Ég ætla að renna örstutt yfir feril kallsinns í tilefni dagsins, en þetta verður meira til að upplýsa þá sem vita ekkert um kappann heldur en hina sem eru lengra komnir.
Hann er talinn einhver besti rythma-gítaristi í heimi og til marks um vinsældir hans hefur hann verið kallaður: "Hr. Rock & Roll. En hann er ekki síður frægur fyrir að lifa af lengst allra hið fallvalta líf rokkarans, en hann hefur neytt gífurlegs magns áfengis og eyturlyfja og þykir það með ólíkindum að hann skuli enn vera á lífi og jafnvel enn ótrúlegra að hljómsveitin hans, Stones sé ennþá að spila, þó ég segi kannski ekki í fullu fjöri.
Hann var svolítill vandræðaunglingur í sér, hætti í skóla þegar hann byrjaði að spila með Stones fyrir alvöru enda búinn að lenda þar í vandræðum oftar en einu sinni. Hann hafði hitt Jagger sem krakki en þeir fóru svo í sinn hvorn skólann. Nokkru síðat hittust þeir aftur og byrjuðu í blúsbandi sem síðar varð Stones.
Fyrsti stóri hitturinn þeirra, þ.e. sem gerði þá líka vinsæla í USA var (I can´t get no) Satisfaction, en hann hafði tekið gítar-riffið upp á kasettu einhverja nóttina en mundi ekki eftir því þegar hann heyrði það svo daginn eftir.
Hann varð fljótlega óvinsæll hjá löggunni því hann var talinn ógna sómsajmlegu samfélagi. Þeir tóku hann með amfetamín á heimili sínu og ætluðu að senda hann í fangelsi en það var víst eitthvað tvísýnt, ég veit ekki alveg atburðarásina, en allavega þá slapp hann við refsinguna. Hann lenti síðar í klandri hjá frönsku lögunni og aftur þeirri bresku, en stærsta klúðrið hans var þegar hann var gómaður með heróín í bandaríkjunum. Hann slapp naumlega við fangelsið með því að samþykkja að spila á góðgerðartónleikum til styrktar blindum, og mæta í afeitrun.
Þegar Brian Jones dó '69 fóru Stones að vera svolítið harðari, en svo þegar áttundi áratugurinn var að klárast fékk Mick Jagger nokkur félagi hans og söngvari Stones þá grillu í höfuðið að aðhyllast poppinu. Keith var ekki par ánægður með það og þá fór Jagger bara í stuttan sólóferil. Það kom svo niður á Stones þegar hann vildi frekar nota tímann í að taka upp eigin plötu heldur en að spila með þeim. Þá tók Keith sig einfaldlega til og geri sjálfur sólóplötu sem fór í gull. Það gekk hvorki né rak með plötu Jaggers svo hann lét sér segjast og fór aftur til Stónsaranna. Þeir sættust báðir á það að láta Stones alltaf hafa forgang fram yfir sóló-plötur og þannig er staðan í dag.
Reyndar er enska drottningin núna að aðla Jagger og hann fer jafnvel að kalla sig Sir. Mick Jagger, en Keith er ekki ánægður. Það er líka skijanlegt og svolítið kaldhæðnislegt af kellingunni að ætla að aðla þá núna.
Jæja, ætli það sé ekki komið nóg núna. Best að fara heim í jólafrí.
Allar fullyrðingar eru rangar