Ég hef tekið eftir því að gullaldaráhugamálið er ekkert sérstaklega lifandi svo að ég ákvað að skrifa niður nokkur lög sem hafa haft mestu áhrif á mig. Það eru auðvitað miklu fleiri lög sem hafa haft mikil áhrif á mig en þetta eru þau helstu sem ég man eftir:
1. Pink Floyd – Comfortably Numb
Þetta lag er svo fallegt. Gítarsólóið er stórkostlegt og textinn… snilld. Ég fæ bara þessa tilfinningu… get ekki lýst því.
2. Sigur Rós – Lag nr. 4 á ( )
Þetta lag kom mér í gegnum mjög erfiðan tíma í mínu lífi fyrir rúmu ári. Ég fæ oftast tár í augun er ég hlusta á þetta lag. Það er bara of fallegt. Ég kynnti mér svo Sigur Rós og leist vel á.
3-4. Iron Maiden - Run to the Hills/The Number of the Beast
Ég heyrði þessi Maiden lög fyrst af öllum þeirra lögum og gerði mig að manninum sem ég er í dag. Mikill Maiden-isti og allt annar gaur.
5. Metallica – One
Þetta lag inniheldur glæsilegan gítarleik og textinn skemmir alls ekki fyrir. Mitt uppáhalds Metallica lag.
6. Dream Theater – Overture 1928
Fyrsta lagið sem ég heyrði með DT. Ég fékk gæsahúð. Ég þorði ekki að hlusta á restina af Scenes From A Memory vegna líklegra vonbrigða, ég hafði rangt fyrir mér.
7. Led Zeppelin – Stairway to Heaven
Surprise, surprise. Hvernig gat ég ekki haft þetta hérna? Þetta er í raun nokkuð basic lag fyrir utan gítarsóló Page. Vegna þess kynnti ég mér Led Zep og varð ánægður með það sem ég heyrði.
8. Pantera – This Love
Kynnti mér Pantera út af þessu lagi og þetta er enn mitt uppáhald með þeim. Reyndar eru lög eins og Cemetery Gates og Cowboys From Hell líka snilld. Feginn að hafa kynnt mér hana.
9. Muse – Space Dementia
Ég man enn daginn sem ég beið eftir bróður mínum og pizzu og hlustaði á Origin of Symmetry og rakst á þetta lag og varð… virkilega heillaður.
10. Jimi Hendrix – Little Wing
Enskukennarinn minn benti mér á þetta lag og vá! Þetta er snilld! Hafði þetta áhrif á mig? Ég get ekki sagt annað en já. Eftir að hafa heyrt það varð ég aukinn Hendrix fan og þakklátur kennara mínum fyrir að leiða mig á “rétta” braut í tónlistarsmekk. (Benti mér líka á Pink Floyd)
11-12. Korn – Blind/Rammstein – Wollt Ihr Das Bett In Flammen Sehen
Fyrstu rokkhljómsveitir sem ég hlustaði virkilega á sem barn. Ég væri ekki ég ef það væri ekki fyrir þær. Þakka bróður mínum fyrir það.
13. The Beatles - While My Guitar Gently Weeps
Þetta er að mínu mati eitt besta Bítlalag… ever. En auðvitað áttu þeir mörg önnur góð. Já fyrir rúmu ári byrjaði ég að hlusta mikið á Bítlana því að brói kom heim einn daginn með The Beatles: Anthology DVD diska. Honum að þakka eins og oft áður að ég kynnti mér nýja tónlist.
Það held ég. Endilega segið frá ykkar áhrifamestu lögum, þ.e.a.s. á ykkur. Ég veit að þetta er svolítið cheap grein en vonandi kemur hún af stað góðum umræðum.