Ég er oft að pæla af hverju næstum því öll tónlist sem ég hlusta á er frá annað hvort Bandaríkjunum eða Bretlandi. Ég er ekki að segja að ég hlusti ekki á tónlist frá öðrum löndum, ég hlusta líka á íslenska tónlist, hérna er smá listi, svo þið skiljið hvað ég á við
Beatles (UK)
Bob Dylan (US)
Botnleðja (Isl)
Purrkur Pillnikk (Isl)
Led Zeppelin (UK)
Jethro Tull (UK)
Pink Floyd (UK)
Coldplay (UK)
Travis (UK)
Sigurrós (Isl)
Sólóferlar allra Bítlanna (UK)
Radiohead (UK)
Muse (UK)
Tokyo Megaplex (Isl)
Jimi Hendrix (US)
The Doors (US)
Nirvana (US)
Frank Zappa (US)
Maus (Isl)
Pearl Jam (US)
Jet Black Joe (Isl)
Eric Clapton (US)
Stereophonics (UK)
Mínus (Isl)
Deep Purple (UK)
Rolling Stones (UK)
The Beach Boys (US)
Queen (UK)
OK, þetta gefur svona ágæta mynd af því sem ég hlusta á, þótt það vanti eitthvað þarna inn í. Það eru kannski einhverjar villur þarna frá hvaða landi einhver hljómsveit er en nóg um það.
Íslendingar fá ensku-kennslu strax í 6. bekk og 98% af myndum sem eru sýndar á Íslandi eru frá Bandaríkjunum og eitthvað svipað má segja um sjónvarpsþætti. Ég gat talað ágæta ensku áður en ég byrjaði að læra hana í skólanum, útaf miklu Simpsons-glápi. Og flest tónlist sem ég hlusta á er á tungumáli sem ég skil þ.e.a.s. íslensku eða ensku, ég er ekki að segja að ég hlusta ekki á tónlist frá öðrum löndum, þau eru flest klassísk tónskáld frá Þýsklandi og Ítalíu en það er auðvitað ekkert sungið í þeim lögum (allavega ekki mikið).
Er þetta tilviljun að besta tónlist í heimi kemur frá þessum löndum og þá sérstaklega frá Bretlandi, eða fílar maður bara það sem maður skilur. Það er ekki mikið af ungu fóki í Sviss eða Bretlandi eða Kanada sem hlustar á Írafár og Í svörtum fötum, er þetta fólk með öðruvísi tónlistarsmekk en Íslendingar? Hefðu þessar hljómsveitir verið frá Danmörku en mundu samt hafa nákvæmlega sömu lögin en bara á Dönsku þá mundi ekki mikið af fólki hlusta á þær. Og segjum að Vignir og Birgitta og allir hinir væru bresk og mundu syngja á ensku, mundi þá breskur almenningur hlusta á hana þ.e.a.s. ef hún gæfi frá sér plötu sem mundi vera vel dreifð.
Þetta skiptir ekki máli í flestum öðrum listgreinum, eins og í Myndlist og Ritlist og flestir vísindamenn koma frá Þýsklandi en það eru engin orð í þessum greinum (það er hægt að þýða bækur á hvaða tungumál sem er).
Hefði Foo-Fighters gefið út Jet Black Joe (fyrstu plötu Jet Black Joe) þá mundi hún örugglega fara á minnsta kosti platínum. Mér hefur alltaf fundist skrýtið af hverju Jet Black Joe urðu ekki heimsfrægir.
Ég hef alltaf sagt að tónlistin skiptir máli en ekki hvaða kyn eða kynþátt eða uppruna eða ríkisborgararétt tónlistarmennirnir hafa. Er þetta eitthvað arfgengt í Bretlandi að þeir fæða bara góða tónlistarmenn?
Hefðu Bítlarnir verið finnskir og sungið á finnsku mundu þeir vera jafn vinsælir og þeir voru og eru í dag?