt að velja á milli þessa disks og III með Led Zeppelin, þessi diskur er nefnilega ótrúlega kraftmikill og hraður, hann flýtur gjörsamlega í gegn. Hann byrjar á uppáhaldslaginu mínu með Deep Purple, Highway star, þetta er rosalegt lag, hratt og kraftmikið, inniheldur einnig mitt uppáhalds gítarsóló!
Næst kemur lagið Maybe I´m Leo sem róar diskinn aðeins niður sem er samt bara alltílagi en samt þrusu gott lag, næst er það 2. besta lag Deep Purple, lagið Pictures of Home, það er líka ótrúlegt, kraftmikið og gott lag, allt að gerast í því! Og textinn er algjör snilld líka! Týpískt Deep Purple lag þarna!
En þessi diskur inniheldur vinsælasta lag en alls ekki það besta lag Deep Purple, Smoke on the water.
Fyrir þá sem vilja vita betur um þennan disk fara náttúrulega bara útí næstu plötubúð og kaupa hann! Svo er til dvd mynd um gerð disksins og umfjöllun um þá menn, þetta er svona Classic albums diskur, enda er þetta bara klassískur diskur!
3. The Rolling Stones - Bridges to Babylon
Hef nú ekki mikið að segja um þennan disk annað en að hann er rosalega góður, ég er hrifnari af nýja efninu þeirra, eins og þetta, þessi diskur var gefinn út árið 1997. Þeir voru orðnir miklu kröftugri og betri þarna, maður heyrir að lögin eru orðin miklu vandaðari þarna (frá 1980 þangað til núna). Ekkert lag “lélegt” á þessum disk. Þó þið viljið kannski ekki leyfa mér að segja hann gullaldardisk þar sem að hann kom út árið 1997 þá ætla ég samt að gera það þar sem að Rolling Stones eru ekkert annað en Gullaldarband!
4. Led Zeppelin - Houses of the holy
Þarna eru tvö næstu uppáhalds lögin mín með Led Zeppelin, The Ocean og D'yer Mak'er. Þessi diskur inniheldur einnig lag sem er rosalega gott og var gert tónleikamynd við, The Song Remains the Same. En það er eitt lag sem mér finnst ekki gaman að hlusta á á þessum disk, en það er bara mitt mat, hef heyrt menn segja að þetta sé eitt besta lagið þeirra, en það er lagið The Crunge, þetta er ógeðslega hrátt og flippað eikkað! Þetta hefur ábyggilega verið eitthvað “Hey strákar, ég er kominn með riff, semjum lag til að lengja diskinn”, en þetta er frumlegt, og ólíkt því sem Led Zeppelin gerðu, það er náttla bara gott að breyta til öðruhvoru. Annars þrusu góður diskur!
5. Led Zeppelin - (I)
“Hey þegiði, diskurinn er að byrja!”
Þetta hugsaði ég! Þetta er fyrsti diskurinn sem Led Zeppelin gáfu út, þegar hann byrjar þá finnst manni hann segja manni að hlusta vel því það er góður diskur á ferð! Bestu lög disksins eru: Good times bad times, Babe I´m gonna leave you, Dazed and confused, Your time is gonna come, Black Montain Side, Communication Breakdown, I Can´t Quit you Baby, How many more times sem er semsagt allur diskurinn!!! Ekkert lélegt lag! Og öll vinsælustu lögin þeirra sem þeir tóku eigilega á hverjum einustu tónleikum þangað til að þeir hættu! Þessi diskur er rólegur en samt rokkaður og góður! Persónulega finnst mér ‘Your time is gonna come’ vera besta lagiðn rólegt og gott, en aldrei sá ég þá taka þetta live og af þessum 20 bootleg diskum sem ég á með þeim finn ég ekkert dæmi um live upptöku af því. Þessi diskur er lifandi sönnun um að Led Zeppelin eru einfaldlega bestir!
6. The Beatles - Sgt. Pepper's lonely hearts club band
Þessi diskur er pjúra snilld! Þeir áttu ekki mikið eftir en það er þeir enduðu þetta vel! Eftir þessum komu 5 diskar og finnst mér þessi og White album bestur! Uppáhaldslögin mín á disknum: Lucy in the sky with diamond´s, Sgt Pepper's lonely hearts club band og A day in the life.
7. Black Sabbath - Sabbath Bloody Sabbath
Geðveikur diskur, ógeðslega hrár en samt geðveikur! Þessi diskur var gefinn út árið 1973.
Þessi diskur inniheldur öll mín uppáhalds lög Black Sabbath, s.s. Sabbath Bloody Sabbath og Sabbra Cadabra. Þetta er 8 laga diskur, og eitt af þeim er instrumental. Enn og aftur geðveikur diskur hér á ferð, þetta er diskur sem sýnir að þeir voru uppá sitt besta þarna!
8. Trúbrot - Lifun
Þessi diskur og hljómsveit sýnir og sannar að Íslendingar eiga svo sannarlega að geta spilað Rock n' roll! Þetta er 12 laga meistaraverk, 34 mínútur að lengd og ef ég fer rétt með þá var hann upprunalega gefinn út árið 1971. Það er eitt lag sem ég heyrði fyrst þegar ég var lítill og svo aftur ekki fyrir svo löngu og þá sagði ég, ha? er þetta íslensk hljómsveit? Lagið sem ég er að tala um heitir ‘To be Grateful’. Ef þessi hljómsveit væri spiluð í útvarpi eða myndi hljóma einhversstaðar þar sem ég heyri og myndi ekkert vita um hana þá myndi mér aldrei detta í hug að þessi hljómsveit væri íslensk! Það eru nokkur lög sem standa uppúr á þessum disk og þá ber að nefna: To be grateful, School Complex, Tangerine girl, Am I Really livin'? Og mörg fleiri, ég nennti ekki að nefna öll þar sem ég var að telja upp í röð af disknum og byrjunina því ég nenni ekki að nefna allan diskinn ;). Einnig er forleikirnir á þessum disk skemmtilegir. Trúbrot er að mínu mati besta hljómsveit sem uppi hefur verið á Íslandi og inniheldur nokkra bestu hljóðfæraleikara Íslands og má nefna að John Bonham trommari Led Zeppelin dáðist að trommaranum (Gunnar Jökli) Þegar Led Zeppelin kom til Íslands og nýttu tækifærið til að kíkja á tónleika með Trúbrot!
9. The Beatles - Rubber Soul
Váááá! Þessi diskur….byrjar á laginu Drive my car, sjúkt gott lag! Þegar ég heyrði viðlagið í fyrsta skipti lá við að ég fengi fullnægingu! Þessi diskur heldur alltaf áfram að koma manni á óvart með góðum lögum þegar maður lætur hann renna í gegn, og ef að ég þarf að nefna bestu lögin þá eru það: Drive my car, Nowhere man, In my life, If I need someone.
10. Deep Purple - Perfect Strangers
Blablabla… já hann kom út árið 1984! só vott! Geðveikur diskur og Deep Purple eru geðveikir! En það var erfitt að velja 10. sætið, ég endaði á þessum! Hann sýnir, ásamt Machine head að þetta var einfaldlega besta meðlimaskipun hljómsveitarinnar, svona átti hún einfaldlega að vera! Ian Gillan, Ritchie Blackmore, Ian Paice, Jon Lord og Roger Glover!
Til að auðvelda fyrir þeim sem nenna ekki að lesa umfjöllunina um hvern disk:
1. Led Zeppelin - III
2. Deep Purple - Machine head
3. The Rolling Stones - Bridges to babylon
4. Led Zeppelin - Houses of the holy
5. Led Zeppelin - (I)
6. The Beatles - Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band
7. Black Sabbath - Sabbath Bloody Sabbath
8. Trúbrot - Lifun
9. The Beatles - Rubber Soul
10. Deep Purple - Perfect Strangers