John Entwistle John Alec Entwistle var fæddur 9 oktober 1944 í Chiswick-hverfinu í London. Hann var einkabarn þeirra Herberts Entwistle og Maud Queenie en þau skyldu sama ár og John fæddist.
John ólst upp að mestuleiti hjá foreldrum föður síns í London.
Hann byrjaði snemma að láta að sér kveða í tónlistarheiminum, hann var aðeins þriggja ára þegar hann kom fyrst fram, en þá kom hann fram með afa sínum á skemmtun og stóð uppá stól og söng fyrir fólkið.
Hann byrjaði 7 ára að spila á piano en hætti því á ellefta ára og byrjaði að læra á trompet og franskt horn. Í miðskóla spilaði hann á trompet í jazzbandi. En á 14 ári sínu tók hann þá ákvörðun að fara að spila á gítar, en amma hans og afi höfðu ekki efni á að kaupa handa honum gítar, en þannig vildi til að frændi hans átti gamlan Fender bassa sem hann lét Entwistle hafa. En bassinn var nú ekki í neitt voðalega góðu lagi svo John tók til við að laga hann og gerði hann spilahæfan þannig byrjaði bassaferill hans.
Hann gerðist bassaleikari í hljómsveit sem kölluð var Detours en í því bandi var söngvari The WHO Roger Daltrey og seinna kom gítarleikarinn Pete Townshend inní Detours.
Svo loks árið 1963 var hljómsveitin The WHO stofnuð.. En lítið gekk hjá þeim fyrsta árið en þeir hituðu upp fyrir nokkrar hljómsveitir.
Árið 1965 náðu WHO þó nokkrum vinsældum með lögum einsog I can’t Explain og My Generation.
En Entwistle var alltaf frekar yðinn við að semja lög en misgóð samt… en ef til vill er lögin My Wife og Boris the Spider vinsælustu lögin sem hann samdi.
My Wife kom út á árið 1971 á plötunni Lifehouse og náði platan miklum vinsældum.
En nú á seinni árum lagði Entwistle stunda á að mála myndir og spila í eigin bandi (John Entwistle Band) með þeim Steve Luongo, Godfrey Townsend og Gordon Cotten, og voru þeir mjög duglegir við að toura í Bandaríkjunum við góðar undirtektir og gáfu þeir út fimm geisladiska.
Þeir sem þekktu John lýstu honum alltaf sem góðhjörtuðum manni og rólegum enda var hann mikið í góðgerðarmálum og gaf hann nokkrum sinnum drjúgar fjárhæðir til langveikra og hjartveikra barna þannig að þarna var greinilega góður maður á ferð.
En svo kvöldið 27 júní árið 2002 endaði ævi þessa frábær bassaleikara á frekar sorglegan hátt, hann fannst látinn uppá hótelherbergi í Las Vegas seinna kom í ljós að hann hafði dáið úr hjartaáfalli. En daginn eftir átti að opna listasýingu með málverkum hans og listmunum.
John Entwistle hafði verið giftur tvisvar og lætur eftir sig einn son frá fyrra hjónabandi Christopher. Eftir dauða Entwistle var komið á samtökum sem kölluð eru John Entwistle Foundation og beita þau sér fyrir velferð langveikra barna.
Semsagt góður maður þarna á ferð!
En svona er lífið….. “John þín verður sárt saknað”!

Kveðja Andri.