Raymond Daniel Manzarek fæddist þann 12. febrúar, 1939 í Chicago, Illinois. Foreldrar Manzareks létu hann læra á píanó þegar hann var um 9-10 ára gamall. Hann hataði það fyrstu fjögur árin en eftir þau varð píanó leikur hans frá áhrifum blús, jazz og rokki og byrjaði hann þá að líka vel við píanóið.

21 árs gamall yfirgaf Manzarek Chicago og flutti til Los Angeles til að læra kvikmyndagerð í UCLA. Þar kynntist hann manni nokkrum er hér James Douglas Morrison sem var einnig að læra kvikmyndagerð í UCLA. Morrison var mjög ljóðrænn og leyfði Manzarek að heyra texta af laginu moonlight drive. Manzarek var stórhrifinn og bauð honum þá í hljómsveit. Í henni voru einnig bræður Manzareks og síðan var fengin trommarinn John Densmore stuttu eftir innkomu Morrison. Bræðrum Manzareks leist ekki á það sem hljómsveitin var að gera og hættu. Í stað þeirra kom gítarleikarinn Robert Alan Krieger. Hljómsveit þessi hét The Doors. þeir urðu mjög vínsælir eða frekar Morrison en þeir því hann fékk nánast alla athygli. Það sem mér finnst einkenna The Doors er frábær piano/organ leikur og ljóðrænn og flottur söngur.

Þeir höfðu plötusamning við Elektra Records og gáfu út 10 diska ef ekki eru taldir safndiskar.
>The Doors (1967) frábær diskur með lögum á borð við Light my Fire, End of the Night, The End o.fl.
>Strange Days (1967) ekki jafngóður og fyrsti diskurinn þeirra en inniheldur þó góð lög á borð við People are Strange, Strange Days, Love me to Times o.fl.
>Waiting for the Sun (1968) inniheldur að mínu mati 1 af 2 bestu lögum þeirra, Love street ásamt Hello I love you, The Unknown Soldier svo nokkur séru nefnd.
>The soft Parade (1969) slakasta plata hurðanna en inniheldur þó tvö góð lög, The soft Parade og Touch me
>Morrison Hotel (1970) skárri plata en Soft Parade en þó frekar slök. Lagið Roadhouse blues er þó hitt besta lagið þeirra að mínu mati. Fá önnur fín lög er þó að finna á plötunni.
>Absolutely Live (1970) hef ekki heyrt þennan disk en hef þó séð tracklistann, myndi ekki búast við miklu af honum.
>L.A. Woman (1971) frábær plata þó búast mætti við öðru eftir síðustu 2 plötur. Inniheldur frábær lög á borð við, L.A. Woman, Riders on the storm o.fl.
>Other Voices (1971) Þessi diskur var án Jim Morrison og tók Manzarek við starfi hans.
>Full Circle (1972) það sama er að segja um þennan og Other Voices.
>An American Poet (1978) Ljóðlestur með undirspili. (Morrison upptökur á þessari plötu)
>Síðan komu nokkrir diskar eins og Best of, Box set, In Concert, The Complete Studio Recording og eitthvað slíkt.

The Doors slóu víða í gegn og voru orðnir ein vinsælasta hljómsveit Bandaríkjanna. Fíkniefna- og áfengisneysla og vandræði Morrisons gerði ekkert auðveldara. Hann var sífellt að komast upp á kant við lögregluna fyrir ýmis heimskuleg brot svo sem að sýna kynfæri sín á tónleikum. Á nokkrum tónleikum lá hann bara dauðir í einhverju herbergi á meðan Manzarek þurfti að sinna hans hlutverki. Jim Morrison hætti með The Doors eftir plötuna L.A. Woman og flutti til Frakklands með konunni sinni í leit að betra líf. Hann var orðin feitur og subbulegur eftir stanslausa neyslu í mörg ár og lifði líka ekki lengi í paris. Hann dó 27 ára eins og margir aðrir, í baðkari á heimili sínu árið 1971. Talið er að það hafi verið út af fíkniefna- og áfengisneyslu en ekkert hefur verið sannað. Eftir þetta héldu Doors áfram, gáfu út 2 plötur og hættu sem þeir hefðu átt að gera strax.

Manzarek hélt áfram að búa til tónlist eftir endalok The Doors líkt og allir hinir meðlimirnir en varð þó aldrei neitt vinsæll. Mér finnst snilli þessa manns hafa átt heima í The Doors og hvergi annarstaðar.

>Fyrsta platan hans eftir The Doors hét The Golden Scarab og kom út 1973 og hef ég lítið sem ekkert heyrt af henni.
RAY MANZAREK: Vocals, Pianos, Organ, Synthesizer
TONY WILLIAMS: Drums
JERRY SCHEFF: Bass
LARRY CARLTON: Guitar
>Árið 1974 kom svo út platan The whole thing startet with Rock & Roll, now it's out of control. Hef heyrt svona 1-2 lög af henni. Ekkert sérstök.
RAY MANZAREK: Vocals, Piano, Clavinet, Wurlitzer Electric Piano, Fender Rhodes, Organ, Arp, Freeman Synthesizer, Tack Piano, Celeste
GARY MALLABER: Drums, Percussion, Vibes
MARK PINE: Guitar
MIKE FENNELLY: Guitar
JOE WALSH: Guitar (Courtesy of ABC Records)
GEORGE SEGAL: Banjo
FLO & EDDIE: Vocals on “The Whole Thing Started With Rock & Roll Now It's Out Of Control,” “Bicentennial Blues (Love it or Leave It),” and “Perfumed Garden” (Courtesy of Columbia Records)
JOHN KLEMMER: Saxes on “Whirling Dervish” (Courtesy of ABC Records Inc.)
PATTI SMITH: Poetess
STEVE FOREMAN: Percussion
PAUL DAVIS: Percussion.
>1977 kom svo út platan Nite City, öruglega eitt af skárri plötum hans eftir the Doors þrátt fyrir að vera ekkert meistaraverk.
NOAH JAMES: Vocals
PAUL WARREN: Guitar & Vocals
RAY MANZAREK: Keyboards & Vocals
NIGEL HARRISON: Bass
JIMMY HUNTER: Drums & Vocals.
>1980 kom út platan X sem ég vissi ekki af áður en ég fór að afla mér upplýsinga um þessa grein.
John Doe singer and bassist
Billy Zoom guitarist
Exene Cervenka singer
D.J. Bonebrake drummer
Ray Manzarek producer
>árið 1983 kom út platan Carmina Burana sem er eitt af hans skástu plötum (eftir The Doors). Furðuleg plata þrátt fyrir það.
Ray Manzarek: Piano, Organ, Misc. Keyboards
Michael Riesman: Synthesizer and Orchestrations
Larry Anderson: Drums
Ted Hall: Guitar
Doug Hodges: Bass
Adam Holtzman: Synthesizer
Jack Kripl: Saxophone, Flute.
>árið 1993 kom út diskur sem hét Lion Love og inniheldur hún einungis píanóspil hans og söng Michael Mclure. Hef ekki heyrt þessa plötu.

Gefin var út mynd um The Doors sem fjallaði reyndar meira um Morrison en The Doors. Manzarek var ekki glaður með sá mynd og sagði að hún hefði gefið þá mynd af Morrison að hann væri eitthvað skrímsli.

Manzarek og krieger stofnuðu aftur The Doors og fengu til sins söngvarann Ian Astbury, söngvara Cult. John Densmore er heyrnalaus og gat því ekki tekið þátt, hvort hann hefði gert það veit ég ekki. Þett tel ég vera mestu mistök sem hafa verið gerð. Þessi Cult söngvari hefur ekki 1% af hæfileikum Morrison. Mér finnst þetta bara eyðileggja Doors. Ég sá þá koma í Jay Leno fyrir ári eða e-ð og ég slökkti á sjónvarpinu.

Nú fyrir stuttu gaf Manzarek út bókina Light my Fire : My life with the Doors. Hún fjallar um líf hans með Doors og eitthvað utan þess held ég. Manzarek vinnur einnig að kvikmyndagerð nú í dag en ekki hef ég séð neina mynd eftir hann.

Takk fyrir.